Loksins laus úr vítahringnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2024 09:00 Oliver Stefánsson í einum af fáum leikjum þar sem hann fékk tækifærið með Blikaliðinu. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Oliver Stefánsson kemur heim upp á Skaga og leikur með ÍA í Bestu-deildinni í sumar. Hann segist vera búinn að jafna sig að fullu á erfiðum meiðslum og segist þurfa að spila mun meira en hann gerði á síðasta tímabili. Oliver lék síðast með ÍA í hitteðfyrra þegar liðið féll niður í næstefstu deild. Eftir að Skagamenn féllu þá samdi Oliver við þáverandi Íslandsmeistara Breiðabliks. Hann var hins vegar á eftir Damir Muminovic og Viktori Erni Margeirssyni í goggunarröðinni þegar Blikar lentu í fjórða sæti Bestu deildarinnar. Oliver var á láni hjá ÍA frá sænska liðinu Norrköping sumarið 2022 en Breiðablik keypti hann í kjölfarið frá Svíþjóð. Hann hefur nú skipt alfarið yfir til ÍA og gerði samning út leiktíðina 2025. Hlakkar til að fá að spila fótbolta aftur „Ég er mjög spenntur og hlakka til að fá að spila fótbolta aftur. Það er komið of langt síðan,“ sagði Oliver Stefánsson í samtali við Stefán Árna Pálsson í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2. „Ég var lengi frá og þegar ég var orðinn góður þá fékk ég annað. Svo þegar ég var orðinn góður af því þá kom hitt til baka. Þetta var smá vítahringur og ég er búinn að vera vinna í því að losna úr honum,“ sagði Oliver og fór aðeins nánar yfir meiðslin sín. Fékk blóðtappa „Fyrst þurfti ég að fara í aðgerð á mjöðm og var lengi frá eða í eitt og hálft ár. Svo tók ég undirbúningstímabilið út í Norrköping en fékk þá blóðtappa í hálsinn og lungun. Þá var ég líka frá í eitt ár,“ sagði Oliver. „Þá rýrnaði svo mikið af því sem var búið að vinna upp í mjöðminni að ég fékk því aftur í mjöðmina og var aftur frá í sex til átta mánuði. Núna er ég búinn að ná að byggja það aftur upp. Þetta var smá vítahringur fram og til baka,“ sagði Oliver. Oliver er að koma út úr mjög löngu tímabili með Blikum þá að hann hafi ekki sjálfið komið mikið við sögu í leikjum liðsins. Tímabilinu lauk í desember þegar Blikar féllu úr leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Hann er nú í fríi á Spáni. Lagði saman tvo og tvo Var þetta erfitt fyrir hann að vera lítið að spila en fara í gegnum svona langt tímabil? „Ég bjóst við því að fá að spila mikið meira og þetta voru því ákveðin vonbrigði. Svo leggur maður tvo og tvo saman. Ég var ekkert brjálaður eftir hvern einasta leik, tuttugu leiki í röð,“ sagði Oliver. „Til að byrja með voru þetta mikil vonbrigði en ég lagði bara meira á mig og æfði meira,“ sagði Oliver og nú ætlar hann sér að gera góða hluti með ÍA í sumar. Stefnan er alltaf sett hátt. „Ég held að það sé alltaf stefnan upp á Skaga þótt að það takist ekki alltaf. Mér líst hrikalega vel á þetta og það sem Skaginn er búinn að vera gera undanfarin í leikmannamálum og starfsliði. Ég þekki vel til í klúbbnum og veit að það eru allir að stefna í sömu átt,“ sagði Oliver. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Besta deild karla ÍA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Oliver lék síðast með ÍA í hitteðfyrra þegar liðið féll niður í næstefstu deild. Eftir að Skagamenn féllu þá samdi Oliver við þáverandi Íslandsmeistara Breiðabliks. Hann var hins vegar á eftir Damir Muminovic og Viktori Erni Margeirssyni í goggunarröðinni þegar Blikar lentu í fjórða sæti Bestu deildarinnar. Oliver var á láni hjá ÍA frá sænska liðinu Norrköping sumarið 2022 en Breiðablik keypti hann í kjölfarið frá Svíþjóð. Hann hefur nú skipt alfarið yfir til ÍA og gerði samning út leiktíðina 2025. Hlakkar til að fá að spila fótbolta aftur „Ég er mjög spenntur og hlakka til að fá að spila fótbolta aftur. Það er komið of langt síðan,“ sagði Oliver Stefánsson í samtali við Stefán Árna Pálsson í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2. „Ég var lengi frá og þegar ég var orðinn góður þá fékk ég annað. Svo þegar ég var orðinn góður af því þá kom hitt til baka. Þetta var smá vítahringur og ég er búinn að vera vinna í því að losna úr honum,“ sagði Oliver og fór aðeins nánar yfir meiðslin sín. Fékk blóðtappa „Fyrst þurfti ég að fara í aðgerð á mjöðm og var lengi frá eða í eitt og hálft ár. Svo tók ég undirbúningstímabilið út í Norrköping en fékk þá blóðtappa í hálsinn og lungun. Þá var ég líka frá í eitt ár,“ sagði Oliver. „Þá rýrnaði svo mikið af því sem var búið að vinna upp í mjöðminni að ég fékk því aftur í mjöðmina og var aftur frá í sex til átta mánuði. Núna er ég búinn að ná að byggja það aftur upp. Þetta var smá vítahringur fram og til baka,“ sagði Oliver. Oliver er að koma út úr mjög löngu tímabili með Blikum þá að hann hafi ekki sjálfið komið mikið við sögu í leikjum liðsins. Tímabilinu lauk í desember þegar Blikar féllu úr leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Hann er nú í fríi á Spáni. Lagði saman tvo og tvo Var þetta erfitt fyrir hann að vera lítið að spila en fara í gegnum svona langt tímabil? „Ég bjóst við því að fá að spila mikið meira og þetta voru því ákveðin vonbrigði. Svo leggur maður tvo og tvo saman. Ég var ekkert brjálaður eftir hvern einasta leik, tuttugu leiki í röð,“ sagði Oliver. „Til að byrja með voru þetta mikil vonbrigði en ég lagði bara meira á mig og æfði meira,“ sagði Oliver og nú ætlar hann sér að gera góða hluti með ÍA í sumar. Stefnan er alltaf sett hátt. „Ég held að það sé alltaf stefnan upp á Skaga þótt að það takist ekki alltaf. Mér líst hrikalega vel á þetta og það sem Skaginn er búinn að vera gera undanfarin í leikmannamálum og starfsliði. Ég þekki vel til í klúbbnum og veit að það eru allir að stefna í sömu átt,“ sagði Oliver. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira