Aflétta óvissustigi fyrir norðan en bíða með Vestfirðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2023 11:44 Mikið hefur snjóað á Vestfjörðum, til að mynda á Flateyri. Myndin er úr safni. Vísir/Arnar Tekin hefur verið ákvörðun um að aflétta óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi. Óvissa í veðurspám fyrir annað kvöld gæti þó sett strik í reikninginn. Áfram er óvissustig á Vestfjörðum. Ákvörðun um að aflétta óvissustigi á Norðurlandi var tekin að loknum fundi sérfræðinga Veðurstofunnar með almannavörnum og lögreglu. Veður er skaplegt og gott og því þótti ekki ástæða til að viðhalda óvissustiginu. „Það má samt taka fram að það er mikil óvissa í veðurspám fyrir annað kvöld, þannig að mögulega gæti það leitt til annars óvissustigs. Við verðum bara að leyfa veðurspánum að þróast og sjá hvernig það gengur eftir,“ segir Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni. Á Vestfjörðum er umtalsvert meiri óvissa í veðurkortunum. „Það hefur verið ákveðið með almannavörnum og lögreglustjóra á Vestfjörðum að viðhalda óvissustigi og sjá hvernig spárnar þróast. Þótt það sé mjög skaplegt og got veður í dag þá gæti það versnað til muna í nótt og á morgun.“ Mögulega muni veðurspár skýrast eftir því sem líður á daginn. Veðurstofa og almannavarnir muni bregðast við í samræmi við það. Víða ófært Þrátt fyrir afléttingu óvissustigs á Norðurlandi sé alltaf mikilvægt að fara varlega. „Að fólk sem er að ferðast til fjalla og skella sér á skíði fari varlega og meti aðstæður. Það getur verið veikleiki í snjóþekjunni og snjóflóð af mannavöldum geta orðið,“ sagði Minney. Enn eru margir vegir ófærir víða á Vestfjörðum. Flestir vegir við Ísafjarðardjúp eru ófærir vegna snjóa. Unnið er að mokstri á einhverjum þeirra, en stór hluti Djúpsvegar verður ekki fær í allan dag, eftir því sem fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Þá er ófært um þónokkra vegi á Norðurlandi. Á þeim vegum sem opnir eru er þá víða mikil hálka. Nánari upplýsingar um það má finna á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is. Veður Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Ákvörðun um að aflétta óvissustigi á Norðurlandi var tekin að loknum fundi sérfræðinga Veðurstofunnar með almannavörnum og lögreglu. Veður er skaplegt og gott og því þótti ekki ástæða til að viðhalda óvissustiginu. „Það má samt taka fram að það er mikil óvissa í veðurspám fyrir annað kvöld, þannig að mögulega gæti það leitt til annars óvissustigs. Við verðum bara að leyfa veðurspánum að þróast og sjá hvernig það gengur eftir,“ segir Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni. Á Vestfjörðum er umtalsvert meiri óvissa í veðurkortunum. „Það hefur verið ákveðið með almannavörnum og lögreglustjóra á Vestfjörðum að viðhalda óvissustigi og sjá hvernig spárnar þróast. Þótt það sé mjög skaplegt og got veður í dag þá gæti það versnað til muna í nótt og á morgun.“ Mögulega muni veðurspár skýrast eftir því sem líður á daginn. Veðurstofa og almannavarnir muni bregðast við í samræmi við það. Víða ófært Þrátt fyrir afléttingu óvissustigs á Norðurlandi sé alltaf mikilvægt að fara varlega. „Að fólk sem er að ferðast til fjalla og skella sér á skíði fari varlega og meti aðstæður. Það getur verið veikleiki í snjóþekjunni og snjóflóð af mannavöldum geta orðið,“ sagði Minney. Enn eru margir vegir ófærir víða á Vestfjörðum. Flestir vegir við Ísafjarðardjúp eru ófærir vegna snjóa. Unnið er að mokstri á einhverjum þeirra, en stór hluti Djúpsvegar verður ekki fær í allan dag, eftir því sem fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Þá er ófært um þónokkra vegi á Norðurlandi. Á þeim vegum sem opnir eru er þá víða mikil hálka. Nánari upplýsingar um það má finna á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is.
Veður Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira