Samstaða og sniðganga - Suður-Afríka og Palestína Guðrún Sif Friðriksdóttir skrifar 6. desember 2023 15:31 Frá 7. október síðastliðnum hefur heimsbyggðin horft upp á hrylling ágerast á Gaza. Árásum Hamas á Ísrael hefur verið svarað með drápum á fleiri en 16.000 íbúum Gaza, þar af að minnsta kosti 7000 börnum. Vonir um að tímabundið mannúðarhlé yrði framlengt í lengra vopnahlé og langvarandi pólitíska lausn eru orðnar að engu og þjóðernishreinsanir á Gaza, þar sem almennir borgarar eru hvergi hultir, halda áfram. Palestínubúar hafa reynt ýmsar friðsamlegar leiðir til að berjast fyrir réttindum sínum í gegnum tíðina. Ein þeirra hefur verið að hvetja til sniðgöngu að fyrirmynd þeirri sem beindist að Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Þó að sú sniðganga hafi ekki ein og sér bundið endi á aðskilnaðarstefnuna þá var hún mikilvægur þáttur. Stuðningur almennings við sniðgönguna gerði yfirvöldum á Vesturlöndum einnig erfiðara fyrir að halda áfram stuðningi við rasísk stjórnvöld Suður-Afríku. Stuðningsmenn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar bentu oft á önnur Afríkulönd þar sem ofbeldi átti sér stað og reyndu að afvegaleiða umræðuna með því að spyrja af hverju væri ráðist á Suður-Afríku þegari ofbeldi ætti sér einnig stað annars staðar í álfunni. En milljónir almennra borgara sáu hvað aðskilnaðarstefnan var í raun og veru: glæpur gegn mannkyni. Ísrael hefur einnig unnið að því hörðum höndum að beina athyglinni frá eigin ofbeldisaðgerðum og beina henni að Hamas. En sú taktík gengur ekki lengur. Eyðileggingin á Gaza Eyðileggingin á Gaza er hryllileg. Íbúðarhús, skólar, sjúkrahús, flóttamannabúðir, öllu er tortímt. En fleiru er grandað á Gaza. Fyrir öllum þeim sem fylgst hafa með atburðarrásinni er ímynd Ísraels jafn mikil rjúkandi rúst og Gaza. Síonistar hafa gjörsamlega afhjúpað sig, áætlanir sínar um þjóðernishreinsanir og skeytingarleysi sitt gagnvart mannslífum. Fram að þessu hefur þrýstingur á Ísrael verið mun minni en hann var á Suður-Afríku á 9. áratug síðustu aldar. En að verða vitni að því að börn séu myrt á 10 mínútna fresti, sjúkrahús og skólar sprengdir, allar nauðsynjar teknar af fólki og þjóðernishreinsun í fullum gangi hefur leitt til þess að stór hluti almennings hefur vaknað til lífsins. En ennþá fleiri þurfa að bregðast við, því gjörðir hins almenna borgara skipta máli. Almenningur krefst þess í samstöðugöngum í öllum heimshornum að morðæðið sé stöðvað. Samtímis hafa þó slagorð um samstöðu með Palestínu verið bönnuð í Þýskalandi og eru á gráu svæði í Austurríki, Bandaríkjunum og Bretlandi. Einnig hefur sniðganga gegn Ísrael verið bönnuð í 35 fylkjum Bandaríkjanna og í Þýskalandi. Þetta varpar enn meiri ábyrgð á okkur sem enn njótum tjáningarfrelsis að nýta það. Nú þegar Ísrael er búið að berskjalda sig er líklegt að andspyrna heimsbyggðarinnar gegn hernámi, fjöldamorðum og aðskilnaðarstefnu muni aukast. Því miður lítur út fyrir að ríkisstjórnir og stofnanir Vesturlanda verði þær síðustu til standa með lýðræði og mannréttindum og á móti hvítri yfirburðarhyggju, alveg eins og gagnvart Suður-Afríku. Máttur almennings Ísraelsríki hefur dyggari stuðningsaðila á Vesturlöndum en hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku hafði. En það hefur áður tekist að ná fram réttlæti þó að valdamestu aðilar heimsins hafi verið því mótfallnir. Þrýstingur frá almenningi réð úrslitum um að það tókst á endanum að koma því í gengum bæði bandaríska og breska þingið að beita Suður-Afríku viðskiptaþvingunum, þvert á vilja bæði Ronald Reagan og Margaret Thatcher. Það mun koma að því að vestræn yfirvöld verði að horfast í augu við að almenningur líður ekki hvíta yfirburðarhyggju og aðskilnaðarstefnu heldur trúir á jafnan rétt og frelsi allra, hvort sem það er í Suður-Afríku eða Ísrael og Palestínu. Nú reynir á okkur að halda áfram að þrýsta á okkar stjórnvöld, stofnanir og fyrirtæki með sniðgöngu og mótmælum svo að þetta gerist sem fyrst. Ábyrgðin er okkar. Tíminn er núna. Höfundur er rannsakandi við Norrænu Afríkustofnunina í