Garðabær braut lög með því að falla frá ráðningu Önnu Jón Þór Stefánsson skrifar 3. janúar 2024 07:30 Anna Kristín Jensdóttir er menntaður náms- og starfsráðgjafi. Garðabær braut gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði með því að falla frá ráðningu Önnu Kristínar Jensdóttur, menntaðs náms- og starfsráðgjafa, í starf á leikskólanum Ökrum. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Anna, sem er fötluð og er í hjólastól, var ein eftir í umsóknarferli um stöðu á leikskólanum haustið 2022. Síðan var tekin ákvörðun um að falla frá ráðningu í starfið. Hún fékk þau svör að ástæðan fyrir því að hún fengi ekki starfið væri sú að mikilvægt væri að hafa góða hreyfifærni til þess að geta unnið með og tryggt öryggi barna á leikskólaaldri. Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir skerta hreyfifærni Önnu þýði það ekki að hún geti ekki sinnt ýmsum störfum á leikskóla og gætt barnanna sem þar eru. Rétt hefði verið að meta starfsaðstæður á Ökrum út frá aðstæðum Önnu, en í því samhengi er bent á að hún notist við notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Garðabær beri þá skyldu að gera nauðsynlegar breytingar og lagfæringar til að gera fötluðum einstaklingum kleift að aðgengi að starfi leikskólans. Einungis má neita fötluðum einstaklingi um slíkar ráðstafanir teljist þær of íþyngjandi, eða fari þær umfram það sem eðlilegt megi teljast. Verður réttindagæslunni ævinlega þakklát „Í fyrsta lagi er þetta mjög ánægjulegt, að vita að þessir alþjóðasamningar séu ekki bara eitthvað sem við skreytum okkur með. Og annars vegar að vita hvar lögin standa,“ segir Anna Kristín í samtali við Vísi. Hún þakkar réttindagæslu fatlaðs fólk fyrir það að þessi niðurstaða hafi fengist. „Ég verð þeim ævinlega þakklát,“ segir Anna. „Þetta hefði aldrei orðið nema fyrir þeirra aðstoð.“ Anna tekur þó fram að réttindagæslan sé á vondum stað eins og stendur. Enginn starfandi réttindagæslumaður sé á landinu af völdum veikinda vegna mikils álags. „Hún er í skrúfunni. Hún er mjög illa staðsett vegna lítils áhuga félagsmálaráðherra og ráðuneytisins,“ segir hún og skorar á stjórnvöld að bæta úr því. Uppfært 12:45: Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa félagsmálaráðuneytisins er það ekki rétt sem fram kemur að ekki sé starfandi réttindagæslumaður á landinu af völdum veikinda vegna álags. Hið rétta sé að fjöldi sem starfi við réttindagæslu fatlaðs fólks sé tólf. Þar af séu þrír í fæðingarorlofi eða veikindaleyfi. Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Garðabær Vinnumarkaður Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Anna, sem er fötluð og er í hjólastól, var ein eftir í umsóknarferli um stöðu á leikskólanum haustið 2022. Síðan var tekin ákvörðun um að falla frá ráðningu í starfið. Hún fékk þau svör að ástæðan fyrir því að hún fengi ekki starfið væri sú að mikilvægt væri að hafa góða hreyfifærni til þess að geta unnið með og tryggt öryggi barna á leikskólaaldri. Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir skerta hreyfifærni Önnu þýði það ekki að hún geti ekki sinnt ýmsum störfum á leikskóla og gætt barnanna sem þar eru. Rétt hefði verið að meta starfsaðstæður á Ökrum út frá aðstæðum Önnu, en í því samhengi er bent á að hún notist við notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Garðabær beri þá skyldu að gera nauðsynlegar breytingar og lagfæringar til að gera fötluðum einstaklingum kleift að aðgengi að starfi leikskólans. Einungis má neita fötluðum einstaklingi um slíkar ráðstafanir teljist þær of íþyngjandi, eða fari þær umfram það sem eðlilegt megi teljast. Verður réttindagæslunni ævinlega þakklát „Í fyrsta lagi er þetta mjög ánægjulegt, að vita að þessir alþjóðasamningar séu ekki bara eitthvað sem við skreytum okkur með. Og annars vegar að vita hvar lögin standa,“ segir Anna Kristín í samtali við Vísi. Hún þakkar réttindagæslu fatlaðs fólk fyrir það að þessi niðurstaða hafi fengist. „Ég verð þeim ævinlega þakklát,“ segir Anna. „Þetta hefði aldrei orðið nema fyrir þeirra aðstoð.“ Anna tekur þó fram að réttindagæslan sé á vondum stað eins og stendur. Enginn starfandi réttindagæslumaður sé á landinu af völdum veikinda vegna mikils álags. „Hún er í skrúfunni. Hún er mjög illa staðsett vegna lítils áhuga félagsmálaráðherra og ráðuneytisins,“ segir hún og skorar á stjórnvöld að bæta úr því. Uppfært 12:45: Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa félagsmálaráðuneytisins er það ekki rétt sem fram kemur að ekki sé starfandi réttindagæslumaður á landinu af völdum veikinda vegna álags. Hið rétta sé að fjöldi sem starfi við réttindagæslu fatlaðs fólks sé tólf. Þar af séu þrír í fæðingarorlofi eða veikindaleyfi.
Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Garðabær Vinnumarkaður Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira