Meirihlutinn ætlar að mismuna börnum í Kópavogi Gunnar Gylfason skrifar 10. desember 2023 14:00 Meirihluti Sjálfstæðis og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs áformar að auka álögur á fjölda barnafjölskyldna í bænum með þannig hætti að kostnaður foreldra við þátttöku barna þeirra í íþróttum geti hækkað um tugi prósenta í sumum tilvikum um rúm 40%. Ástæðan er sú að meirihlutinn telur það ekki vera hlutverk bæjarins að borga fyrir frístundavagn fyrir börn í 1.- 4. bekk sem búsetu foreldra sinna vegna þurfa að nota frístundavagninn til að komast á æfingar hjá íþróttafélögum bæjarins að skóla loknum. Frístundavagninn er nauðsyn. Stóru íþróttafélögin þrjú í bænum, Breiðablik, Gerpla og HK hafa síðan 2018 séð um rekstur frístundavagnsins og greitt fyrir hann að stærstum hluta. Það má segja að félögin hafi með þessu hlaupið undir bagga með bænum því bærinn sinnti ekki þessu hlutverki og þörfum barnanna í bænum. Nú er þó svo komið að íþróttafélögin geta ekki staðið undir rekstri þessara almenningssamgangna í bænum og tilkynntu Kópavogsbæ snemmsumars að þau hyggðust hætta rekstri frístundavagnarins og fóru fram á að bærinn tæki við, enda ætti það að vera eðlilegt hlutverk bæjarins. Kópavogsbær ákvað staðsetningu íþróttamannvirkja bæjarins. Frístundaakstur er forsenda þess að nýta megi þessi mannvirki eins vel og kostur er þar sem æfingar hafa geta hafist strax að loknum skóladegi og staðið fram á kvöld. Þá er það ósk foreldra að börnin hafi lokið sínu frístundastarfi þegar vinnudegi foreldra lýkur en með akstrinum má að einhverjum hluta koma til móts við þær kröfur. Samfella í skóla- og frístundastarfi held ég að hafi verið á kosningaloforðalista allra stjórnmálaafla í bænum svo árum eða áratugum skiptir. Þá er það forsenda fyrir því að hægt sé að taka á móti sem flestum börnum sem óska þess að æfa með félögunum að hægt sé að byrja æfingar sem fyrst á daginn. Vinsældir félaganna eru slíkar að nýta þarf alla þá tíma sem gefast í mannvirkjunum til að sem flestir fái æfingar og þjálfun við sitt hæfi eins og kostur er. Meirihlutinn vill láta foreldrana borga. Meirihlutinn í Kópavogi ætlar hins vegar ekki að verða við þessari beiðni íþróttafélaganna og greiða eða sjá um reksturinn heldur fara í vasa foreldra barnanna og áformar þannig að lækka sinn hlut og láta foreldra borga 11.200 krónur á vormisserinu fyrir að börnin þeirra geti nýtt frístundavagninum þegar foreldrarnir eru í vinnunni. Áætlaður heildarkostnaður við frístundaaksturinn á vormisserinu er 20,4 milljónir og áætlar bærinn foreldrar greiði 8,4 milljónir eða rúmlega 40% kostnaðarins. Bæjarsjóður muni hins vegar lækka þá upphæð sem hann greiðir miðað við haustið 2023 um rúma milljón gangi þessar hugmyndir meirihlutans eftir. Félögin þrjú muni svo greiða 3.1 milljónir hvert. Gert upp á milli hverfa. Það að börn geti stundað íþróttir óháð efnahag eða öðrum aðstæðum foreldra er grundvallaratriði. Þá gerir þessi nýji “skattur” sem meirihlutinn vill leggja á greinarmun á íbúum bæjarins eftir bæjarhlutum. Það var jú Kópavogsbær sem ákvað staðsetningu íþróttamannvirkjanna og hann verður þá að sjá til þess að börn komist á æfingar í þeim mannvirkjum óháð búsetu. Foreldrar í þeim hverfum sem eru næst íþróttamannvirkjunum þurfa ekki að greiða þetta gjald en þeir sem búa fjær þurfa að borga. Jöfn staða barna er lykilatriði. Sveitarstjórnir um allt land hafa á undanförnum árum verið að auka stuðning við foreldra og íþróttaiðkun barna þeirra með frístunda- og íþróttastyrkjum og reyna þannig að koma til móts við barnafjölskyldur og draga úr áhrifum efnahagsstöðu foreldra við íþróttaiðkun barna þeirra. Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn í Kópavogi virðast nú hafa snúið af þessari braut og finnst sjálfsagt að foreldrar hlaupi undir bagga með illa reknum bæjarsjóðnum. Við í Samfylkingunni eru algjörlega ósammála þessari nálgun meirihlutans og teljum að frístundaaksturinn ætti að vera allur greiddur af Kópavogsbæ eins og aðrar almenningssamgöngur fyrir börn í bænum og sem hluti af því að búa í barnvænu og íþróttasinnuðu samfélagi þar sem allt er gert til að jafna stöðu barnanna í bænum til íþróttaiðkunar óháð efnahag foreldranna, stöðu eða búsetu. Sjálfstæðis – og Framsóknarmenn eru því miður á annarri skoðun. