Er barnið þitt eða náinn aðstandandi að deyja vegna fálætis? Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 6. janúar 2024 11:31 Veikindi fara ekki í manngreinarálit, það ættum við ekki heldur að gera. Er manneskja með fíknisjúkdóm minna virði en manneskja með krabbamein? Myndir þú setja manneskju með krabbamein á lista og biðja hana að hringja á hverjum degi til að ítreka að hún vilji/þurfi að komast í meðferð? Meðferð sem gæti bjargað lífi hennar og væri hennar eina von. Fólk með fíknisjúkdóm eru ekkert öðruvísi en aðrir langveikir sjúklingar, með sjúkdóm sem getur tekið sig upp aftur og aftur hvenær sem er. Ef fólk greinist með krabbamein í annað eða þriðja skipti er það ekki sett neðst á listann og gert að bíða lengur eftir meðferð. Sonur minn á alveg sama rétt á umönnun, virðingu og von og aðrir sjúklingar, hann á sínar sorgir og áföll og kerfið hefur brugðist honum allt of oft. Kannski væri hann tölvuforritari, listamaður eða iðnaðarmaður, nyti virðingar og ætti fjölskyldu, ef kerfið hefði gripið hann þegar hann lenti í áfalli á unglingsárum. Í staðinn býr hann á „skýlinu“ óstaðsettur í húsi, hefur lítil sem engin tengsl við dóttur sína, hefur ekki lokið neinu námi flosnaði upp úr skóla eftir að skólastjóri meinaði honum að taka samræmdu prófin í 10 bekk. Fötin hans eru ekki skítug eftir heiðarlega erfiðisvinnu heldur af því hann hefur þurft að sofa í bílakjallara, ruslageymslu eða yfirgefnu húsi, því hann hefur verið í banni á skýlinu, já þau fá stundum á sig bann á skýlinu og þurfa þá að finna sér annan svefnstað í hvernig veðri sem er, þá þýðir ekki að vera vandfýsinn. Hann er núna um 50 kíló og stendur varla í lappirnar, þessi stæðilegi ungi maður ætti að vera um 120 kíló þéttur á velli og kraftalegur. Hann lendir stundum í fangelsi, það köllum við aðstandendur að fara í frí, þau eru í öruggu næturskjóli og fá mat og læknisþjónustu, nema það skortir sálfræði- og félagsráðgjafa þjónustu. Þar kemur hann vel fyrir, tekur að sér að halda ganginum snyrtilegum og sér um matarklúbbinn, þeir leggja í púkk og elda saman það er ódýrara, þar er hann góður elda mat og baka, jafnvel fangaverðirnir koma að smakka, hann tekur alveg að sér þriðju vaktina, sér um innkaup og þrif, og er alltaf edrú þegar hann situr inni. Hann lenti upp á spítala í haust nær dauða en lífi, þar var hann í mánuð, þegar hans meðferð lauk varð hann að fara af spítalanum, honum var keyrt í hjólastól að dyrunum og sagt að fara, fara á skýlið, götuna hann gat varla labbað fóturinn á honum var tvöfaldur og með slæm sár á honum sem gat komið sýking í, og hann var útskrifaður úr skýlinu…… Það er ekkert sem grípur þau. En byrjum á því að breyta því sem við getum breytt. Mætum fólki með fíknisjúkdóm af virðingu. Ímyndað ykkur hvað þau eru búinn að upplifa og sjá, þurft að stela, selja sig, horfa upp á vini sýna deyja, lent í fangelsi eða upp á bráðamóttöku, vita ekki hvar þau sofa næstu nótt eða hvort þau fái að borða, verið hent út í hvaða veðrum sem er sama þó þau séu illa klædd og veik. Þau þurfa ekki meira af lítilsvirðingu og fálæti. Okkur vantar úrræði, langtíma úrræði, stað sem þeim er hjálpað að ná tökum á fíkninni og hjálpa þeim út í lífið aftur, stað sem lætur þeim líður eins og fólki og komið fram við þau af virðingu, meðferð sem veitir þeim reisn og löngun og getu til að takast á við lífið. Eitthvað sem grípur þau þegar þau þurfa/vilja hjálp. Ekki langan biðlista, Dauðalistann, því fólk er að deyja meðan það bíður á þessum lista. Ég vill ekki að sonur minn verði rós á tröppum Alþingishússins í næstu mótmælum. Hans líf skiptir máli... Höfundur er aðstandandi og baráttukona um betra líf fyrir fíknisjúka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Veikindi fara ekki í manngreinarálit, það ættum við ekki heldur að gera. Er manneskja með fíknisjúkdóm minna virði en manneskja með krabbamein? Myndir þú setja manneskju með krabbamein á lista og biðja hana að hringja á hverjum degi til að ítreka að hún vilji/þurfi að komast í meðferð? Meðferð sem gæti bjargað lífi hennar og væri hennar eina von. Fólk með fíknisjúkdóm eru ekkert öðruvísi en aðrir langveikir sjúklingar, með sjúkdóm sem getur tekið sig upp aftur og aftur hvenær sem er. Ef fólk greinist með krabbamein í annað eða þriðja skipti er það ekki sett neðst á listann og gert að bíða lengur eftir meðferð. Sonur minn á alveg sama rétt á umönnun, virðingu og von og aðrir sjúklingar, hann á sínar sorgir og áföll og kerfið hefur brugðist honum allt of oft. Kannski væri hann tölvuforritari, listamaður eða iðnaðarmaður, nyti virðingar og ætti fjölskyldu, ef kerfið hefði gripið hann þegar hann lenti í áfalli á unglingsárum. Í staðinn býr hann á „skýlinu“ óstaðsettur í húsi, hefur lítil sem engin tengsl við dóttur sína, hefur ekki lokið neinu námi flosnaði upp úr skóla eftir að skólastjóri meinaði honum að taka samræmdu prófin í 10 bekk. Fötin hans eru ekki skítug eftir heiðarlega erfiðisvinnu heldur af því hann hefur þurft að sofa í bílakjallara, ruslageymslu eða yfirgefnu húsi, því hann hefur verið í banni á skýlinu, já þau fá stundum á sig bann á skýlinu og þurfa þá að finna sér annan svefnstað í hvernig veðri sem er, þá þýðir ekki að vera vandfýsinn. Hann er núna um 50 kíló og stendur varla í lappirnar, þessi stæðilegi ungi maður ætti að vera um 120 kíló þéttur á velli og kraftalegur. Hann lendir stundum í fangelsi, það köllum við aðstandendur að fara í frí, þau eru í öruggu næturskjóli og fá mat og læknisþjónustu, nema það skortir sálfræði- og félagsráðgjafa þjónustu. Þar kemur hann vel fyrir, tekur að sér að halda ganginum snyrtilegum og sér um matarklúbbinn, þeir leggja í púkk og elda saman það er ódýrara, þar er hann góður elda mat og baka, jafnvel fangaverðirnir koma að smakka, hann tekur alveg að sér þriðju vaktina, sér um innkaup og þrif, og er alltaf edrú þegar hann situr inni. Hann lenti upp á spítala í haust nær dauða en lífi, þar var hann í mánuð, þegar hans meðferð lauk varð hann að fara af spítalanum, honum var keyrt í hjólastól að dyrunum og sagt að fara, fara á skýlið, götuna hann gat varla labbað fóturinn á honum var tvöfaldur og með slæm sár á honum sem gat komið sýking í, og hann var útskrifaður úr skýlinu…… Það er ekkert sem grípur þau. En byrjum á því að breyta því sem við getum breytt. Mætum fólki með fíknisjúkdóm af virðingu. Ímyndað ykkur hvað þau eru búinn að upplifa og sjá, þurft að stela, selja sig, horfa upp á vini sýna deyja, lent í fangelsi eða upp á bráðamóttöku, vita ekki hvar þau sofa næstu nótt eða hvort þau fái að borða, verið hent út í hvaða veðrum sem er sama þó þau séu illa klædd og veik. Þau þurfa ekki meira af lítilsvirðingu og fálæti. Okkur vantar úrræði, langtíma úrræði, stað sem þeim er hjálpað að ná tökum á fíkninni og hjálpa þeim út í lífið aftur, stað sem lætur þeim líður eins og fólki og komið fram við þau af virðingu, meðferð sem veitir þeim reisn og löngun og getu til að takast á við lífið. Eitthvað sem grípur þau þegar þau þurfa/vilja hjálp. Ekki langan biðlista, Dauðalistann, því fólk er að deyja meðan það bíður á þessum lista. Ég vill ekki að sonur minn verði rós á tröppum Alþingishússins í næstu mótmælum. Hans líf skiptir máli... Höfundur er aðstandandi og baráttukona um betra líf fyrir fíknisjúka.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun