Hafnarfjörður mun endurskoða gjaldskrár Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 11. janúar 2024 08:00 Vonir standa til að næstu kjarasamningar muni tryggja stöðugleika og lága verðbólgu til langs tíma. Þess vegna höfðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði frumkvæði að því í byrjun desember að lýsa yfir mögulegri endurskoðun á gjaldskrám bæjarins. Með því móti vill sveitarfélagið hvetja til ábyrgrar samningagerðar á vinnumarkaði. Kjarasamningsviðræður lofa góðu ef marka má upphaf þeirra og yfirlýsingar forystufólks Samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaga um sameiginlegan vilja til að ná niður vöxtum og verðbólgu, sem er hin eina sanna kjarabót heimila og fyrirtækja. Náist skynsamlegir samningar á almenna vinnumarkaðinum þá þarf opinberi vinnumarkaðurinn, ríki og sveitarfélög og samningsaðilar þeirra, að fylgja í kjölfarið. Einungis þannig næst svokölluð þjóðarsátt. Þótt þær samningaviðræður séu ekki hafnar hefur verið kallað eftir því að sveitarfélögin hækki gjaldskrár umtalsvert minna en ráðgert er í nýsamþykktum fjárhagsáætlunum þeirra. Sveitarfélögin ákveða sínar gjaldskrár hvert fyrir sig. Sum þeirra hækka oftar gjaldskrár sínar en um áramót. Má þar til dæmis nefna Reykjavík. Þess vegna segir samanburður á gjaldskrárhækkunum um áramót ekki alla söguna. Réttara væri að bera saman gjaldskrárhækkanir á ársgrundvelli. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti nýverið að hækka gjaldskrár sínar um 9.9% til þess að mæta verðlags- og launahækkunum umfram áætlanir nýliðins árs og væntanlegri verðbólgu þessa árs. Margir þjónustusamningar voru endurnýjaðir á síðastliðnu ári sem leiddi til hækkunar á útgjöldum bæjarins. Þá standa einnig fyrir dyrum fleiri stór útboð á komandi vikum og mánuðum. Vegna mikillar verðbólgu undanfarin tvö ár er viðbúið að verð í þeim útboðum muni hækka. Með gjaldskrárhækkuninni um áramótin er því að hluta til verið að bregðast við því. Þróun verðlags og launakostnaðar veldur því jafnframt að kostnaðarhlutdeild bæjarins á móti notendum þjónustu er almennt að aukast þrátt fyrir gjaldskrárhækkanir. Þá er samsetning leikskólagjalda að breytast umtalsvert og gjöldin að lækka svo um munar frá því sem nú er hjá stórum hópi notenda þjónustunnar. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 4. desember síðastliðinn var það skýrt tekið fram og bókað í fundargerð að komið geti til endurskoðunar á gjaldskrám gefi niðurstöður kjarasamninga tilefni til. Hafnarfjarðarbær var því eitt fyrsta sveitarfélag landsins til að lýsa því formlega yfir að vera tilbúið til endurskoðunar og breytinga á gjaldskrá. Við það loforð munum við standa. En þangað til er það óábyrgt að afsala sér fyrirfram tekjum sem eiga að standa undir kostnaði við þjónustu sveitarfélagsins. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Vonir standa til að næstu kjarasamningar muni tryggja stöðugleika og lága verðbólgu til langs tíma. Þess vegna höfðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði frumkvæði að því í byrjun desember að lýsa yfir mögulegri endurskoðun á gjaldskrám bæjarins. Með því móti vill sveitarfélagið hvetja til ábyrgrar samningagerðar á vinnumarkaði. Kjarasamningsviðræður lofa góðu ef marka má upphaf þeirra og yfirlýsingar forystufólks Samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaga um sameiginlegan vilja til að ná niður vöxtum og verðbólgu, sem er hin eina sanna kjarabót heimila og fyrirtækja. Náist skynsamlegir samningar á almenna vinnumarkaðinum þá þarf opinberi vinnumarkaðurinn, ríki og sveitarfélög og samningsaðilar þeirra, að fylgja í kjölfarið. Einungis þannig næst svokölluð þjóðarsátt. Þótt þær samningaviðræður séu ekki hafnar hefur verið kallað eftir því að sveitarfélögin hækki gjaldskrár umtalsvert minna en ráðgert er í nýsamþykktum fjárhagsáætlunum þeirra. Sveitarfélögin ákveða sínar gjaldskrár hvert fyrir sig. Sum þeirra hækka oftar gjaldskrár sínar en um áramót. Má þar til dæmis nefna Reykjavík. Þess vegna segir samanburður á gjaldskrárhækkunum um áramót ekki alla söguna. Réttara væri að bera saman gjaldskrárhækkanir á ársgrundvelli. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti nýverið að hækka gjaldskrár sínar um 9.9% til þess að mæta verðlags- og launahækkunum umfram áætlanir nýliðins árs og væntanlegri verðbólgu þessa árs. Margir þjónustusamningar voru endurnýjaðir á síðastliðnu ári sem leiddi til hækkunar á útgjöldum bæjarins. Þá standa einnig fyrir dyrum fleiri stór útboð á komandi vikum og mánuðum. Vegna mikillar verðbólgu undanfarin tvö ár er viðbúið að verð í þeim útboðum muni hækka. Með gjaldskrárhækkuninni um áramótin er því að hluta til verið að bregðast við því. Þróun verðlags og launakostnaðar veldur því jafnframt að kostnaðarhlutdeild bæjarins á móti notendum þjónustu er almennt að aukast þrátt fyrir gjaldskrárhækkanir. Þá er samsetning leikskólagjalda að breytast umtalsvert og gjöldin að lækka svo um munar frá því sem nú er hjá stórum hópi notenda þjónustunnar. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 4. desember síðastliðinn var það skýrt tekið fram og bókað í fundargerð að komið geti til endurskoðunar á gjaldskrám gefi niðurstöður kjarasamninga tilefni til. Hafnarfjarðarbær var því eitt fyrsta sveitarfélag landsins til að lýsa því formlega yfir að vera tilbúið til endurskoðunar og breytinga á gjaldskrá. Við það loforð munum við standa. En þangað til er það óábyrgt að afsala sér fyrirfram tekjum sem eiga að standa undir kostnaði við þjónustu sveitarfélagsins. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun