Biðlar til stjórnvalda að setja sig í spor Palestínumanna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. janúar 2024 09:59 Hin 17 ára Asil al-Masri ávarpaði mótmælendur á Austurvelli í gær. Skjáskot Hin sautján ára Asil al-Masri sem kom til landsins frá Palestínu fyrr í vikunni biður Alþingismenn um að setja sig í spor Palestínumanna. Hún biður þá um að finna það í hjarta sér að koma fjölskyldum Palestínumanna búsettra á Íslandi í öruggt skjól hér á landi á meðan árásir Ísraela ógna lífi þeirra. Asil hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári til að sameinast bróður sínum á ný eftir að loftárás drap stóran hluta fjölskyldu hennar og tók frá henni annan fótinn. Margir standi enn frammi fyrir glötun Í ræðu sem hún flutti á Austurvelli í gær þar sem komið hefur verið upp tjaldbúðum til að þrýsta á yfirvöld að sameina palestínskar fjölskyldur. Þar segir hún sig og bróður sinn Suleiman sem hefur verið búsettur á Íslandi um nokkurt skeið vera þakklát íslensku þjóðinni en að margir Palestínumenn séu ekki í hennar stöðu. „Jafnvel þó að mér hafi tekist að flýja dauðann, stríðið og eyðilegginguna í Gasa og sameinast bróður mínum hér á Íslandi, veit ég að fjölskyldur margra Palestínumanna sem standa hér á meðal okkar standa enn frammi fyrir dauða, hungri og glötun á hverjum degi í Gasa,“ segir Asil. Hún segir það að fá að vera með fjölskyldu sinni í öryggi séu grundvallarmannréttindi óháð upprunalandi, kynþætti, trú eða kyni. Asil biðlar til íslenskra stjórnvalda í ræðu sinni að finna það í sér að sameina aðrar fjölskyldur frá Gasasvæðinu. „Gerið það að setja ykkur í þeirra spor og ímyndið ykkur að vakna á hverjum degi og vita ekki hvort þau tali við fjölskyldu sína í síðasta skiptið,“ segir hún. Íslendingar geti lært ýmislegt af þeim Hún biður stjórnvöld um að synja ekki Palestínumönnum sem leita skjóls á Íslandi og að vísa þeim þegar komnu ekki úr landi þar sem þau hafa hvorki tíma né styrk til þess að hafa áhyggjur af því að þeim verði brottvísað. Að lokum hvetur hún íslensku þjóðina til að hafa ekki áhyggjur. Palestínumenn séu menntað, duglegt og góðhjartað fólk sem vill aðeins fá að búa við öryggi og vera hluti af samfélagi. „Við getum lært ýmislegt af ykkur og þið getið lært ýmislegt af okkur. Við verðum ekki byrði á herðum neins,“ segir Asil að lokum og viðstaddir kyrjuðu áköll um frjálsa Palestínu. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hún biður þá um að finna það í hjarta sér að koma fjölskyldum Palestínumanna búsettra á Íslandi í öruggt skjól hér á landi á meðan árásir Ísraela ógna lífi þeirra. Asil hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári til að sameinast bróður sínum á ný eftir að loftárás drap stóran hluta fjölskyldu hennar og tók frá henni annan fótinn. Margir standi enn frammi fyrir glötun Í ræðu sem hún flutti á Austurvelli í gær þar sem komið hefur verið upp tjaldbúðum til að þrýsta á yfirvöld að sameina palestínskar fjölskyldur. Þar segir hún sig og bróður sinn Suleiman sem hefur verið búsettur á Íslandi um nokkurt skeið vera þakklát íslensku þjóðinni en að margir Palestínumenn séu ekki í hennar stöðu. „Jafnvel þó að mér hafi tekist að flýja dauðann, stríðið og eyðilegginguna í Gasa og sameinast bróður mínum hér á Íslandi, veit ég að fjölskyldur margra Palestínumanna sem standa hér á meðal okkar standa enn frammi fyrir dauða, hungri og glötun á hverjum degi í Gasa,“ segir Asil. Hún segir það að fá að vera með fjölskyldu sinni í öryggi séu grundvallarmannréttindi óháð upprunalandi, kynþætti, trú eða kyni. Asil biðlar til íslenskra stjórnvalda í ræðu sinni að finna það í sér að sameina aðrar fjölskyldur frá Gasasvæðinu. „Gerið það að setja ykkur í þeirra spor og ímyndið ykkur að vakna á hverjum degi og vita ekki hvort þau tali við fjölskyldu sína í síðasta skiptið,“ segir hún. Íslendingar geti lært ýmislegt af þeim Hún biður stjórnvöld um að synja ekki Palestínumönnum sem leita skjóls á Íslandi og að vísa þeim þegar komnu ekki úr landi þar sem þau hafa hvorki tíma né styrk til þess að hafa áhyggjur af því að þeim verði brottvísað. Að lokum hvetur hún íslensku þjóðina til að hafa ekki áhyggjur. Palestínumenn séu menntað, duglegt og góðhjartað fólk sem vill aðeins fá að búa við öryggi og vera hluti af samfélagi. „Við getum lært ýmislegt af ykkur og þið getið lært ýmislegt af okkur. Við verðum ekki byrði á herðum neins,“ segir Asil að lokum og viðstaddir kyrjuðu áköll um frjálsa Palestínu.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira