Átta prósent líkur United í kvöld en Orri mun líklegri Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2023 14:00 Orri Steinn Óskarsson í baráttunni við United-menn á Parken, þar sem FCK vann frækinn 4-3 sigur. Getty/Jan Christensen Manchester United-menn halda í veika von um að komast upp úr sínum riðli í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Þeir þurfa meðal annars hjálp frá Orra Steini Óskarssyni og félögum í FC Kaupmannahöfn. Keppni lýkur í fjórum riðlum af átta í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Manchester United er í slæmum málum á botni A-riðils, stigi á eftir FCK og Galatasaray sem mætast í Kaupmannahöfn. Samkvæmt tölfræðiveitunni Gracenote eru aðeins 8% líkur á að United komist upp úr riðlinum. Bayern München hefur þegar tryggt sér sigur í riðlinum en United þarf að vinna Bayern á Old Trafford í kvöld til að spila fleiri Evrópuleiki á þessari leiktíð. Ef að United vinnur í kvöld, en FCK og Galatasaray gera jafntefli, þá nær United 2. sæti og fylgir Bayern upp úr riðlinum. Líkurnar á að komast áfram, skv. Gracenote: 58% FC Kaupmannahöfn 34% Galatasaray 8% Manchester United Sigur í kvöld myndi jafnframt tryggja United að minnsta kosti 3. sæti, en liðið í 3. sæti fer í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Reyndar gæti jafntefli við Bayern einnig dugað United til að enda í 3. sæti riðilsins, en aðeins ef að FCK tapar fyrir Galatasaray. Stig gæti aldrei dugað United til að komast upp fyrir Galatasaray, vegna innbyrðis úrslita. Who will from Group A & C pic.twitter.com/PIHItWNIOk— 433 (@433) December 12, 2023 Krakkarnir í Köben koma FCK í gírinn Jafntefli myndi duga FCK í kvöld til að enda fyrir ofan Galatasaray, hvort sem það dygði svo til 3. eða 2. sætis en það ylti á því hvort að United ynni Bayern. Með sigri er FCK öruggt um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og skiljanlegt að Kaupmannahafnarbúar bíði spenntir eftir kvöldinu. Krakkarnir í strengjasveitinni Zapolski Strygerne gerðu að minnsta kosti sitt til að koma Orra og félögum í rétta gírinn með því að spila meistaradeildarlagið, eins og sjá má. Kom i den helt rette stemning med denne opførelse af Champions League-hymnen spillet af de dygtige børn og unge fra strygeorkesteret Zapolski Strygerne, der hører under Københavns Kommunes musikskole. De har selv øvet sig på hymnen og sendt videoen til os! #fcklive #ucl pic.twitter.com/tsawTIHOc1— F.C. København (@FCKobenhavn) December 12, 2023 Braga reynir að stela sætinu af Napoli Í B-riðli eru úrslitin alveg ráðin og ljóst að Arsenal og PSV fara áfram. Liðin tvö mætast í Hollandi en sigur dygði PSV ekki til að ná efsta sætinu af Arsenal. Real Madrid hefur sömuleiðis tryggt sér öruggan sigur í C-riðli og Napoli er í mjög góðum málum fyrir kvöldið. Braga þarf tveggja marka sigur gegn Napoli, á Ítalíu, til að taka næstefsta sætið af Ítalíumeisturunum. Í D-riðli eru svo Real Sociedad og Inter komin áfram. Þau mætast á Ítalíu í kvöld þar sem Inter þarf sigur til þess að ná efsta sæti riðilsins. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Keppni lýkur í fjórum riðlum af átta í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Manchester United er í slæmum málum á botni A-riðils, stigi á eftir FCK og Galatasaray sem mætast í Kaupmannahöfn. Samkvæmt tölfræðiveitunni Gracenote eru aðeins 8% líkur á að United komist upp úr riðlinum. Bayern München hefur þegar tryggt sér sigur í riðlinum en United þarf að vinna Bayern á Old Trafford í kvöld til að spila fleiri Evrópuleiki á þessari leiktíð. Ef að United vinnur í kvöld, en FCK og Galatasaray gera jafntefli, þá nær United 2. sæti og fylgir Bayern upp úr riðlinum. Líkurnar á að komast áfram, skv. Gracenote: 58% FC Kaupmannahöfn 34% Galatasaray 8% Manchester United Sigur í kvöld myndi jafnframt tryggja United að minnsta kosti 3. sæti, en liðið í 3. sæti fer í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Reyndar gæti jafntefli við Bayern einnig dugað United til að enda í 3. sæti riðilsins, en aðeins ef að FCK tapar fyrir Galatasaray. Stig gæti aldrei dugað United til að komast upp fyrir Galatasaray, vegna innbyrðis úrslita. Who will from Group A & C pic.twitter.com/PIHItWNIOk— 433 (@433) December 12, 2023 Krakkarnir í Köben koma FCK í gírinn Jafntefli myndi duga FCK í kvöld til að enda fyrir ofan Galatasaray, hvort sem það dygði svo til 3. eða 2. sætis en það ylti á því hvort að United ynni Bayern. Með sigri er FCK öruggt um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og skiljanlegt að Kaupmannahafnarbúar bíði spenntir eftir kvöldinu. Krakkarnir í strengjasveitinni Zapolski Strygerne gerðu að minnsta kosti sitt til að koma Orra og félögum í rétta gírinn með því að spila meistaradeildarlagið, eins og sjá má. Kom i den helt rette stemning med denne opførelse af Champions League-hymnen spillet af de dygtige børn og unge fra strygeorkesteret Zapolski Strygerne, der hører under Københavns Kommunes musikskole. De har selv øvet sig på hymnen og sendt videoen til os! #fcklive #ucl pic.twitter.com/tsawTIHOc1— F.C. København (@FCKobenhavn) December 12, 2023 Braga reynir að stela sætinu af Napoli Í B-riðli eru úrslitin alveg ráðin og ljóst að Arsenal og PSV fara áfram. Liðin tvö mætast í Hollandi en sigur dygði PSV ekki til að ná efsta sætinu af Arsenal. Real Madrid hefur sömuleiðis tryggt sér öruggan sigur í C-riðli og Napoli er í mjög góðum málum fyrir kvöldið. Braga þarf tveggja marka sigur gegn Napoli, á Ítalíu, til að taka næstefsta sætið af Ítalíumeisturunum. Í D-riðli eru svo Real Sociedad og Inter komin áfram. Þau mætast á Ítalíu í kvöld þar sem Inter þarf sigur til þess að ná efsta sæti riðilsins.
Líkurnar á að komast áfram, skv. Gracenote: 58% FC Kaupmannahöfn 34% Galatasaray 8% Manchester United
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira