Langþreytt á ferðamönnum sem fylla tunnurnar af óflokkuðu rusli Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2024 20:00 Ingibjörg Sædís býr í miðborginni. Henni gremst að ferðamenn úr AirBnb-íbúðum í nágrenninu fylli ruslatunnur hennar af óflokkuðu rusli. Vísir/Arnar Dæmi eru um að sorptunnur miðborgarbúa séu ekki tæmdar vegna þess að AirBnb-gestir í nágrenninu fylla tunnurnar af óflokkuðu rusli. Samskiptastjóri Sorpu segir nýja flokkunarkerfið mögulega of flókið fyrir ferðamenn - en ábyrgðin liggi hjá leigusölunum. Sorphirðumenn vitjuðu sorptunnanna, sem fréttamaður sýnir í innslaginu hér fyrir neðan, í gær, 2. janúar. Þeir urðu þó frá að hverfa þegar í ljós kom að ekki var rétt flokkað, samanber miða sem skilinn var eftir á tunnunni. „Tæming íláta hefur ekki farið fram, rangt flokkað.“ Já, borgin tæmdi ekki tunnurnar, og það þrátt fyrir að íbúarnir sem eiga þær flokki samviskusamlega. Klippa: Tunnurnar ekki tæmdar vegna ferðamanna „Óflokkað sorp í stórum pokum hefur verið sett í okkar tunnur frá AirBnb og annars konar skammtímaleigu-íbúðum hér í grennd. Þetta hefur verið frekar hvimleitt vandamál,“ segir Ingibjörg Sædís, íbúi í miðborginni. Og vandamálið virðist víðtækt, eða í það minnsta sá hluti að því sem snýr að óviðkomandi rusli. Íbúar í nærliggjandi götu hafa til dæmis fundið sig knúna til að merkja sérstaklega að tunnur þeirra séu til einkanota en ekki undir rusl almennings, líkt og sýnt er í innslaginu hér fyrir ofan. Og skilaboðin eru á ensku, eins og til að höfða sérstaklega til ferðamanna og annarra enskumælandi. Ingibjörg vakti máls á vandanum í íbúahóp miðborgarinnar á Facebook. Þar lýstu margir svipaðri reynslu. Þá hafa íbúasamtök miðborgarinnar áður bent á vandamálið og hyggjast gera það aftur. „Ég myndi segja að þetta sé búið að stóraukast eftir að nýja flokkunarkerfið fór í gang,“ segir Ingibjörg. „Það eru allir að læra á nýja kerfið, sem er svosem skiljanlegt en mér finnst bara að fólk sem er með skammtímaleigu þurfi að sýna meiri ábyrgð.“ Kannski of flókið fyrir túristana Undir þetta tekur Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Ábyrgðin liggi hjá eigendum íbúðanna. „Já, það eru margar leiðir að þessu. Ég var nú bara sjálfur með ferðamenn í svona AirBnb-gistingu og ég var bara nokkuð skýr við þau með það að ég myndi fara út með ruslið. Það er miklu einfaldara að heimamaður sem þekkir kerfið geri þetta. Annars getur þetta komið upp, að það er vitlaust flokkað og þá er viðbragðið skýrt, bæði hjá sorphirðunni hér í Reykjavík og þjónustuaðilanum hjá sveitarfélögunum í kring, að tunnurnar eru ekki teknar. Því það tryggir að rétt efni fari í rétta strauma hjá okkur,“ segir Gunnar Dofri. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu.Vísir/Arnar Er þetta nýja flokkunarkerfi of flókið fyrir túristana? „Það gæti vel verið of flókið fyrir túrista, já. En ég finn samt dálítið til með ferðamönnum sem koma til Íslands því þeir hegða sér held ég bara eins og íslenskir ferðamenn í útlöndum. Við tökum heilann svolítið úr sambandi þegar við förum í ferðalag og ætlumst til að hlutirnir séu gerðir fyrir okkur. En þá þurfa eigendur að grípa til þeirra ráða sem þeir þurfa.“ Sorphirða Reykjavík Airbnb Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þetta eru sorpfréttir ársins Íslendingar tuðuðu sem aldrei fyrr yfir sorpmálum á árinu sem er að líða. Nýjar margskiptar sorptunnur vöfðust fyrir fólki sem er enn að reyna að muna hvort snakkpokinn fari í plast- eða pappatunnuna. 