Gullkynslóð Englendinga ekki mörg karöt þegar menn setjast í stjórastólinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 09:01 Wayne Rooney með Frank Lampard í leik með enska landsliðinu fyrir rúmum tíu árum. Getty/Steve Bardens Wayne Rooney er enn eitt dæmið um leikmann úr gullkynslóð Englendinga sem lendir í vandræðum í stjórastólnum. Rooney var í gær rekinn sem knattspyrnustjóri Birmingham en liðið hefur hreinlega hrunið niður töfluna síðan hann tók við. Rooney var ráðinn 11. október og náði aðeins að stýra b-deildarliðinu í fimmtán leikjum og í 83 daga. Hann tók við liðinu í sjötta sæti en skilur við það í því tuttugasta. Síðasti leikurinn var 3-0 tap á móti Leeds á mánudaginn sem var níunda tapið og sigurleikirnir urðu bara tveir. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Rooney hafði áður misst starfið hjá bæði Derby County og D.C. United í Bandaríkjunum. Hann segist nú ætla að taka sér hvíld frá fótboltanum en hver veit nema að þjálfaraferill þessa 38 ára gamla goðsagnar sé mögulega á enda. Tækifærunum hér eftir mun alla vega fækka verulega. Steven Gerrard og Frank Lampard hafa báðir þurft að taka pokann sinn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu árum og þeir eru samt þeir sem hafa náð besta árangrinum úr þessari svokallaðri gullskynslóð. Árangur Gary Neville, Rooney, Paul Scholes og Sol Campbell er mun verri. Gullkynslóð Englendinga eru stjörnur enska landsliðsins í byrjun aldarinnar en þrátt fyrir að verða með marga af bestu leikmönnum sinnar kynslóðar þá náðu þeir aldrei alvöru árangri á stórmótum liðsins. Gerrard er nú að stýra liði Al-Ettifaq í Sádí Arabíu en árangurinn er ekki upp á marga fiska. Gerrard gerði reyndar góða hluti með Rangers í Skotlandi frá 2018 til 2021 en var rekinn innan við ári eftir að hann tók við knattspyrnustjórastöðinni hjá Aston Villa. 65% prósent árangur með Rangers en síðan bara 33 prósent árangur með lið Villa og Al-Ettifaq. Frank Lampard byrjaði vel með Chelsea en missti svo starfið í janúar 2021. Hann náði aðeins 27 prósent árangri með Everton liðið frá janúar 2022 til janúar 2023 og vann síðan aðeins einn af ellefu leikjum þegar hann tók tímabundið við Chelsea í lok síðasta tímabils. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir árangur mannanna úr gullkynslóðinni þegar þeir hafa fengið tækifæri í stjórastólnum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Sjá meira
Rooney var í gær rekinn sem knattspyrnustjóri Birmingham en liðið hefur hreinlega hrunið niður töfluna síðan hann tók við. Rooney var ráðinn 11. október og náði aðeins að stýra b-deildarliðinu í fimmtán leikjum og í 83 daga. Hann tók við liðinu í sjötta sæti en skilur við það í því tuttugasta. Síðasti leikurinn var 3-0 tap á móti Leeds á mánudaginn sem var níunda tapið og sigurleikirnir urðu bara tveir. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Rooney hafði áður misst starfið hjá bæði Derby County og D.C. United í Bandaríkjunum. Hann segist nú ætla að taka sér hvíld frá fótboltanum en hver veit nema að þjálfaraferill þessa 38 ára gamla goðsagnar sé mögulega á enda. Tækifærunum hér eftir mun alla vega fækka verulega. Steven Gerrard og Frank Lampard hafa báðir þurft að taka pokann sinn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu árum og þeir eru samt þeir sem hafa náð besta árangrinum úr þessari svokallaðri gullskynslóð. Árangur Gary Neville, Rooney, Paul Scholes og Sol Campbell er mun verri. Gullkynslóð Englendinga eru stjörnur enska landsliðsins í byrjun aldarinnar en þrátt fyrir að verða með marga af bestu leikmönnum sinnar kynslóðar þá náðu þeir aldrei alvöru árangri á stórmótum liðsins. Gerrard er nú að stýra liði Al-Ettifaq í Sádí Arabíu en árangurinn er ekki upp á marga fiska. Gerrard gerði reyndar góða hluti með Rangers í Skotlandi frá 2018 til 2021 en var rekinn innan við ári eftir að hann tók við knattspyrnustjórastöðinni hjá Aston Villa. 65% prósent árangur með Rangers en síðan bara 33 prósent árangur með lið Villa og Al-Ettifaq. Frank Lampard byrjaði vel með Chelsea en missti svo starfið í janúar 2021. Hann náði aðeins 27 prósent árangri með Everton liðið frá janúar 2022 til janúar 2023 og vann síðan aðeins einn af ellefu leikjum þegar hann tók tímabundið við Chelsea í lok síðasta tímabils. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir árangur mannanna úr gullkynslóðinni þegar þeir hafa fengið tækifæri í stjórastólnum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Sjá meira