Geta unnið fyrsta bikarinn síðan 1964 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2023 15:31 Gylfi Þ. Glslason menntamálaráðherra afhenti Sigríði Sigurðardóttur bikarinn í kvöldverðarboði í lok síðasta keppnisdagsins. timarit.is/Visir Það er bikar í boði fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta í kvöld því leikurinn um 25. sætið á HM í handbolta er líka úrslitaleikurinn um Forsetabikarinn. Ísland spilar við Kongó í Frederikshavn klukkan 19.30 í kvöld. Íslensku stelpurnar voru einu marki frá því að komast í milliriðilinn og hafa unnið alla þrjá leiki sína í Forsetabikarnum til þessa með meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Nú geta okkar konur unnið bikar og það er langt síðan að það bættist í bikarsafn kvennalandsliðsins í handbolta. Það eru nefnilega liðin meira en 59 ár síðan að íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann síðast bikar á alþjóðlegu keppnismóti. Ísland varð Norðurlandameistari í útihandknattleik kvenna sumarið 1964 en mótið var spilað á grasinu á Laugardalsvellinum. Pétur Bjarnason þjálfaði íslenska liðið. Pétur Bjarnason þjálfari tolleraður á þessari mynd á baksíðu Morgunblaðsins.timarit.is/Mbl Þetta var fyrsta alþjóðlega mótið sem var haldið á Íslandi og fjölmargir áhorfendur mættu á leikina sem fór fram í lok júní. Íslensku stelpurnar höfðu endað í öðru sæti á Norðurlandamótinu 1960 en ekki spilað landsleik síðan. Fimmtán leikmenn liðsins voru að spila sinn fyrsta landsleik sem gerði afrek þeirra enn athyglisverðara. Íslensku stelpurnar stóðu sig líka frábærlega og byrjuðu á því að vinna 5-4 sigur á Svíum. Það var skrifað um það í blöðunum að það hafi verið haglél í upphafi leiks. Sigríður Sigurðardóttir skoraði sigurmarkið og var markahæst með þrjú mörk. Umfjöllum um sigur íslenska landsliðsins í blaðinu Vísi.timarit.is/Vísir Íslenska liðið vann 14-5 sigur á Finnum í fyrri leik laugardagsins þar sem Sigríður var markahæst með sjö mörk en í seinni leiknum gerði liðið 8-8 jafntefli við Dani þar sem umrædd Sigríður skoraði fimm mörk. Lokaleikur íslensku stelpnanna var á móti Norðmönnum þar sem íslenska liðið vann 9-7 eftir að jafa skorað tvö síðustu mörkin. Sigríður var enn á ný markhæst nú með fjögur mörk og eitt af þeim var lokamark leiksins þar sem hún komst inn í sendingu Norðmanna og innsiglaði sigurinn. Sigríður Sigurðardóttir skoraði alls 19 af 36 mörkum íslenska liðsins í Norðurlandamótinu eða meiri en helming markanna. Hún var kosin Íþróttamaður ársins þetta ár og varð fyrsta konan til að hljóta þau verðlaun. Verðlaunaafhendingin fór fram í kvöldverði í boði menntamálaráðherra Íslands þar sem Sigríður fyrirliði liðsins tók við bikarnum sem SAS-flugfélagið gaf til keppninnar. Myndasyrpa á síðum Þjóðviljans eftir að Norðurlandameistaratitilinn var í höfn.timarit.is/Þjóðviljinn Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
Ísland spilar við Kongó í Frederikshavn klukkan 19.30 í kvöld. Íslensku stelpurnar voru einu marki frá því að komast í milliriðilinn og hafa unnið alla þrjá leiki sína í Forsetabikarnum til þessa með meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Nú geta okkar konur unnið bikar og það er langt síðan að það bættist í bikarsafn kvennalandsliðsins í handbolta. Það eru nefnilega liðin meira en 59 ár síðan að íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann síðast bikar á alþjóðlegu keppnismóti. Ísland varð Norðurlandameistari í útihandknattleik kvenna sumarið 1964 en mótið var spilað á grasinu á Laugardalsvellinum. Pétur Bjarnason þjálfaði íslenska liðið. Pétur Bjarnason þjálfari tolleraður á þessari mynd á baksíðu Morgunblaðsins.timarit.is/Mbl Þetta var fyrsta alþjóðlega mótið sem var haldið á Íslandi og fjölmargir áhorfendur mættu á leikina sem fór fram í lok júní. Íslensku stelpurnar höfðu endað í öðru sæti á Norðurlandamótinu 1960 en ekki spilað landsleik síðan. Fimmtán leikmenn liðsins voru að spila sinn fyrsta landsleik sem gerði afrek þeirra enn athyglisverðara. Íslensku stelpurnar stóðu sig líka frábærlega og byrjuðu á því að vinna 5-4 sigur á Svíum. Það var skrifað um það í blöðunum að það hafi verið haglél í upphafi leiks. Sigríður Sigurðardóttir skoraði sigurmarkið og var markahæst með þrjú mörk. Umfjöllum um sigur íslenska landsliðsins í blaðinu Vísi.timarit.is/Vísir Íslenska liðið vann 14-5 sigur á Finnum í fyrri leik laugardagsins þar sem Sigríður var markahæst með sjö mörk en í seinni leiknum gerði liðið 8-8 jafntefli við Dani þar sem umrædd Sigríður skoraði fimm mörk. Lokaleikur íslensku stelpnanna var á móti Norðmönnum þar sem íslenska liðið vann 9-7 eftir að jafa skorað tvö síðustu mörkin. Sigríður var enn á ný markhæst nú með fjögur mörk og eitt af þeim var lokamark leiksins þar sem hún komst inn í sendingu Norðmanna og innsiglaði sigurinn. Sigríður Sigurðardóttir skoraði alls 19 af 36 mörkum íslenska liðsins í Norðurlandamótinu eða meiri en helming markanna. Hún var kosin Íþróttamaður ársins þetta ár og varð fyrsta konan til að hljóta þau verðlaun. Verðlaunaafhendingin fór fram í kvöldverði í boði menntamálaráðherra Íslands þar sem Sigríður fyrirliði liðsins tók við bikarnum sem SAS-flugfélagið gaf til keppninnar. Myndasyrpa á síðum Þjóðviljans eftir að Norðurlandameistaratitilinn var í höfn.timarit.is/Þjóðviljinn
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira