Kartöfluummælin hjálpi lítið: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig fólk tekur þessu“ Jón Þór Stefánsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 7. desember 2023 20:49 „Þessi kartöfluummæli, hún getur átt þau við sjálfa sig,“ sagði Arnar um ummæli framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins Vísir Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, gefur lítið fyrir ummæli Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem sagði að ef hún væri jólasveinninn þá myndi hún gefa flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn. Hann segist ekki vita hver meðallaun flugumferðarstjóra séu og að hann láti hækkunina sem farið sé fram á liggja á samningsborðinu. „Þessi kartöfluummæli, hún getur átt þau við sjálfa sig,“ sagði Arnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að þetta hjálpi ekki fulltrúa Samtaka atvinnulífsins sem situr við þetta borð. Ég get ekki ímyndað mér það. Og þetta hjálpar ekki okkur.“ Þó telur Arnar að ummælin ekki hafa áhrif á sjálfa samningsstöðuna. „En ég nenni ekki að hlusta á þetta. Ég veit hvernig mitt félagsfólk er og þú getur rétt ímyndað þér hvernig fólk tekur þessu,“ segir hann og bætir við að hljóðið í félagsfólkinu þungt. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt á morgun. Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun. Sigríður tjáði sig um verkfallsboðunina í dag og sagði hana fráleita. „Það er bara einfaldlega ekki annað í boði núna heldur en að við séum að gera langtímakjarasaminga sem er innistæða fyrir til þess að ná aftur stöðugleika og að verja bæði samkeppnishæfni landsins og lífskjörin í þessu landi,“ sagði hún. Tilbúnir að setjast við borðið Félag flugumferðarstjóra lýtur svo á, að sögn Arnars, að enn sé verið að semja í samningalotu sem lauk fyrir ári síðan. „Ég veit ekki hvort að hún viti það, en við erum enn þá að semja í síðustu kjaralotu sem lauk í nóvember eða desember í fyrra.“ Arnar vísar því á bug að flugumferðarstjórar vilji ekki setjast við samningaborðið. Félagið sé tilbúið að sýna ábyrgð en þá þurfi Samtök atvinnulífsins líka að koma að borðinu. Hann segir að mikið beri á milli samningsaðilana, en tekur fram að félagið sé ekki að einblína á laun, heldur sé það tilbúið að ræða hluti eins og orlofsmál og mönnun. „Allur samningurinn er uppi á borðinu.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
„Þessi kartöfluummæli, hún getur átt þau við sjálfa sig,“ sagði Arnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að þetta hjálpi ekki fulltrúa Samtaka atvinnulífsins sem situr við þetta borð. Ég get ekki ímyndað mér það. Og þetta hjálpar ekki okkur.“ Þó telur Arnar að ummælin ekki hafa áhrif á sjálfa samningsstöðuna. „En ég nenni ekki að hlusta á þetta. Ég veit hvernig mitt félagsfólk er og þú getur rétt ímyndað þér hvernig fólk tekur þessu,“ segir hann og bætir við að hljóðið í félagsfólkinu þungt. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt á morgun. Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun. Sigríður tjáði sig um verkfallsboðunina í dag og sagði hana fráleita. „Það er bara einfaldlega ekki annað í boði núna heldur en að við séum að gera langtímakjarasaminga sem er innistæða fyrir til þess að ná aftur stöðugleika og að verja bæði samkeppnishæfni landsins og lífskjörin í þessu landi,“ sagði hún. Tilbúnir að setjast við borðið Félag flugumferðarstjóra lýtur svo á, að sögn Arnars, að enn sé verið að semja í samningalotu sem lauk fyrir ári síðan. „Ég veit ekki hvort að hún viti það, en við erum enn þá að semja í síðustu kjaralotu sem lauk í nóvember eða desember í fyrra.“ Arnar vísar því á bug að flugumferðarstjórar vilji ekki setjast við samningaborðið. Félagið sé tilbúið að sýna ábyrgð en þá þurfi Samtök atvinnulífsins líka að koma að borðinu. Hann segir að mikið beri á milli samningsaðilana, en tekur fram að félagið sé ekki að einblína á laun, heldur sé það tilbúið að ræða hluti eins og orlofsmál og mönnun. „Allur samningurinn er uppi á borðinu.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira