Með lóðum skal land byggja Kári Árnason skrifar 1. janúar 2024 22:30 „Eftir að ég byrjaði að stunda styrktarþjálfun þá er orðið miklu auðveldara að……” (þú, lesandi góður, mátt setja hér inn það orð eða athöfn sem þér dettur í hug). Ósjaldan hefur þessi setning heyrst þegar fólk endurmetur gang mála á hinum ýmsum sviðum lífsins eftir að hafa stundað eitt æðsta form af hreyfingu sem völ er á. Nú þegar nýtt ár er runnið upp og hversdagsleg rútínan framundan, fara margir að leiða hugann að því hvort það sé ekki kominn tími til þess að fara stunda reglulegri hreyfingu. Við slíkt tilefni er tilvalið að setja niður á blað nokkur vel valin orð um ágæti styrktarþjálfunar og lóðalyftinga. Það er nefnilega fátt í þessu heimi sem mannskepnan getur gert fyrir sjálfa sig sem hefur jafn jákvæð áhrif á heilsu og lífsgæði eins og það að stunda styrktarþjálfun. Enda er því gjarnan fleygt fram að ef það væri til einhver pilla sem hefði jafn víðtæk áhrif á líkamann og styrktarþjálfun þá væri framleiðandi þeirrar pillu ansi loðinn um lófana. Margir þekkja ráðleggingarnar varðandi 30 mínútna lágmarks daglega hreyfingu en það gleymist gjarnan að í ráðleggingum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar kemur fram að fólki er ráðlagt að stunda styrktarþjálfun af miðlungs eða mikilli ákefð a.m.k. tvisvar í viku. Burt séð frá því hvort við séum að tala um unglinga, fullorðna, eldri borgara eða fólk sem glímir við ýmsa króníska sjúkdóma þá græðum við öll á því að rífa í lóðin eða vinna með okkar eigin líkamsþyngd í hvers kyns æfingum. Ávinningur þess að vera kraftmikil/l og með nóg af kjöti á beinunum er nefnilega ansi mikill. Með því getum við m.a. minnkað líkurnar á byltum og beinbrotum, dregur úr áhættu á að greinast með hina ýmsu hjarta- og æða sjúkdómum auk þess að geta dregið úr vitrænni skerðingu. Styrktarþjálfunin getur ekki einungis fjölgað árunum sem við lifum heldur getur hún aukið lífsgæðin þannig að við getum notið betur þeirra ára sem við fáum að lifa. Líkt og einn skjólstæðingur tjáði undirrituðum í endurkomutíma eftir sex mánuði í ræktinni…”Það er allt orðið auðveldara”. Í hinni eilífu umræðu um heilbrigðiskerfið okkar og þær krónur sem kostar að reka það þá getur skipt sköpum að leggja áherslu á það sem er kostnaðarhagkvæmt og gefur okkar mikið fyrir minna. Á öllum peningum eru hins vegar tvær hliðar og því er ekki að neita að það eru margir þarna úti sem fá grænar bólur þegar talið berst að styrktarþjálfun og lóðalyftingum. Tilhugsunin um sterka svitalykt og fáklædda kjötskrokka starandi á sjálfa sig í speglinum í World Class fær fólk stundum til þess að snúa við á staðnum og ganga í burtu. Mörgum finnst þetta líka bara svo leiðinlegt að það hálfa væri nóg. Slíkt ber að sjálfsögðu að virða og er það þá gjarnan hlutverk heilbrigðisstarfsfólks að aðstoða fólk við að finna það form styrktarþjálfunar sem það hefur ánægju af. Svo er það hins vegar bleiki fíllinn í herberginu sem er stundum dálítið viðkvæmt að tala um. Það er sú staðreynd að það er bara sumir hlutir í lífinu sem eru alveg drepleiðinlegir en jákvæð áhrif þeirra eru svo mikil að þau trompa leiðindin. Mannskepnan er aftur á móti þannig sett saman að mörgum finnst mjög leiðinlegt að stunda einhverja iðju sem þau eru ekki góð í og hætta þess vegna áður en aukinni færni er náð. Það er í eðli okkar að vilja sjá árangur helst í gær og án þess að þurfa leggja of mikið af mörkum. Brekkan í upphafi er oft ansi brött líkt og góður maður fékk að upplifa stuttu eftir að hann byrjaði að spila golf. “Að ég skuli vera eyða öllum þessum tíma og peningum í að vera pirraður er ótrúlegt” tautaði hann en hélt svo áfram leit að kúlunni. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að geta séð stóru myndina. Það er nefnilega svo merkilegt á þeim áratug sem undirritaður hefur starfað í heilbrigðiskerfinu hefur undirritaður aldrei hitt skjólstæðing sem hefur kvartað undan verri líðan eftir að hafa gefið sér tíma til þess að ná tökum á styrktarþjálfuninni. Útkoman er langoftast þveröfug. Það verður svo gott sem allt miklu auðveldara. Með einföldum æfingum og tiltölulega lítilli fyrirhöfn getum m.a. við haldið gamla fólkinu okkar lengur heima (og sparað ríkinu nokkrar krónur í leiðinni), létt lund og líðan hjá þeim fjölda sem glímir við andleg veikindi, minnkað stoðkerfisverki eða bætt frammistöðu okkar í þeim áhugamálum sem við eigum og dregið úr óþarfa skapsveiflum á golfvöllum landsins. Lóðin lengi lifi! Höfundur er sérfræðingur í bæklunarsjúkraþjálfun og sérlegur áhugamaður um lóðalyftingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
„Eftir að ég byrjaði að stunda styrktarþjálfun þá er orðið miklu auðveldara að……” (þú, lesandi góður, mátt setja hér inn það orð eða athöfn sem þér dettur í hug). Ósjaldan hefur þessi setning heyrst þegar fólk endurmetur gang mála á hinum ýmsum sviðum lífsins eftir að hafa stundað eitt æðsta form af hreyfingu sem völ er á. Nú þegar nýtt ár er runnið upp og hversdagsleg rútínan framundan, fara margir að leiða hugann að því hvort það sé ekki kominn tími til þess að fara stunda reglulegri hreyfingu. Við slíkt tilefni er tilvalið að setja niður á blað nokkur vel valin orð um ágæti styrktarþjálfunar og lóðalyftinga. Það er nefnilega fátt í þessu heimi sem mannskepnan getur gert fyrir sjálfa sig sem hefur jafn jákvæð áhrif á heilsu og lífsgæði eins og það að stunda styrktarþjálfun. Enda er því gjarnan fleygt fram að ef það væri til einhver pilla sem hefði jafn víðtæk áhrif á líkamann og styrktarþjálfun þá væri framleiðandi þeirrar pillu ansi loðinn um lófana. Margir þekkja ráðleggingarnar varðandi 30 mínútna lágmarks daglega hreyfingu en það gleymist gjarnan að í ráðleggingum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar kemur fram að fólki er ráðlagt að stunda styrktarþjálfun af miðlungs eða mikilli ákefð a.m.k. tvisvar í viku. Burt séð frá því hvort við séum að tala um unglinga, fullorðna, eldri borgara eða fólk sem glímir við ýmsa króníska sjúkdóma þá græðum við öll á því að rífa í lóðin eða vinna með okkar eigin líkamsþyngd í hvers kyns æfingum. Ávinningur þess að vera kraftmikil/l og með nóg af kjöti á beinunum er nefnilega ansi mikill. Með því getum við m.a. minnkað líkurnar á byltum og beinbrotum, dregur úr áhættu á að greinast með hina ýmsu hjarta- og æða sjúkdómum auk þess að geta dregið úr vitrænni skerðingu. Styrktarþjálfunin getur ekki einungis fjölgað árunum sem við lifum heldur getur hún aukið lífsgæðin þannig að við getum notið betur þeirra ára sem við fáum að lifa. Líkt og einn skjólstæðingur tjáði undirrituðum í endurkomutíma eftir sex mánuði í ræktinni…”Það er allt orðið auðveldara”. Í hinni eilífu umræðu um heilbrigðiskerfið okkar og þær krónur sem kostar að reka það þá getur skipt sköpum að leggja áherslu á það sem er kostnaðarhagkvæmt og gefur okkar mikið fyrir minna. Á öllum peningum eru hins vegar tvær hliðar og því er ekki að neita að það eru margir þarna úti sem fá grænar bólur þegar talið berst að styrktarþjálfun og lóðalyftingum. Tilhugsunin um sterka svitalykt og fáklædda kjötskrokka starandi á sjálfa sig í speglinum í World Class fær fólk stundum til þess að snúa við á staðnum og ganga í burtu. Mörgum finnst þetta líka bara svo leiðinlegt að það hálfa væri nóg. Slíkt ber að sjálfsögðu að virða og er það þá gjarnan hlutverk heilbrigðisstarfsfólks að aðstoða fólk við að finna það form styrktarþjálfunar sem það hefur ánægju af. Svo er það hins vegar bleiki fíllinn í herberginu sem er stundum dálítið viðkvæmt að tala um. Það er sú staðreynd að það er bara sumir hlutir í lífinu sem eru alveg drepleiðinlegir en jákvæð áhrif þeirra eru svo mikil að þau trompa leiðindin. Mannskepnan er aftur á móti þannig sett saman að mörgum finnst mjög leiðinlegt að stunda einhverja iðju sem þau eru ekki góð í og hætta þess vegna áður en aukinni færni er náð. Það er í eðli okkar að vilja sjá árangur helst í gær og án þess að þurfa leggja of mikið af mörkum. Brekkan í upphafi er oft ansi brött líkt og góður maður fékk að upplifa stuttu eftir að hann byrjaði að spila golf. “Að ég skuli vera eyða öllum þessum tíma og peningum í að vera pirraður er ótrúlegt” tautaði hann en hélt svo áfram leit að kúlunni. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að geta séð stóru myndina. Það er nefnilega svo merkilegt á þeim áratug sem undirritaður hefur starfað í heilbrigðiskerfinu hefur undirritaður aldrei hitt skjólstæðing sem hefur kvartað undan verri líðan eftir að hafa gefið sér tíma til þess að ná tökum á styrktarþjálfuninni. Útkoman er langoftast þveröfug. Það verður svo gott sem allt miklu auðveldara. Með einföldum æfingum og tiltölulega lítilli fyrirhöfn getum m.a. við haldið gamla fólkinu okkar lengur heima (og sparað ríkinu nokkrar krónur í leiðinni), létt lund og líðan hjá þeim fjölda sem glímir við andleg veikindi, minnkað stoðkerfisverki eða bætt frammistöðu okkar í þeim áhugamálum sem við eigum og dregið úr óþarfa skapsveiflum á golfvöllum landsins. Lóðin lengi lifi! Höfundur er sérfræðingur í bæklunarsjúkraþjálfun og sérlegur áhugamaður um lóðalyftingar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun