Hussein yfirgaf Ísland ásamt fjölskyldu sinni Bjarki Sigurðsson skrifar 3. desember 2023 11:59 Hussein Hussein, ásamt fjölskyldu sinni. Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein. Þau eru öll nú í Grikklandi. Vísir/Vilhelm Hælisleitandinn Hussein Hussein, sem er í hjólastól, ákvað á síðustu stundu að yfirgefa Ísland og fór með fjölskyldu sinni til Grikklands í gær. Fjölskylduvinur segir að Hussein hafi ekki getað hugsað sér að dvelja hér án fjölskyldu sinnar, sem vísað var úr landi. Aðstæður séu ömurlegar hjá þeim úti. Hussein yfirgaf Ísland í gær ásamt fjölskyldu sinni og fór með þeim til Grikklands. Mannréttindadómstóll Evrópu hafði úrskurðað um að það mætti vísa fjölskyldunni úr landi en ekki Hussein sjálfum. Hann gat hins vegar ekki hugsað sér að vera einn hér á landi án fjölskyldu sinnar að sögn Gerðar Helgadóttur, vinkonu fjölskyldunnar. Brottvísun fjölskyldunnar hafði verið frestað nokkrum sinnum en eftir úrskurð Mannréttindadómstólsins var þetta ákveðið. „Hann talar ekkert nema arabísku þannig hann þarf arabískumælandi manneskju með sér. Þetta var bara of óljóst til að hann gæti hugsað sér það að vera eftir. Fjölskyldan er honum allt, þau sinna honum og hann þarf aðstoð allan sólarhringinn. Þetta er ömurleg aðstaða sem fjölskyldan var sett í og hræðilegt að senda þau út úr landi frá honum, ég veit ekki hvaða meðferð þetta er á fötluðu fólki,“ segir Gerður. Gerður hefur rætt við fjölskylduna sem mætti til Grikklands í gær. Hún segir þau núna vera að reyna að finna þak yfir höfuðið. „Það er hræðilegt hljóðið í þeim. Þau fóru á eitthvað ódýrt gistiheimili í gær þegar þau komu til landsins. Nú eru þau úti í bæ að reyna að finna sér einhvern samastað. En þau eru peningalítil og þetta er gríðarlega vont ástand. Hér erum við að tala um fólk sem var í vinnu á Íslandi og hefði getað séð auðveldlega fyrir sér sjálft. Þetta er svo grimmt að maður á engin orð,“ segir Gerður. Mál Hussein Hussein Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Stjórnsýsla Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Hussein yfirgaf Ísland í gær ásamt fjölskyldu sinni og fór með þeim til Grikklands. Mannréttindadómstóll Evrópu hafði úrskurðað um að það mætti vísa fjölskyldunni úr landi en ekki Hussein sjálfum. Hann gat hins vegar ekki hugsað sér að vera einn hér á landi án fjölskyldu sinnar að sögn Gerðar Helgadóttur, vinkonu fjölskyldunnar. Brottvísun fjölskyldunnar hafði verið frestað nokkrum sinnum en eftir úrskurð Mannréttindadómstólsins var þetta ákveðið. „Hann talar ekkert nema arabísku þannig hann þarf arabískumælandi manneskju með sér. Þetta var bara of óljóst til að hann gæti hugsað sér það að vera eftir. Fjölskyldan er honum allt, þau sinna honum og hann þarf aðstoð allan sólarhringinn. Þetta er ömurleg aðstaða sem fjölskyldan var sett í og hræðilegt að senda þau út úr landi frá honum, ég veit ekki hvaða meðferð þetta er á fötluðu fólki,“ segir Gerður. Gerður hefur rætt við fjölskylduna sem mætti til Grikklands í gær. Hún segir þau núna vera að reyna að finna þak yfir höfuðið. „Það er hræðilegt hljóðið í þeim. Þau fóru á eitthvað ódýrt gistiheimili í gær þegar þau komu til landsins. Nú eru þau úti í bæ að reyna að finna sér einhvern samastað. En þau eru peningalítil og þetta er gríðarlega vont ástand. Hér erum við að tala um fólk sem var í vinnu á Íslandi og hefði getað séð auðveldlega fyrir sér sjálft. Þetta er svo grimmt að maður á engin orð,“ segir Gerður.
Mál Hussein Hussein Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Stjórnsýsla Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira