Gefa jólagjafir til bágstaddra í minningu sonar síns Helena Rós Sturludóttir skrifar 15. desember 2023 23:54 Foreldrar Hlyns Snæs sem lést aðeins sextán ára að aldri árið 2018. Vísir/Sigurjón Foreldrar Hlyns Snæs, sem lést aðeins sextán ára, ætla að gefa jólagjafir til Mæðrastyrksnefndar og annarra góðferðarfélaga í minningu sonar síns. Slík gjafmildi hefði verið í hans anda. Hlynur Snær Árnason lést árið 2018 og 2019 var stofnaður minningarsjóður til minningar um hann. Foreldrar Hlyns Snæs segja minningarsjóðinn hafa gefið sér mikið enda hafi þau getað styrkt mörg góð málefni í hans nafni. „Við sáum þessa umfjöllun hérna fyrir nokkrum dögum um að pakkasöfnin hafi farið svona dræmt af stað. Frænka mín fékk þá frábæru hugmynd að hekla húfur, sem eru appelsínugular að sjálfsögðu, fyrir minningarsjóðinn og okkur fannst þetta bara smellpassa,“ segir Árni Gunnar Ragnarsson faðir Hlyns Snæs. Það séu nú einu sinni jól og því væri kjörið að ágóðinn úr húfusölunni myndi koma pökkum undir tréið. Það væri í anda sonar þeirra og undir það tekur frænka Hlyns Snæs sem heklaði húfurnar. „ Þetta er svo í anda litla frænda, ég veit að hann yrði í fyrsta lagi svo spenntur að eiga svona húfu sjálfur af því hún er svo appelsínugul og þetta gefur mér svo mikla hlýju í hjartað að vita af því að þetta er að fara í gott málefni sem hann hefði viljað,“ segir Nína Guðrún Arnardóttir frænka Hlyns Snæs. Þau segja pakkasöfnunina vera í anda Hlyns. Hlynur Snær þekkti pakkasöfnunina vel. „Á hverju ári fékk hann að velja pakka sem var settur undir tréið, eitthvað sem hann langaði í. Hann var mjög spenntur fyrir því og gat ekki hugsað sér að það væru börn sem fengju ekki gjafir þannir þetta er í hans anda að gera þetta,“ segir Guðlaug Rún Gísladóttir móðir Hlyns Snæs. Árni segir son sinn hafa verið mikið jólabarn. „Hann elskaði jólin og hlakkaði alltaf mjög lengi til, varð spenntur strax í nóvember,“ segir hann og hlær. Guðlaug Rún segir Hlyn Snæ hafa verið afskaplega gjafmildan og góðan karakter. Eitt sitt hafi hann eignast Playstation 3 tölvu og hafi þá átt Playstation 2 fyrir og Hlynur Snær hafi þá ákveðið að gefa gömlu tölvuna ásamt leikjunum. „Hans krafa var semsagt sú að barnið eða fjölskyldan sem fengi tölvuna ætti ekki leikjatölvu fyrir og hún fór náttúrulega bara á stundinni,“ segir Guðlaug Rún en fjölskyldan ætlar að verlsa gjafir fyrir ágóðann á morgun og setja þær undir tréið í minningu Hlyns Snæs. Jól Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Hlynur Snær Árnason lést árið 2018 og 2019 var stofnaður minningarsjóður til minningar um hann. Foreldrar Hlyns Snæs segja minningarsjóðinn hafa gefið sér mikið enda hafi þau getað styrkt mörg góð málefni í hans nafni. „Við sáum þessa umfjöllun hérna fyrir nokkrum dögum um að pakkasöfnin hafi farið svona dræmt af stað. Frænka mín fékk þá frábæru hugmynd að hekla húfur, sem eru appelsínugular að sjálfsögðu, fyrir minningarsjóðinn og okkur fannst þetta bara smellpassa,“ segir Árni Gunnar Ragnarsson faðir Hlyns Snæs. Það séu nú einu sinni jól og því væri kjörið að ágóðinn úr húfusölunni myndi koma pökkum undir tréið. Það væri í anda sonar þeirra og undir það tekur frænka Hlyns Snæs sem heklaði húfurnar. „ Þetta er svo í anda litla frænda, ég veit að hann yrði í fyrsta lagi svo spenntur að eiga svona húfu sjálfur af því hún er svo appelsínugul og þetta gefur mér svo mikla hlýju í hjartað að vita af því að þetta er að fara í gott málefni sem hann hefði viljað,“ segir Nína Guðrún Arnardóttir frænka Hlyns Snæs. Þau segja pakkasöfnunina vera í anda Hlyns. Hlynur Snær þekkti pakkasöfnunina vel. „Á hverju ári fékk hann að velja pakka sem var settur undir tréið, eitthvað sem hann langaði í. Hann var mjög spenntur fyrir því og gat ekki hugsað sér að það væru börn sem fengju ekki gjafir þannir þetta er í hans anda að gera þetta,“ segir Guðlaug Rún Gísladóttir móðir Hlyns Snæs. Árni segir son sinn hafa verið mikið jólabarn. „Hann elskaði jólin og hlakkaði alltaf mjög lengi til, varð spenntur strax í nóvember,“ segir hann og hlær. Guðlaug Rún segir Hlyn Snæ hafa verið afskaplega gjafmildan og góðan karakter. Eitt sitt hafi hann eignast Playstation 3 tölvu og hafi þá átt Playstation 2 fyrir og Hlynur Snær hafi þá ákveðið að gefa gömlu tölvuna ásamt leikjunum. „Hans krafa var semsagt sú að barnið eða fjölskyldan sem fengi tölvuna ætti ekki leikjatölvu fyrir og hún fór náttúrulega bara á stundinni,“ segir Guðlaug Rún en fjölskyldan ætlar að verlsa gjafir fyrir ágóðann á morgun og setja þær undir tréið í minningu Hlyns Snæs.
Jól Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira