Gamli FH-ingurinn búinn að koma FCK í sextán liða úrslit: „Mjög klókur þjálfari“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2023 15:00 Jacob Neestrup fagnar eftir sigur FC Kaupmannahafnar á Galatasaray. getty/Lars Ronbog Ólafur Kristjánsson hefur mikið álit á þjálfara FC Kaupmannahafnar sem er komið í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann segir að handbragð hans sjáist greinilega á liðinu. FCK tryggði sér farseðilinn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar með 1-0 sigri á Galatasaray á Parken í gær. Lukas Lerager skoraði eina mark leiksins á 58. mínútu. FCK skildi ekki bara Galatasaray eftir í A-riðli heldur einnig Manchester United sem endaði í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Þjálfari FCK er Jacob Neestrup. Hann lék með FH sumarið 2010 en þurfti að hætta ungur vegna meiðsla og sneri sér þá að þjálfun. „Jacob Neestrup er mjög klókur þjálfari. Hann var hjá FCK, fór svo aðeins og þjálfaði hjá Viborg. Hann var svo aðstoðarþjálfari hjá FCK og er núna kominn með taumhaldið,“ sagði Ólafur í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Hann hefur náð að skapa allavega úrslit og lið sem hefur mörg einkennum þess sem voru einkenni FCK þegar Ståle Solbakken var með liðið, án þess þó að herma eftir. Hans bragur er á liðinu. Þú sérð á FCK-liðinu hvað þeir vilja gera, hvernig þeir vilja spila og virðingu þeirra fyrir öllum þáttum leiksins. Þeir vita hvað þeir geta og hvað þeir geta ekki og hafa spilað þessa riðlakeppni feykilega vel. Það er gríðarlega sterkt fyrir ungan þjálfara eins og Neestrup, í erfiðu starfi, að koma liðinu áfram í sextán liða úrslit.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um FCK Jóhannes Karl Guðjónsson tók undir með Ólafi og hrósaði Neestrup og strákunum hans í hástert. „Þetta er virkilega vel skipulagt lið á allan hátt, í sókn, vörn og skyndisóknum. Þetta er rosalega skemmtilegt lið að fylgjast með. Auðvitað var Galatasaray fullt með boltann og fullt inni á síðasta þriðjungnum. En menn voru vel staðsettir inn í vítateignum þegar boltarnir komu fyrir. Þetta er engin tilviljun. Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum en skipulagið hjá Neestrup er virkilega flott,“ sagði Jóhannes Karl. „Ég vil líka hrósa Viktori Claesson fyrir þessa frammistöðu. Hann birtist einu sinni á nærsvæðinu og hreinsar boltann í burtu og svo allt í einu er hann orðinn fremsti maður. Hann spilar sem svona fölsk nía í þessu liði og átti líka virkilega góðan dag.“ Umræðuna um Jacob Neestrup og FCK má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
FCK tryggði sér farseðilinn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar með 1-0 sigri á Galatasaray á Parken í gær. Lukas Lerager skoraði eina mark leiksins á 58. mínútu. FCK skildi ekki bara Galatasaray eftir í A-riðli heldur einnig Manchester United sem endaði í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Þjálfari FCK er Jacob Neestrup. Hann lék með FH sumarið 2010 en þurfti að hætta ungur vegna meiðsla og sneri sér þá að þjálfun. „Jacob Neestrup er mjög klókur þjálfari. Hann var hjá FCK, fór svo aðeins og þjálfaði hjá Viborg. Hann var svo aðstoðarþjálfari hjá FCK og er núna kominn með taumhaldið,“ sagði Ólafur í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Hann hefur náð að skapa allavega úrslit og lið sem hefur mörg einkennum þess sem voru einkenni FCK þegar Ståle Solbakken var með liðið, án þess þó að herma eftir. Hans bragur er á liðinu. Þú sérð á FCK-liðinu hvað þeir vilja gera, hvernig þeir vilja spila og virðingu þeirra fyrir öllum þáttum leiksins. Þeir vita hvað þeir geta og hvað þeir geta ekki og hafa spilað þessa riðlakeppni feykilega vel. Það er gríðarlega sterkt fyrir ungan þjálfara eins og Neestrup, í erfiðu starfi, að koma liðinu áfram í sextán liða úrslit.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um FCK Jóhannes Karl Guðjónsson tók undir með Ólafi og hrósaði Neestrup og strákunum hans í hástert. „Þetta er virkilega vel skipulagt lið á allan hátt, í sókn, vörn og skyndisóknum. Þetta er rosalega skemmtilegt lið að fylgjast með. Auðvitað var Galatasaray fullt með boltann og fullt inni á síðasta þriðjungnum. En menn voru vel staðsettir inn í vítateignum þegar boltarnir komu fyrir. Þetta er engin tilviljun. Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum en skipulagið hjá Neestrup er virkilega flott,“ sagði Jóhannes Karl. „Ég vil líka hrósa Viktori Claesson fyrir þessa frammistöðu. Hann birtist einu sinni á nærsvæðinu og hreinsar boltann í burtu og svo allt í einu er hann orðinn fremsti maður. Hann spilar sem svona fölsk nía í þessu liði og átti líka virkilega góðan dag.“ Umræðuna um Jacob Neestrup og FCK má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira