Skoðun

Það er ekki of seint að sýna gæsku

Inga Sæland skrifar

Í dag verða greidd atkvæði um breytingartillögu Flokks fólksins um skatta og skerðingalausan jólabónus handa eldra fólki í sárri neyð. Um er að ræða sambærilegan jólabónus og greiddur verður til öryrkja nú þriðju jólin í röð. Upphæðin nú, 66.381 kr.

Við erum að tala um eldra fólk sem hefur enga aðra framfærslu en greiðslur frá Tryggingastofnun.

Þetta er efnaminnsta fólkið okkar, sem berst í bökkum og gerði það fyrir verðbólgu­brjálæðið sem við erum að ganga í gegnum núna. Helmingurinn öryrkjar sem hafa verið sviptir aldurstengdri örorkuuppbót við það að verða 67ára. Hinn helmingurinn eru eldri konur sem eiga engin lífeyrisréttindi. Konurnar sem voru heimavinnandi og hugsuðu um heimilið og börnin á meðan fjölskyldufaðirinn var úti að ala önn fyrir fjölskyldunni sinni.

Það verður sannarlega eftir því tekið af þjóðinni allri hvernig ráðamenn líta þá sem standa höllustum fæti í samfélaginu. Flokkur fólksins mun sjá til þess að enginn Íslendingur missi af þeirra innsta eðli.

Það er aldrei of seint að skipta um skoðun og taka utan um þá sem við erum kjörin til að hjálpa.

Höfundur er formaður Flokks fólksins.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×