Bíður eftir barni og missir af EM: „Auðveld ákvörðun en ógeðslega erfið“ Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2023 17:29 Elvar segir fátt jafnast á við það að vera með íslenska landsliðinu á stórmóti. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Elvar Ásgeirsson, landsliðsmaður í handbolta, bíður spenntur eftir því að eignast sína fyrstu dóttur í janúar. Af þeim sökum getur hann ekki spilað með Íslandi á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Þýskalandi 10. janúar. Elvar og Ásta Lára Guðmundsdóttir eiga fyrir soninn Brynjar Leó. Þau undirbúa nú jól í Danmörku, þar sem Elvar er leikmaður Ribe Esbjerg, og eru að koma sér fyrir í nýrri íbúð áður en fjölskyldan stækkar í næsta mánuði. Áætlaður fæðingardagur er 23. janúar og ef allt gengur að óskum verður íslenska landsliðið þá á fullu í Köln, í milliriðlakeppni EM. Elvar greindi landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni frá stöðunni eftir landsleikina við Færeyjar í nóvember, en gaf þó kost á sér á stóra 35 manna listann með nöfnum manna sem leyfilegt er að kalla inn í hópinn á EM. „Ég tilkynnti bara að ég ætti von á barni um miðjan janúar, og að það væri í forgangi. Ég sæi því miður ekki fyrir mér að geta mætt á EM, ekki nema þá að barnið kæmi þeim mun fyrr í heiminn,“ sagði Elvar við Vísi. Elvar Ásgeirsson og Elliði Snær Viðarsson á HM í janúar síðastliðnum.EPA-EFE/Adam Ihse Elvar bendir á að sonur sinn hafi reyndar komið í heiminn þremur vikum fyrir settan dag, og kveðst að sjálfsögðu tilbúinn að fara á EM verði það sama uppi á teningnum núna. Það sé ekkert auðvelt að segja nei við stórmóti með íslenska landsliðinu, þó hann vilji svo sannarlega frekar vera til staðar þegar dóttir hans fæðist. „Fyrst þegar þetta kom í ljós þá fór ég að hugsa um að þetta skaraðist á. Svo hélt að ég væri búinn að undirbúa mig svaka vel en þegar kom að því að þurfa að segja Snorra þetta þá varð þetta svo raunverulegt, og maður svekkti sig smá. Þetta er auðvitað auðveld ákvörðun en samt ógeðslega erfið,“ sagði Elvar á milli þess sem hann málaði veggi á nýja heimilinu. Elvar segir viðbrögð Snorra Steins við tilkynningunni hafa verið mjög góð: „Algjörlega frábær. Hann og hans menn sýndu þessu fullan skilning, samglöddust manni og sögðu að svona væri bara lífið.“ Elvar Ásgeirsson á ferðinni í leik gegn Grænhöfðaeyjum á HM í byrjun þessa árs. EPA-EFE/Tamas Kovacs Elvar hefur skorað 46 mörk í 17 leikjum fyrir Ribe-Esbjerg og er liðið í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, þrátt fyrir afar svekkjandi tap gegn Skanderborg, 27-26, í gærkvöld. Mosfellingurinn kom til Ribe-Esbjerg sumarið 2020, eftir að hafa spilað í Þýskalandi og Frakklandi, og skrifaði í september undir nýjan samning við danska félagið sem gildir til 2026. „Mér hefur gengið fínt. Þetta fór hægt af stað miðað við síðasta tímabil, þegar mér gekk bara mjög vel. En eftir síðasta landsleikjahlé hefur mér persónulega gengið mjög vel og liðinu hefur líka gengið framar vonum í vetur. Ég er „fit“, líður vel og gengur vel, og er með stórt hlutverk í vörn og sókn,“ segir þessi 29 ára gamli, bráðum tveggja barna faðir. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Danski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Elvar og Ásta Lára Guðmundsdóttir eiga fyrir soninn Brynjar Leó. Þau undirbúa nú jól í Danmörku, þar sem Elvar er leikmaður Ribe Esbjerg, og eru að koma sér fyrir í nýrri íbúð áður en fjölskyldan stækkar í næsta mánuði. Áætlaður fæðingardagur er 23. janúar og ef allt gengur að óskum verður íslenska landsliðið þá á fullu í Köln, í milliriðlakeppni EM. Elvar greindi landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni frá stöðunni eftir landsleikina við Færeyjar í nóvember, en gaf þó kost á sér á stóra 35 manna listann með nöfnum manna sem leyfilegt er að kalla inn í hópinn á EM. „Ég tilkynnti bara að ég ætti von á barni um miðjan janúar, og að það væri í forgangi. Ég sæi því miður ekki fyrir mér að geta mætt á EM, ekki nema þá að barnið kæmi þeim mun fyrr í heiminn,“ sagði Elvar við Vísi. Elvar Ásgeirsson og Elliði Snær Viðarsson á HM í janúar síðastliðnum.EPA-EFE/Adam Ihse Elvar bendir á að sonur sinn hafi reyndar komið í heiminn þremur vikum fyrir settan dag, og kveðst að sjálfsögðu tilbúinn að fara á EM verði það sama uppi á teningnum núna. Það sé ekkert auðvelt að segja nei við stórmóti með íslenska landsliðinu, þó hann vilji svo sannarlega frekar vera til staðar þegar dóttir hans fæðist. „Fyrst þegar þetta kom í ljós þá fór ég að hugsa um að þetta skaraðist á. Svo hélt að ég væri búinn að undirbúa mig svaka vel en þegar kom að því að þurfa að segja Snorra þetta þá varð þetta svo raunverulegt, og maður svekkti sig smá. Þetta er auðvitað auðveld ákvörðun en samt ógeðslega erfið,“ sagði Elvar á milli þess sem hann málaði veggi á nýja heimilinu. Elvar segir viðbrögð Snorra Steins við tilkynningunni hafa verið mjög góð: „Algjörlega frábær. Hann og hans menn sýndu þessu fullan skilning, samglöddust manni og sögðu að svona væri bara lífið.“ Elvar Ásgeirsson á ferðinni í leik gegn Grænhöfðaeyjum á HM í byrjun þessa árs. EPA-EFE/Tamas Kovacs Elvar hefur skorað 46 mörk í 17 leikjum fyrir Ribe-Esbjerg og er liðið í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, þrátt fyrir afar svekkjandi tap gegn Skanderborg, 27-26, í gærkvöld. Mosfellingurinn kom til Ribe-Esbjerg sumarið 2020, eftir að hafa spilað í Þýskalandi og Frakklandi, og skrifaði í september undir nýjan samning við danska félagið sem gildir til 2026. „Mér hefur gengið fínt. Þetta fór hægt af stað miðað við síðasta tímabil, þegar mér gekk bara mjög vel. En eftir síðasta landsleikjahlé hefur mér persónulega gengið mjög vel og liðinu hefur líka gengið framar vonum í vetur. Ég er „fit“, líður vel og gengur vel, og er með stórt hlutverk í vörn og sókn,“ segir þessi 29 ára gamli, bráðum tveggja barna faðir.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Danski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira