Sjálfstæðisflokkurinn líti málið alvarlegum augum og Píratar telja afsögn eðlilega Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 5. janúar 2024 21:34 Gísli Rafn, þingmaður Pírata og Teitur Björn, þingmaður Sjálfstæðisflokks, voru báðir sammála um að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um að fresta hvalveiðum með dags fyrirvara, væri vond stjórnsýsla. Vísir/Steingrímur Dúi Þingflokkur Sjálfstæðisflokks lítur alvarlegum augum álit umboðsmanns Alþingis um að frestun matvælaráðherra á hvalveiðum hafi verið í andstöðu við lög. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir ráðherrann hafa beðið álitshnekki og þingmaður Pírata segir eðlilegast að hún segi af sér. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra telur ekki tilefni til að segja af sér þrátt fyrir álit umboðsmanns Alþingis þess efnis að ákvörðun hennar um að fresta hvalveiðum hafi verið í andstöðu við lög. Hún taki álitið alvarlega og segist ekkert geta sagt um framhald hvalveiða á þessari stundu. Fréttastofa ræddi við Teit Björn Einarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og Gísla Rafn Ólafsson, þingmann Pírata, um álit umboðsmanns um hvalveiðibann matvælaráðherra, í kvöld. Hlusta má á viðtal við þá kollega eftir tvær mínútur og tíu sekúndur í klippunni hér fyrir neðan. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ „Við ræddum þetta mál og fórum yfir álit umboðsmanns. Það sem stendur upp úr er að það er fátt sem kemur á óvart, við höfðum varað við þessu í sumar og töldum að þetta gengi ekki upp með þessum hætti,“ sagði Teitur Björn um málið. „Það er brotið gegn lögmætisreglu og meðalhófi. Það versta er að ráðherrann fór ekki eftir hvatningu frá okkur um að endurskoða ákvörðun sína strax. Fer ekki heldur eftir ákvörðun sérfræðinga í sínu ráðuneyti. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ sagði Teitur jafnframt. Teitur Björn Einarsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks, var ekki sammála ákvörðun Svandísar.Vísir/vilhelm Viljið þið að hún segi af sér? „Það sem hefur þegar gerst er að þetta hefur haft afleiðingar, grafið undan trausti í ríkisstjórnarsamstarfinu og það sem ég tel að gerist í framhaldinu er að ríkisstjórnarflokkarnir, forystumenn ríkisstjórnarinnar, þurfi að eiga samtal um hvernig traust verður endurheimt,“ sagði Teitur. Enn fremur sagði Teitur að skoða þyrfti í framhaldinu hvernig hugað yrði að þeim verkefnum stjórnarsáttmálans sem liggja fyrir í matvælaráðuneytinu. Sérðu fyrir þér að þetta gæti valdið stjórnarslitum? „Nei nei, ég er ekki að boða eitt eða neitt slíkt hér. Ég er bara að horfa á þetta mál og álit umboðsmanns og hvernig það blasir við okkur. Það er alvarlegt mál að þessi ákvörðun matvælaráðherra olli miklu tjóni fyrir fjölda fólks, vó að lögmætri atvinnustarfsemi og það hefur afleiðingar. Hluti af því samtali hlýtur að vera að greiða úr því máli. Það er það sem við horfum fyrst og fremst til,“ sagði Teitur. Eðlilegt að ráðherra segi af sér Gísli Rafn Ólafsson sagðist vera efnislega sammála ráðherra um að banna ætti hvalveiðar og að Píratar hefðu lagt fram frumvarp þess efnis en að aðferðin sem ráðherra hefði farið væri ekki góð stjórnsýsla Gísli Rafn telur eðlilegt að Svandís segi af sér sem ráðherra.vísir/egill „Það er mikilvægt þegar það kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis að ráðherra hafi ekki farið eftir settum reglum þá er mjög mikilvægt að ráðherra axli ábyrgð. Það er svo spurning, að axla ábyrgð innan núverandi ríkisstjórnar virðist felast í því að ráðherrar segi af sér en verði svo ráðherrar strax daginn eftir með annað ráðuneyti,“ sagði Gísli Rafn. „Það er spurning hvort við erum að fara að sjá einhvern stólaleik fara í gang á næstu dögum,“ sagði hann einnig. Þið viljið sjá að hún segi af sér? „Við teljum að það sé eðlilegast að hún segi af sér,“ sagði Gísli. Ráðherrann hafi beðið álitshnekki Eitt að lokum, Teitur. Hvaða afleiðingar viljið þið sjá? „Ég held að það sem mestu máli skiptir er að horft sé í þau verkefni sem ríkisstjórnin hefur einsett sér að verði unnin. Ég vísaði til þess áðan að þetta mál hefur þegar haft afleiðingar, pólitískar afleiðingar, grafið undan trausti. Það hlýtur að vera verkefnið framundan, hvernig þetta traust verður endurheimt,“ sagði Teitur. Treystirðu Svandísi? „Ég held að þetta snúist ekki um ráðherrann sem slíkan. Ég hef verið mjög ósammála ráðherranum í þessu máli, ég hef ekki farið í grafgötur með það. Ég taldi á sínum tíma í sumar að framganga hennar í þessu máli, af því það var nokkuð augljóst að hún var að fara á svig við lög, ekki að virða lögmætisregluna og ekki meðalhófsregluna, væri álitshnekkur fyrir hana og ég stend við það,“ sagði Teitur. Það hljómar eins og þú viljir hana burt úr ráðuneytinu. „Ég get ekki svarað því hér á þessari stundu. Auðvitað er það ráðherrans og annarra að ákveða í hvaða pólitísku stöðu þetta mál er að teiknast upp. Það sem ég er að segja hér og niðurstaðan úr þingflokki Sjálfstæðismanna er að við lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ sagði hann að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Vinstri græn Píratar Tengdar fréttir Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37 Sér jákvæða hlið á áliti umboðsmanns Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ekki gott að skort hafi lagaheimild þegar matvælaráðherra frestaði hvalveiðum í sumar. „En það er eitthvað sem gerist reglulega á Íslandi.“ 5. janúar 2024 15:10 „Í mínum huga hefur svona álit afleiðingar“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann matvælaráðherra ekki koma sér á óvart. 5. janúar 2024 14:23 Tekur álitið alvarlega en hyggst ekki segja af sér Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. 5. janúar 2024 14:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra telur ekki tilefni til að segja af sér þrátt fyrir álit umboðsmanns Alþingis þess efnis að ákvörðun hennar um að fresta hvalveiðum hafi verið í andstöðu við lög. Hún taki álitið alvarlega og segist ekkert geta sagt um framhald hvalveiða á þessari stundu. Fréttastofa ræddi við Teit Björn Einarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og Gísla Rafn Ólafsson, þingmann Pírata, um álit umboðsmanns um hvalveiðibann matvælaráðherra, í kvöld. Hlusta má á viðtal við þá kollega eftir tvær mínútur og tíu sekúndur í klippunni hér fyrir neðan. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ „Við ræddum þetta mál og fórum yfir álit umboðsmanns. Það sem stendur upp úr er að það er fátt sem kemur á óvart, við höfðum varað við þessu í sumar og töldum að þetta gengi ekki upp með þessum hætti,“ sagði Teitur Björn um málið. „Það er brotið gegn lögmætisreglu og meðalhófi. Það versta er að ráðherrann fór ekki eftir hvatningu frá okkur um að endurskoða ákvörðun sína strax. Fer ekki heldur eftir ákvörðun sérfræðinga í sínu ráðuneyti. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ sagði Teitur jafnframt. Teitur Björn Einarsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks, var ekki sammála ákvörðun Svandísar.Vísir/vilhelm Viljið þið að hún segi af sér? „Það sem hefur þegar gerst er að þetta hefur haft afleiðingar, grafið undan trausti í ríkisstjórnarsamstarfinu og það sem ég tel að gerist í framhaldinu er að ríkisstjórnarflokkarnir, forystumenn ríkisstjórnarinnar, þurfi að eiga samtal um hvernig traust verður endurheimt,“ sagði Teitur. Enn fremur sagði Teitur að skoða þyrfti í framhaldinu hvernig hugað yrði að þeim verkefnum stjórnarsáttmálans sem liggja fyrir í matvælaráðuneytinu. Sérðu fyrir þér að þetta gæti valdið stjórnarslitum? „Nei nei, ég er ekki að boða eitt eða neitt slíkt hér. Ég er bara að horfa á þetta mál og álit umboðsmanns og hvernig það blasir við okkur. Það er alvarlegt mál að þessi ákvörðun matvælaráðherra olli miklu tjóni fyrir fjölda fólks, vó að lögmætri atvinnustarfsemi og það hefur afleiðingar. Hluti af því samtali hlýtur að vera að greiða úr því máli. Það er það sem við horfum fyrst og fremst til,“ sagði Teitur. Eðlilegt að ráðherra segi af sér Gísli Rafn Ólafsson sagðist vera efnislega sammála ráðherra um að banna ætti hvalveiðar og að Píratar hefðu lagt fram frumvarp þess efnis en að aðferðin sem ráðherra hefði farið væri ekki góð stjórnsýsla Gísli Rafn telur eðlilegt að Svandís segi af sér sem ráðherra.vísir/egill „Það er mikilvægt þegar það kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis að ráðherra hafi ekki farið eftir settum reglum þá er mjög mikilvægt að ráðherra axli ábyrgð. Það er svo spurning, að axla ábyrgð innan núverandi ríkisstjórnar virðist felast í því að ráðherrar segi af sér en verði svo ráðherrar strax daginn eftir með annað ráðuneyti,“ sagði Gísli Rafn. „Það er spurning hvort við erum að fara að sjá einhvern stólaleik fara í gang á næstu dögum,“ sagði hann einnig. Þið viljið sjá að hún segi af sér? „Við teljum að það sé eðlilegast að hún segi af sér,“ sagði Gísli. Ráðherrann hafi beðið álitshnekki Eitt að lokum, Teitur. Hvaða afleiðingar viljið þið sjá? „Ég held að það sem mestu máli skiptir er að horft sé í þau verkefni sem ríkisstjórnin hefur einsett sér að verði unnin. Ég vísaði til þess áðan að þetta mál hefur þegar haft afleiðingar, pólitískar afleiðingar, grafið undan trausti. Það hlýtur að vera verkefnið framundan, hvernig þetta traust verður endurheimt,“ sagði Teitur. Treystirðu Svandísi? „Ég held að þetta snúist ekki um ráðherrann sem slíkan. Ég hef verið mjög ósammála ráðherranum í þessu máli, ég hef ekki farið í grafgötur með það. Ég taldi á sínum tíma í sumar að framganga hennar í þessu máli, af því það var nokkuð augljóst að hún var að fara á svig við lög, ekki að virða lögmætisregluna og ekki meðalhófsregluna, væri álitshnekkur fyrir hana og ég stend við það,“ sagði Teitur. Það hljómar eins og þú viljir hana burt úr ráðuneytinu. „Ég get ekki svarað því hér á þessari stundu. Auðvitað er það ráðherrans og annarra að ákveða í hvaða pólitísku stöðu þetta mál er að teiknast upp. Það sem ég er að segja hér og niðurstaðan úr þingflokki Sjálfstæðismanna er að við lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ sagði hann að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Vinstri græn Píratar Tengdar fréttir Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37 Sér jákvæða hlið á áliti umboðsmanns Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ekki gott að skort hafi lagaheimild þegar matvælaráðherra frestaði hvalveiðum í sumar. „En það er eitthvað sem gerist reglulega á Íslandi.“ 5. janúar 2024 15:10 „Í mínum huga hefur svona álit afleiðingar“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann matvælaráðherra ekki koma sér á óvart. 5. janúar 2024 14:23 Tekur álitið alvarlega en hyggst ekki segja af sér Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. 5. janúar 2024 14:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37
Sér jákvæða hlið á áliti umboðsmanns Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ekki gott að skort hafi lagaheimild þegar matvælaráðherra frestaði hvalveiðum í sumar. „En það er eitthvað sem gerist reglulega á Íslandi.“ 5. janúar 2024 15:10
„Í mínum huga hefur svona álit afleiðingar“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann matvælaráðherra ekki koma sér á óvart. 5. janúar 2024 14:23
Tekur álitið alvarlega en hyggst ekki segja af sér Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. 5. janúar 2024 14:08