20. desember 2023 07:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Sorphirðumenn vitjuðu sorptunnanna, sem fréttamaður sýnir í innslaginu hér fyrir neðan, í gær, 2. janúar. Þeir urðu þó frá að hverfa þegar í ljós kom að ekki var rétt flokkað, samanber miða sem skilinn var eftir á tunnunni. „Tæming íláta hefur ekki farið fram, rangt flokkað.“ Já, borgin tæmdi ekki tunnurnar, og það þrátt fyrir að íbúarnir sem eiga þær flokki samviskusamlega. Klippa: Tunnurnar ekki tæmdar vegna ferðamanna „Óflokkað sorp í stórum pokum hefur verið sett í okkar tunnur frá AirBnb og annars konar skammtímaleigu-íbúðum hér í grennd. Þetta hefur verið frekar hvimleitt vandamál,“ segir Ingibjörg Sædís, íbúi í miðborginni. Og vandamálið virðist víðtækt, eða í það minnsta sá hluti að því sem snýr að óviðkomandi rusli. Íbúar í nærliggjandi götu hafa til dæmis fundið sig knúna til að merkja sérstaklega að tunnur þeirra séu til einkanota en ekki undir rusl almennings, líkt og sýnt er í innslaginu hér fyrir ofan. Og skilaboðin eru á ensku, eins og til að höfða sérstaklega til ferðamanna og annarra enskumælandi. Ingibjörg vakti máls á vandanum í íbúahóp miðborgarinnar á Facebook. Þar lýstu margir svipaðri reynslu. Þá hafa íbúasamtök miðborgarinnar áður bent á vandamálið og hyggjast gera það aftur. „Ég myndi segja að þetta sé búið að stóraukast eftir að nýja flokkunarkerfið fór í gang,“ segir Ingibjörg. „Það eru allir að læra á nýja kerfið, sem er svosem skiljanlegt en mér finnst bara að fólk sem er með skammtímaleigu þurfi að sýna meiri ábyrgð.“ Kannski of flókið fyrir túristana Undir þetta tekur Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Ábyrgðin liggi hjá eigendum íbúðanna. „Já, það eru margar leiðir að þessu. Ég var nú bara sjálfur með ferðamenn í svona AirBnb-gistingu og ég var bara nokkuð skýr við þau með það að ég myndi fara út með ruslið. Það er miklu einfaldara að heimamaður sem þekkir kerfið geri þetta. Annars getur þetta komið upp, að það er vitlaust flokkað og þá er viðbragðið skýrt, bæði hjá sorphirðunni hér í Reykjavík og þjónustuaðilanum hjá sveitarfélögunum í kring, að tunnurnar eru ekki teknar. Því það tryggir að rétt efni fari í rétta strauma hjá okkur,“ segir Gunnar Dofri. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu.Vísir/Arnar Er þetta nýja flokkunarkerfi of flókið fyrir túristana? „Það gæti vel verið of flókið fyrir túrista, já. En ég finn samt dálítið til með ferðamönnum sem koma til Íslands því þeir hegða sér held ég bara eins og íslenskir ferðamenn í útlöndum. Við tökum heilann svolítið úr sambandi þegar við förum í ferðalag og ætlumst til að hlutirnir séu gerðir fyrir okkur. En þá þurfa eigendur að grípa til þeirra ráða sem þeir þurfa.“
Sorphirða Reykjavík Airbnb Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þetta eru sorpfréttir ársins Íslendingar tuðuðu sem aldrei fyrr yfir sorpmálum á árinu sem er að líða. Nýjar margskiptar sorptunnur vöfðust fyrir fólki sem er enn að reyna að muna hvort snakkpokinn fari í plast- eða pappatunnuna. 20. desember 2023 07:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Þetta eru sorpfréttir ársins Íslendingar tuðuðu sem aldrei fyrr yfir sorpmálum á árinu sem er að líða. Nýjar margskiptar sorptunnur vöfðust fyrir fólki sem er enn að reyna að muna hvort snakkpokinn fari í plast- eða pappatunnuna. 20. desember 2023 07:01