Uppsala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Frá 7. október síðastliðnum hefur heimsbyggðin horft upp á hrylling ágerast á Gaza. Árásum Hamas á Ísrael hefur verið svarað með drápum á fleiri en 16.000 íbúum Gaza, þar af að minnsta kosti 7000 börnum. Vonir um að tímabundið mannúðarhlé yrði framlengt í lengra vopnahlé og langvarandi pólitíska lausn eru orðnar að engu og þjóðernishreinsanir á Gaza, þar sem almennir borgarar eru hvergi hultir, halda áfram. Palestínubúar hafa reynt ýmsar friðsamlegar leiðir til að berjast fyrir réttindum sínum í gegnum tíðina. Ein þeirra hefur verið að hvetja til sniðgöngu að fyrirmynd þeirri sem beindist að Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Þó að sú sniðganga hafi ekki ein og sér bundið endi á aðskilnaðarstefnuna þá var hún mikilvægur þáttur. Stuðningur almennings við sniðgönguna gerði yfirvöldum á Vesturlöndum einnig erfiðara fyrir að halda áfram stuðningi við rasísk stjórnvöld Suður-Afríku. Stuðningsmenn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar bentu oft á önnur Afríkulönd þar sem ofbeldi átti sér stað og reyndu að afvegaleiða umræðuna með því að spyrja af hverju væri ráðist á Suður-Afríku þegari ofbeldi ætti sér einnig stað annars staðar í álfunni. En milljónir almennra borgara sáu hvað aðskilnaðarstefnan var í raun og veru: glæpur gegn mannkyni. Ísrael hefur einnig unnið að því hörðum höndum að beina athyglinni frá eigin ofbeldisaðgerðum og beina henni að Hamas. En sú taktík gengur ekki lengur. Eyðileggingin á Gaza Eyðileggingin á Gaza er hryllileg. Íbúðarhús, skólar, sjúkrahús, flóttamannabúðir, öllu er tortímt. En fleiru er grandað á Gaza. Fyrir öllum þeim sem fylgst hafa með atburðarrásinni er ímynd Ísraels jafn mikil rjúkandi rúst og Gaza. Síonistar hafa gjörsamlega afhjúpað sig, áætlanir sínar um þjóðernishreinsanir og skeytingarleysi sitt gagnvart mannslífum. Fram að þessu hefur þrýstingur á Ísrael verið mun minni en hann var á Suður-Afríku á 9. áratug síðustu aldar. En að verða vitni að því að börn séu myrt á 10 mínútna fresti, sjúkrahús og skólar sprengdir, allar nauðsynjar teknar af fólki og þjóðernishreinsun í fullum gangi hefur leitt til þess að stór hluti almennings hefur vaknað til lífsins. En ennþá fleiri þurfa að bregðast við, því gjörðir hins almenna borgara skipta máli. Almenningur krefst þess í samstöðugöngum í öllum heimshornum að morðæðið sé stöðvað. Samtímis hafa þó slagorð um samstöðu með Palestínu verið bönnuð í Þýskalandi og eru á gráu svæði í Austurríki, Bandaríkjunum og Bretlandi. Einnig hefur sniðganga gegn Ísrael verið bönnuð í 35 fylkjum Bandaríkjanna og í Þýskalandi. Þetta varpar enn meiri ábyrgð á okkur sem enn njótum tjáningarfrelsis að nýta það. Nú þegar Ísrael er búið að berskjalda sig er líklegt að andspyrna heimsbyggðarinnar gegn hernámi, fjöldamorðum og aðskilnaðarstefnu muni aukast. Því miður lítur út fyrir að ríkisstjórnir og stofnanir Vesturlanda verði þær síðustu til standa með lýðræði og mannréttindum og á móti hvítri yfirburðarhyggju, alveg eins og gagnvart Suður-Afríku. Máttur almennings Ísraelsríki hefur dyggari stuðningsaðila á Vesturlöndum en hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku hafði. En það hefur áður tekist að ná fram réttlæti þó að valdamestu aðilar heimsins hafi verið því mótfallnir. Þrýstingur frá almenningi réð úrslitum um að það tókst á endanum að koma því í gengum bæði bandaríska og breska þingið að beita Suður-Afríku viðskiptaþvingunum, þvert á vilja bæði Ronald Reagan og Margaret Thatcher. Það mun koma að því að vestræn yfirvöld verði að horfast í augu við að almenningur líður ekki hvíta yfirburðarhyggju og aðskilnaðarstefnu heldur trúir á jafnan rétt og frelsi allra, hvort sem það er í Suður-Afríku eða Ísrael og Palestínu. Nú reynir á okkur að halda áfram að þrýsta á okkar stjórnvöld, stofnanir og fyrirtæki með sniðgöngu og mótmælum svo að þetta gerist sem fyrst. Ábyrgðin er okkar. Tíminn er núna. Höfundur er rannsakandi við Norrænu Afríkustofnunina í Uppsala.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar