Önnur lota verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra hafin Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2023 06:36 Boðað hefur verið til nýs samningafundar í deilu Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, klukkan 14 í dag. Vísir/Vilhelm Önnur lota verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra hófst klukkan fjögur í nótt, en aðgerðirnar hafa áhrif á ferðir þúsunda ferðalanga. Aðgerðirnar nú standa líkt og á þriðjudag til klukkan 10. Boðað hefur verið til nýs samningafundar í deilu Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Ekkert var fundað í deilunni í gær, en Félag flugumferðarstjóra hefur einnig boðað til vinnustöðvunar á mánudag og miðvikudag í næstu viku, náist ekki samningar. Fram kom í gær að verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra nú hafi áhrif á um sextíu flugferðir Icelandair og 8.300 farþega félagsins. Flugi sem hafi verið á áætlun í morgun frá Norður-Ameríku til Íslands og frá Íslandi til Evrópu mun seinka. Sömuleiðis muni verkfallið hafa keðjuverkandi áhrif á flug síðdegis, bæði frá Evrópu til Íslands og frá Íslandi til Norður-Ameríku og Evrópu. Á vef Isavia komur fram að von sé á fyrstu flugvélum bæði Icelandair og Play til Keflavíkur á ellefta tímanum á eftir. Þar kemur fram að Play hefur þurft að fresta morgunflugi sínu á þann veg að áætluð brottför sumra þeirra er ekki fyrr en í kvöld. Fram hefur komið að bæði Icelandair og Play skoði nú réttarstöðu sína vegna málsins og segja aðgerðir flugumferðarstjóra hafa valdið félögunum miklu tjóni. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hefur sagt að hann telji að stjórnvöld eigi að stíga inn í deiluna þar sem furðulegt sé að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum. Þá var Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, harðorður í garð flugumferðarstjóra og segir alveg ljóst að kerfið ráði ekki við að gangast við þær kröfur sem félagsmenn flugumferðarstjóra hafa sett fram. Sagði hann stöðuna vera líkt handriti í lélegri bíómynd. „En við erum stödd á Íslandi í dag, og það er ákveðið ástand á Íslandi. Það er mjög há verðbólga og háir vextir. Við viljum öll komast úr þeirri stöðu. Við komumst ekki úr henni nema fyrirtækin ráði við launahækkanir, að þær séu ekki umfram framleiðni þeirra. Þetta snýst bara um skynsemi,“ sagði Bogi Nils í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mikilvægt að deilan leysist sem fyrst Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra sagði við fréttastofu í gær að mikilvægt væri að deilan leysist sem fyrst. „Við erum búin að vera að fara hérna í gegnum náttúruhamfarir og glíma við náttúruvá. Koma heilu byggðarlagi í skjól, heilu sveitarfélagi. Þessi náttúrvá hefur líka haft áhrif á ferðaþjónustu um landið Ísland. Það er ljóst að þessi deila hefur það líka og svo er nú bara til fullt af fólki sem vill geta komast heim til sín um jólin. Þannig ég tel mjög mikilvægt að menn finni lausn á þessari deilu sem fyrst.“ Hann segir stjórnvöld ekki hafa skoðað að stíga inn í deiluna með lagasetningu. Keflavíkurflugvöllur Icelandair Play Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Þetta snýst bara um skynsemi“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. 13. desember 2023 20:45 Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. 13. desember 2023 18:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Boðað hefur verið til nýs samningafundar í deilu Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Ekkert var fundað í deilunni í gær, en Félag flugumferðarstjóra hefur einnig boðað til vinnustöðvunar á mánudag og miðvikudag í næstu viku, náist ekki samningar. Fram kom í gær að verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra nú hafi áhrif á um sextíu flugferðir Icelandair og 8.300 farþega félagsins. Flugi sem hafi verið á áætlun í morgun frá Norður-Ameríku til Íslands og frá Íslandi til Evrópu mun seinka. Sömuleiðis muni verkfallið hafa keðjuverkandi áhrif á flug síðdegis, bæði frá Evrópu til Íslands og frá Íslandi til Norður-Ameríku og Evrópu. Á vef Isavia komur fram að von sé á fyrstu flugvélum bæði Icelandair og Play til Keflavíkur á ellefta tímanum á eftir. Þar kemur fram að Play hefur þurft að fresta morgunflugi sínu á þann veg að áætluð brottför sumra þeirra er ekki fyrr en í kvöld. Fram hefur komið að bæði Icelandair og Play skoði nú réttarstöðu sína vegna málsins og segja aðgerðir flugumferðarstjóra hafa valdið félögunum miklu tjóni. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hefur sagt að hann telji að stjórnvöld eigi að stíga inn í deiluna þar sem furðulegt sé að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum. Þá var Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, harðorður í garð flugumferðarstjóra og segir alveg ljóst að kerfið ráði ekki við að gangast við þær kröfur sem félagsmenn flugumferðarstjóra hafa sett fram. Sagði hann stöðuna vera líkt handriti í lélegri bíómynd. „En við erum stödd á Íslandi í dag, og það er ákveðið ástand á Íslandi. Það er mjög há verðbólga og háir vextir. Við viljum öll komast úr þeirri stöðu. Við komumst ekki úr henni nema fyrirtækin ráði við launahækkanir, að þær séu ekki umfram framleiðni þeirra. Þetta snýst bara um skynsemi,“ sagði Bogi Nils í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mikilvægt að deilan leysist sem fyrst Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra sagði við fréttastofu í gær að mikilvægt væri að deilan leysist sem fyrst. „Við erum búin að vera að fara hérna í gegnum náttúruhamfarir og glíma við náttúruvá. Koma heilu byggðarlagi í skjól, heilu sveitarfélagi. Þessi náttúrvá hefur líka haft áhrif á ferðaþjónustu um landið Ísland. Það er ljóst að þessi deila hefur það líka og svo er nú bara til fullt af fólki sem vill geta komast heim til sín um jólin. Þannig ég tel mjög mikilvægt að menn finni lausn á þessari deilu sem fyrst.“ Hann segir stjórnvöld ekki hafa skoðað að stíga inn í deiluna með lagasetningu.
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Play Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Þetta snýst bara um skynsemi“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. 13. desember 2023 20:45 Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. 13. desember 2023 18:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
„Þetta snýst bara um skynsemi“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. 13. desember 2023 20:45
Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. 13. desember 2023 18:49