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í Íþróttaráði Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarmál Íþróttir barna Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Meirihluti Sjálfstæðis og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs áformar að auka álögur á fjölda barnafjölskyldna í bænum með þannig hætti að kostnaður foreldra við þátttöku barna þeirra í íþróttum geti hækkað um tugi prósenta í sumum tilvikum um rúm 40%. Ástæðan er sú að meirihlutinn telur það ekki vera hlutverk bæjarins að borga fyrir frístundavagn fyrir börn í 1.- 4. bekk sem búsetu foreldra sinna vegna þurfa að nota frístundavagninn til að komast á æfingar hjá íþróttafélögum bæjarins að skóla loknum. Frístundavagninn er nauðsyn. Stóru íþróttafélögin þrjú í bænum, Breiðablik, Gerpla og HK hafa síðan 2018 séð um rekstur frístundavagnsins og greitt fyrir hann að stærstum hluta. Það má segja að félögin hafi með þessu hlaupið undir bagga með bænum því bærinn sinnti ekki þessu hlutverki og þörfum barnanna í bænum. Nú er þó svo komið að íþróttafélögin geta ekki staðið undir rekstri þessara almenningssamgangna í bænum og tilkynntu Kópavogsbæ snemmsumars að þau hyggðust hætta rekstri frístundavagnarins og fóru fram á að bærinn tæki við, enda ætti það að vera eðlilegt hlutverk bæjarins. Kópavogsbær ákvað staðsetningu íþróttamannvirkja bæjarins. Frístundaakstur er forsenda þess að nýta megi þessi mannvirki eins vel og kostur er þar sem æfingar hafa geta hafist strax að loknum skóladegi og staðið fram á kvöld. Þá er það ósk foreldra að börnin hafi lokið sínu frístundastarfi þegar vinnudegi foreldra lýkur en með akstrinum má að einhverjum hluta koma til móts við þær kröfur. Samfella í skóla- og frístundastarfi held ég að hafi verið á kosningaloforðalista allra stjórnmálaafla í bænum svo árum eða áratugum skiptir. Þá er það forsenda fyrir því að hægt sé að taka á móti sem flestum börnum sem óska þess að æfa með félögunum að hægt sé að byrja æfingar sem fyrst á daginn. Vinsældir félaganna eru slíkar að nýta þarf alla þá tíma sem gefast í mannvirkjunum til að sem flestir fái æfingar og þjálfun við sitt hæfi eins og kostur er. Meirihlutinn vill láta foreldrana borga. Meirihlutinn í Kópavogi ætlar hins vegar ekki að verða við þessari beiðni íþróttafélaganna og greiða eða sjá um reksturinn heldur fara í vasa foreldra barnanna og áformar þannig að lækka sinn hlut og láta foreldra borga 11.200 krónur á vormisserinu fyrir að börnin þeirra geti nýtt frístundavagninum þegar foreldrarnir eru í vinnunni. Áætlaður heildarkostnaður við frístundaaksturinn á vormisserinu er 20,4 milljónir og áætlar bærinn foreldrar greiði 8,4 milljónir eða rúmlega 40% kostnaðarins. Bæjarsjóður muni hins vegar lækka þá upphæð sem hann greiðir miðað við haustið 2023 um rúma milljón gangi þessar hugmyndir meirihlutans eftir. Félögin þrjú muni svo greiða 3.1 milljónir hvert. Gert upp á milli hverfa. Það að börn geti stundað íþróttir óháð efnahag eða öðrum aðstæðum foreldra er grundvallaratriði. Þá gerir þessi nýji “skattur” sem meirihlutinn vill leggja á greinarmun á íbúum bæjarins eftir bæjarhlutum. Það var jú Kópavogsbær sem ákvað staðsetningu íþróttamannvirkjanna og hann verður þá að sjá til þess að börn komist á æfingar í þeim mannvirkjum óháð búsetu. Foreldrar í þeim hverfum sem eru næst íþróttamannvirkjunum þurfa ekki að greiða þetta gjald en þeir sem búa fjær þurfa að borga. Jöfn staða barna er lykilatriði. Sveitarstjórnir um allt land hafa á undanförnum árum verið að auka stuðning við foreldra og íþróttaiðkun barna þeirra með frístunda- og íþróttastyrkjum og reyna þannig að koma til móts við barnafjölskyldur og draga úr áhrifum efnahagsstöðu foreldra við íþróttaiðkun barna þeirra. Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn í Kópavogi virðast nú hafa snúið af þessari braut og finnst sjálfsagt að foreldrar hlaupi undir bagga með illa reknum bæjarsjóðnum. Við í Samfylkingunni eru algjörlega ósammála þessari nálgun meirihlutans og teljum að frístundaaksturinn ætti að vera allur greiddur af Kópavogsbæ eins og aðrar almenningssamgöngur fyrir börn í bænum og sem hluti af því að búa í barnvænu og íþróttasinnuðu samfélagi þar sem allt er gert til að jafna stöðu barnanna í bænum til íþróttaiðkunar óháð efnahag foreldranna, stöðu eða búsetu. Sjálfstæðis – og Framsóknarmenn eru því miður á annarri skoðun. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í Íþróttaráði Kópavogs.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun