Trúir ekki á einhliða þvingunaraðgerðir gegn Ísrael Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2023 15:39 Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra. Vísir/Einar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt. Almennt hafi þvingunaraðgerðir mest áhrif þegar samtakamáttur ríkja sé nýttur og úr því að slíkt sé ekki til umræðu alþjóðavettvangi sé ekki ráðlegt fyrir Ísland að ráðast í slíkar aðgerðir. „Þvert á móti myndu þær eyðileggja diplómatíska möguleika okkar til þess að koma okkar skilaboðum á framfæri.“ Þetta sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna hver næstu skref Íslands og samstarfsríkja væru eftir að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðinn föstudag við tillögu um vopnahlé. Þá spurði hún einnig hvort Bjarni teldi að viðskiptaþvinganir, eða einhvers konar refsiaðgerðir, kæmu til greina til að setja þrýsting á Ísraelsríki og hvort hann hefði átt samtöl um slíkar leiðir við samstarfsríki Íslands. Í klippunni hér að neðan er hægt að sjá bæði spurningar Kristrúnar og svör Bjarna. Óvíst hvernig Ísland ráðstafar atkvæði sínu Kristrún spurði utanríkisráðherra þá hvort Ísland muni styðja kröfuna um varanlegt vopnahlé á neyðarfundi allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna. „Varðandi það sem er fram undan hjá Sameinuðu þjóðunum að þá eru þetta lifandi samtöl eins og reynslan sýnir þá geta hlutir breyst hratt þannig að það fer eftir því hvað gerist í dag og jafnvel á morgun nákvæmlega hvernig við sjáum fram á að ráðstafa okkar atkvæði eða skilaboðum,“ sagði utanríkisráðherra. „Þegar spurt er um næstu skref þá segi ég einfaldlega að við munum áfram tala fyrir því að dregið verði úr spennu á svæðinu, við munum áfram tala fyrir því að mannúðaraðstoð verði komið til þeirra sem eru í neyð, við höfum stóraukið framlög okkar til palestínsku flóttamannaaðstoðarinnar og við munum sækja fundi og láta okkar rödd heyrast,“ sagði utanríkisráðherra og bætti við að hann muni koma þeim skilaboðum til skila frá Íslendingum um að það sé okkar vilji að átökunum linni. Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Allsherjarþing SÞ hittist á neyðarfundi vegna ástandsins á Gasa Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað. 11. desember 2023 07:17 Kallað eftir viðskiptaþvingunum á hendur Ísraelum Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag. 11. desember 2023 00:06 Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Almennt hafi þvingunaraðgerðir mest áhrif þegar samtakamáttur ríkja sé nýttur og úr því að slíkt sé ekki til umræðu alþjóðavettvangi sé ekki ráðlegt fyrir Ísland að ráðast í slíkar aðgerðir. „Þvert á móti myndu þær eyðileggja diplómatíska möguleika okkar til þess að koma okkar skilaboðum á framfæri.“ Þetta sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna hver næstu skref Íslands og samstarfsríkja væru eftir að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðinn föstudag við tillögu um vopnahlé. Þá spurði hún einnig hvort Bjarni teldi að viðskiptaþvinganir, eða einhvers konar refsiaðgerðir, kæmu til greina til að setja þrýsting á Ísraelsríki og hvort hann hefði átt samtöl um slíkar leiðir við samstarfsríki Íslands. Í klippunni hér að neðan er hægt að sjá bæði spurningar Kristrúnar og svör Bjarna. Óvíst hvernig Ísland ráðstafar atkvæði sínu Kristrún spurði utanríkisráðherra þá hvort Ísland muni styðja kröfuna um varanlegt vopnahlé á neyðarfundi allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna. „Varðandi það sem er fram undan hjá Sameinuðu þjóðunum að þá eru þetta lifandi samtöl eins og reynslan sýnir þá geta hlutir breyst hratt þannig að það fer eftir því hvað gerist í dag og jafnvel á morgun nákvæmlega hvernig við sjáum fram á að ráðstafa okkar atkvæði eða skilaboðum,“ sagði utanríkisráðherra. „Þegar spurt er um næstu skref þá segi ég einfaldlega að við munum áfram tala fyrir því að dregið verði úr spennu á svæðinu, við munum áfram tala fyrir því að mannúðaraðstoð verði komið til þeirra sem eru í neyð, við höfum stóraukið framlög okkar til palestínsku flóttamannaaðstoðarinnar og við munum sækja fundi og láta okkar rödd heyrast,“ sagði utanríkisráðherra og bætti við að hann muni koma þeim skilaboðum til skila frá Íslendingum um að það sé okkar vilji að átökunum linni.
Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Allsherjarþing SÞ hittist á neyðarfundi vegna ástandsins á Gasa Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað. 11. desember 2023 07:17 Kallað eftir viðskiptaþvingunum á hendur Ísraelum Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag. 11. desember 2023 00:06 Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Allsherjarþing SÞ hittist á neyðarfundi vegna ástandsins á Gasa Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað. 11. desember 2023 07:17
Kallað eftir viðskiptaþvingunum á hendur Ísraelum Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag. 11. desember 2023 00:06
Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31