Halda sig innandyra eftir mannskæða skotárás Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. desember 2023 18:15 Hörpu er afar brugðið við fréttir af mannskæðri skotárás í hjarta Prag. Þar hefur henni hingað til fundist hún mjög örugg. EPA/Aðsend Fimmtán létust og á þriðja tug særðust í skotárás í Karlsháskóla í miðborg Prag í dag. Lögregluyfirvöld í Tékklandi telja að hættan sé liðin hjá en árásarmaðurinn er látinn. Hann var tuttugu og fjögurra ára. Líkið af honum fannst í skólanum. Lögregluyfirvöld segja þá að faðir árásarmannsins hafi í dag fundist látinn skammt frá Prag. Harpa Hjartardóttir, 25 ára meistaranemi við kvikmyndaskólann FAMU í Prag, ætlaði varla að trúa því þegar henni bárust fréttir um að vinur hennar og skólabróðir væri lokaður inni í skólanum vegna yfirstandandi skotárásar. Skóli Hörpu er í um tíu mínútna göngufjarlægð við Karls-háskólann og skólayfirvöld í FAMU ákváðu um leið að læsa öllum skólastofum – og nemendur inni - af öryggisástæðum þar til meira væri vitað um árásina. Það sama var gert í Karls-háskólanum og var hann að lokum rýmdur þegar hættan var talin vera liðin hjá. Viðbúnaður í gamla hluta borgarinnar er gríðarlegur og búið er að girða af stórt svæði allt í kringum háskólann, sem vanalega iðar allt af lífi enda vinsæll ferðamannastaður. Harpa segir það hafa verið mikið áfall að heyra af árásinni og af því að skólafélagar hennar væru lokaðir inni í skólanum vegna skotárásar. „Við héldum fyrst að þetta væri bara djók, við ætluðum ekki að trúa þessu,“ segir Harpa. Á vef Reuters segir að byssuárásir séu ekki algengar í Tékklandi. Harpa tekur undir þetta. „Nei, ég hef aldrei heyrt um slíkt hérna og Prag er rosalega örugg borg og eina af öruggustu borgum í Evrópu og ég get bara sagt það, mér finnst ég bara mjög örugg hérna og það var bara mjög skrítið að frétta af þessu.“ Andrúmsloftið í borginni sé afar skrítið þessa klukkutímana. Hún ætlar að halda sig innandyra í kvöld. „Þetta er sjokk. Við erum bara öll á stúdentagörðunum núna og ætlum að halda okkur inni. Það er bara best að vera öll saman.“ Tékkland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur er létt yfir goslokum. 21. desember 2023 18:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Harpa Hjartardóttir, 25 ára meistaranemi við kvikmyndaskólann FAMU í Prag, ætlaði varla að trúa því þegar henni bárust fréttir um að vinur hennar og skólabróðir væri lokaður inni í skólanum vegna yfirstandandi skotárásar. Skóli Hörpu er í um tíu mínútna göngufjarlægð við Karls-háskólann og skólayfirvöld í FAMU ákváðu um leið að læsa öllum skólastofum – og nemendur inni - af öryggisástæðum þar til meira væri vitað um árásina. Það sama var gert í Karls-háskólanum og var hann að lokum rýmdur þegar hættan var talin vera liðin hjá. Viðbúnaður í gamla hluta borgarinnar er gríðarlegur og búið er að girða af stórt svæði allt í kringum háskólann, sem vanalega iðar allt af lífi enda vinsæll ferðamannastaður. Harpa segir það hafa verið mikið áfall að heyra af árásinni og af því að skólafélagar hennar væru lokaðir inni í skólanum vegna skotárásar. „Við héldum fyrst að þetta væri bara djók, við ætluðum ekki að trúa þessu,“ segir Harpa. Á vef Reuters segir að byssuárásir séu ekki algengar í Tékklandi. Harpa tekur undir þetta. „Nei, ég hef aldrei heyrt um slíkt hérna og Prag er rosalega örugg borg og eina af öruggustu borgum í Evrópu og ég get bara sagt það, mér finnst ég bara mjög örugg hérna og það var bara mjög skrítið að frétta af þessu.“ Andrúmsloftið í borginni sé afar skrítið þessa klukkutímana. Hún ætlar að halda sig innandyra í kvöld. „Þetta er sjokk. Við erum bara öll á stúdentagörðunum núna og ætlum að halda okkur inni. Það er bara best að vera öll saman.“
Tékkland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur er létt yfir goslokum. 21. desember 2023 18:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur er létt yfir goslokum. 21. desember 2023 18:00