Sjá til hve margir koma fram undir nafni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2023 15:01 Einar Þór var tilnefndur fyrir handrit ársins á Eddunni í fyrra. Tilnefningin var vegna handritsins að Korter yfir sjö sem fjallaði um verkfallið 1955 í Reykjavík. Eddan Heimildarmyndagerðarmaður segir umræða um forsjár- og umgengnismál fasta í kynjafræðivinkli hér á landi. Heimildarmynd er í fjármögnun en ekki tímabært að greina frá því hverjir standi að baki myndinni enda sé umfjöllunarefnið sérstaklega viðkvæmt. Klemma - Heimildarmynd um foreldraútilokun og forsjár- og umgengnismál á Íslandi er komin í fjármögnunarferli á Karolinafund.com. Þar stendur til að safna tíu þúsund evrum, um einni og hálfri milljón. Viðkvæm mál „Myndin hefur verið í popparanum í nokkurn tíma. Handrita- og hugmyndavinna er langt komin. Mesta púðrið fer í það,“ segir Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður. Stefnt sé á að fara á fullt í framleiðslu eftir áramót. Aðspurður hverjir séu á bak við myndina segir Einar Þór ekki tímabært að greina frá því. „Ekki eins og stendur því það eru svo margir sem eru tengdir þessu með mál í gangi í kerfinu,“ segir Einar Þór. Málni séu eðli máls samkvæmt viðkvæm, þau tengist fjölskyldum og börnum svo stefnt sé á að stíga varlega til jarðar. „Þetta er um tíu manna hópur. Við sjáum til hve margir koma fram undir nafni.“ Forsjár- og umgengnismál hafa verið nokkuð til umfjöllunar undanfarnar vikur ekki síst vegna máls yfir landamæri þar sem íslenskir foreldrar í Noregi og Íslandi deila um börnin sín fyrir dómstólum. Einar Þór segir tilviljun að vinnsla myndarinnar vekji athygli á sama tíma og slík mál séu fyrir augum landsmanna. Einar Þór finnur fyrir töluverðum viðbrögðum vegna myndarinnar sem sé í smíðum. „Það virðist vera mikil undiralda í þessum málaflokki.“ Fyrst og fremst fræðslumynd Hann leggur áherslu á að um fræðslumynd sé að ræða. Málefnið sé mjög flókið og viðkvæmt að svo mörgu leyti. Reynt hafi verið að sækja um styrk fyrir heimildarmynd fyrir tveimur árum en það gengið frekar treglega. Nú sé lagt upp með meiri fræðilega áherslu á umfjöllunarefnið. Ýmislegt flæki málin og þá sérstaklega hve kynjapólitískt umfjöllunarefnið sé. „Þetta er dálítið fast í kynjafræðivinkli, sem er ekki gott að mínu mati.“ Einar Þór er nokkuð reynslumikill þegar kemur að heimildarmyndagerð. Fyrsta myndin var um leitarhunda árði 1997 og tengdist snjóflóðunum á Flateyri. „Vinir mínir voru í leitarhundabransanum,“ segir Einar Þór sem rekur ættir sínar til Flateyrar og Önundarfjarðar á Vestfjörðum. Síðan hefur hann gert nokkrar heimildarmyndir, síðustu tvær um verkföll hér á landi. Nú sé komið að umgengnismálum. „Ég þekki fullt af fólki sem hefur lent í tálmun á síðustu árum,“ segir Einar Þór aðspurður hvernig efnið hafi orðið fyrir valinu. Hann segist líklega hafa reynt að hætta kvikmyndagerð jafnoft og hann hefur reynt að hætta að reykja. Þetta sé samt fíkn, hann sogist alltaf aftur inn. Tvær kynningarstiklur úr myndinni má sjá hér að ofan. Söfnunin hófst í fyrradag og hafa 260 evrur safnast þegar fréttin er skrifuð. Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Kvikmyndagerð á Íslandi Fjölskyldumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Klemma - Heimildarmynd um foreldraútilokun og forsjár- og umgengnismál á Íslandi er komin í fjármögnunarferli á Karolinafund.com. Þar stendur til að safna tíu þúsund evrum, um einni og hálfri milljón. Viðkvæm mál „Myndin hefur verið í popparanum í nokkurn tíma. Handrita- og hugmyndavinna er langt komin. Mesta púðrið fer í það,“ segir Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður. Stefnt sé á að fara á fullt í framleiðslu eftir áramót. Aðspurður hverjir séu á bak við myndina segir Einar Þór ekki tímabært að greina frá því. „Ekki eins og stendur því það eru svo margir sem eru tengdir þessu með mál í gangi í kerfinu,“ segir Einar Þór. Málni séu eðli máls samkvæmt viðkvæm, þau tengist fjölskyldum og börnum svo stefnt sé á að stíga varlega til jarðar. „Þetta er um tíu manna hópur. Við sjáum til hve margir koma fram undir nafni.“ Forsjár- og umgengnismál hafa verið nokkuð til umfjöllunar undanfarnar vikur ekki síst vegna máls yfir landamæri þar sem íslenskir foreldrar í Noregi og Íslandi deila um börnin sín fyrir dómstólum. Einar Þór segir tilviljun að vinnsla myndarinnar vekji athygli á sama tíma og slík mál séu fyrir augum landsmanna. Einar Þór finnur fyrir töluverðum viðbrögðum vegna myndarinnar sem sé í smíðum. „Það virðist vera mikil undiralda í þessum málaflokki.“ Fyrst og fremst fræðslumynd Hann leggur áherslu á að um fræðslumynd sé að ræða. Málefnið sé mjög flókið og viðkvæmt að svo mörgu leyti. Reynt hafi verið að sækja um styrk fyrir heimildarmynd fyrir tveimur árum en það gengið frekar treglega. Nú sé lagt upp með meiri fræðilega áherslu á umfjöllunarefnið. Ýmislegt flæki málin og þá sérstaklega hve kynjapólitískt umfjöllunarefnið sé. „Þetta er dálítið fast í kynjafræðivinkli, sem er ekki gott að mínu mati.“ Einar Þór er nokkuð reynslumikill þegar kemur að heimildarmyndagerð. Fyrsta myndin var um leitarhunda árði 1997 og tengdist snjóflóðunum á Flateyri. „Vinir mínir voru í leitarhundabransanum,“ segir Einar Þór sem rekur ættir sínar til Flateyrar og Önundarfjarðar á Vestfjörðum. Síðan hefur hann gert nokkrar heimildarmyndir, síðustu tvær um verkföll hér á landi. Nú sé komið að umgengnismálum. „Ég þekki fullt af fólki sem hefur lent í tálmun á síðustu árum,“ segir Einar Þór aðspurður hvernig efnið hafi orðið fyrir valinu. Hann segist líklega hafa reynt að hætta kvikmyndagerð jafnoft og hann hefur reynt að hætta að reykja. Þetta sé samt fíkn, hann sogist alltaf aftur inn. Tvær kynningarstiklur úr myndinni má sjá hér að ofan. Söfnunin hófst í fyrradag og hafa 260 evrur safnast þegar fréttin er skrifuð.
Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Kvikmyndagerð á Íslandi Fjölskyldumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira