„Eina leiðin til að bjarga henni var að fara út í“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. desember 2023 10:06 Bergþóra tók það ekki í mál að láta hundana drukkna í ánni. eiður h eiðsson „Þetta var nú ekkert svakalegt, ég blotnaði bara vel og var lengi að ná upp hita,“ segir Bergþóra Eiðsdóttir sem kom hundi sínum til bjargar sem slysaðist út í Sogið í Þorláksmessugöngu. Bergþóra var ásamt föður sínum í hefðbundinni göngu með hunda sína í Þrastarskógi þegar einn þeirra kom auga á álftir í Soginu. „Hún hefur mikinn áhuga á fuglum og rauk af stað, hleypur meðfram bakkanum en endar með því að detta út í og var heillengi í vatninu,“ segir Bergþóra sem kveðst þekkja svæðið vel. Hundurinn var lengi úti í ánni og Bergþóra beið átekta þar til að hún áttaði sig á því að eina leiðin til að bjarga honum væri að fara út í. „Ég vissi alveg hvar ég ætti að fara út í. Þetta var ekki gert í neinu fáti, ég fór ekki út í fyrr en ég vissi að hún kæmist ekkert upp,“ segir Bergþóra og bætir við að faðir hennar hafi fengið mikið áfall. Tíkin Medúsa ásamt Bergþóru. „Ég öskra á hann að vera ekki að koma út í. Hann er 77 ára en hefði aldrei skilið hundinn eftir. Það kom því ekki annað til greina en að ég færi út í og sagði pabba bara að halda kyrru fyrir og taka myndir eða eitthvað.“ Björgunin gekk vel, þótt mikið puð væri. „Það var auðvitað ekki þurr þráður á mér, en mér varð ekkert meint af. Það var aðallega að brjóta klakann sem tók smá tíma. En ég mæli ekki með að stökkva til sunds í kraftkalla, hann þyngist svolítið,“ segir Bergþóra. „Ég hugsaði eftir á að ef þetta hefðu verið börnin mín þá hefði ég ekkert hugsað, bara látið vaða.“ Nú ætla þau í fjölskyldunni að njóta gleðilegra jóla. „Núna eru allir búnir að jafna sig en húsfreyjan er aðeins þreytt, ekki alveg klár að sjóða hangikjötið, en það kemur,“ segir Bergþóra að lokum. Hundarnir fylgdust nokkuð áhyggjufullir með.eiður h eiðsson Dýr Ölfus Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Bergþóra var ásamt föður sínum í hefðbundinni göngu með hunda sína í Þrastarskógi þegar einn þeirra kom auga á álftir í Soginu. „Hún hefur mikinn áhuga á fuglum og rauk af stað, hleypur meðfram bakkanum en endar með því að detta út í og var heillengi í vatninu,“ segir Bergþóra sem kveðst þekkja svæðið vel. Hundurinn var lengi úti í ánni og Bergþóra beið átekta þar til að hún áttaði sig á því að eina leiðin til að bjarga honum væri að fara út í. „Ég vissi alveg hvar ég ætti að fara út í. Þetta var ekki gert í neinu fáti, ég fór ekki út í fyrr en ég vissi að hún kæmist ekkert upp,“ segir Bergþóra og bætir við að faðir hennar hafi fengið mikið áfall. Tíkin Medúsa ásamt Bergþóru. „Ég öskra á hann að vera ekki að koma út í. Hann er 77 ára en hefði aldrei skilið hundinn eftir. Það kom því ekki annað til greina en að ég færi út í og sagði pabba bara að halda kyrru fyrir og taka myndir eða eitthvað.“ Björgunin gekk vel, þótt mikið puð væri. „Það var auðvitað ekki þurr þráður á mér, en mér varð ekkert meint af. Það var aðallega að brjóta klakann sem tók smá tíma. En ég mæli ekki með að stökkva til sunds í kraftkalla, hann þyngist svolítið,“ segir Bergþóra. „Ég hugsaði eftir á að ef þetta hefðu verið börnin mín þá hefði ég ekkert hugsað, bara látið vaða.“ Nú ætla þau í fjölskyldunni að njóta gleðilegra jóla. „Núna eru allir búnir að jafna sig en húsfreyjan er aðeins þreytt, ekki alveg klár að sjóða hangikjötið, en það kemur,“ segir Bergþóra að lokum. Hundarnir fylgdust nokkuð áhyggjufullir með.eiður h eiðsson
Dýr Ölfus Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira