Rólan telst samþykkt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. janúar 2024 06:45 Húsfélögin töldu róluna ekki hafa verið samþykkta. Íbúi var ósammála og skaut málinu til kærunefndar. Vísir/Rakel Kærunefnd húsamál telur rólu á sameiginlegri lóð tveggja fjöleignarhúsa ekki þurfa samþykki 2/3 hluta eigenda húsanna. Rólan var samþykkt af einföldum meirihluta og telur nefndin það nóg. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að í húsunum tveimur séu annars vegar 71 íbúðir og hinsvegar 58 íbúðir. Íbúðareigandi í einu húsanna skaut málinu til nefndarinnar og krafðist þess að viðurkennt yrði að samþykki einfalds meirihluta eigenda miðað við hlutfallstölur, samanber lög um fjöleignarhús, þyrfti fyrir uppsetningu á rólum á sameiginlegri lóð. Húsfélögin töldu róluna ekki samþykkta Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að húsfélög í báðum húsum hafi talið að 2/3 atkvæða íbúa hafi þurft til þess að samþykkja staðsetningu rólunnar á sameiginlegri lóð. Haldinn hafi verið húsfundur beggja húsfélaga þann 21. júní 2023. Þangað hafi alls mætt 65 eigendur. 36 íbúar hafi greitt atkvæði með því að setja upp rólur á lóðinni, 25 gegn tillögunni og þá sátu fjórir hjá. Stjórn beggja húsfélaga taldi óljóst hvort krafa væri um 50 prósent fundarsókn og samþykki 2/3 til að kosningin teldist löglega samþykkt. Leituðu félögin því til fyrirtækis sem þau hafa rekstrarsamning við. Niðurstaða þess var sú að erfitt væri að lesa skýrt úr lögum um fjöleignahús og álitum kærunefndar húsamála hvað ætti við um málið. Því hafi verið ákveðið að fara varkárari leiðina, það er að fara fram á samþykki 2/3 hluta fundargesta. 40 fermetrar af 2000 Fram kemur í áliti nefndarinnar að húsfélögin hafi valið staðsetningu leiktækjanna eftir skoðun á lóðinni. Ákvörðunin hafi byggt á því að engin staðsetning væri fullkomin heldur hafi skásta staðsetningin verið lögð fram. Sú staðsetning hafi þó reynst umdeild meðal íbúa og sé í grennd við ákveðnar íbúðir á jarðhæð eins stigagangs. Orsök óánægju séu nálægð leiktækjanna, áhrif þeirra á breytt útsýni og ásýnd margra íbúða út um stofuglugga. Afstaða eigenda sé breytileg eftir því hvar eign þeirra sé með tilliti til mögulegs leiksvæðis. Kosningin hafi verið jöfn um leiktækin og með tilliti til erinda sem borist hafi húsfélögum gegn uppsetningu þeirra sé ekki hægt að staðhæfa um að fá eigendur sé að ræða. Kærunefnd fellst hinsvegar á kröfu íbúa um að það nægi samþykki einfalds meirihluta eigenda miðað við hlutfallstölur á húsfundi. Fyrirhugað leiksvæði sé aðeins um 40 fermetrar af 2000 fermetra sameiginlegri lóð. Því telur nefndin of íþyngjandi að krafist sé samþykki 2/3 íbúa. Þá telur nefndin það jafnframt hafa þýðingu að um sé að ræða tillögu um framkvæmd sem sérstaklega sé tekið fram í skilalýsingu hússins að sé möguleg, þó hún hafi ekki verið innifalin við byggingu þess. Húsnæðismál Hús og heimili Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að í húsunum tveimur séu annars vegar 71 íbúðir og hinsvegar 58 íbúðir. Íbúðareigandi í einu húsanna skaut málinu til nefndarinnar og krafðist þess að viðurkennt yrði að samþykki einfalds meirihluta eigenda miðað við hlutfallstölur, samanber lög um fjöleignarhús, þyrfti fyrir uppsetningu á rólum á sameiginlegri lóð. Húsfélögin töldu róluna ekki samþykkta Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að húsfélög í báðum húsum hafi talið að 2/3 atkvæða íbúa hafi þurft til þess að samþykkja staðsetningu rólunnar á sameiginlegri lóð. Haldinn hafi verið húsfundur beggja húsfélaga þann 21. júní 2023. Þangað hafi alls mætt 65 eigendur. 36 íbúar hafi greitt atkvæði með því að setja upp rólur á lóðinni, 25 gegn tillögunni og þá sátu fjórir hjá. Stjórn beggja húsfélaga taldi óljóst hvort krafa væri um 50 prósent fundarsókn og samþykki 2/3 til að kosningin teldist löglega samþykkt. Leituðu félögin því til fyrirtækis sem þau hafa rekstrarsamning við. Niðurstaða þess var sú að erfitt væri að lesa skýrt úr lögum um fjöleignahús og álitum kærunefndar húsamála hvað ætti við um málið. Því hafi verið ákveðið að fara varkárari leiðina, það er að fara fram á samþykki 2/3 hluta fundargesta. 40 fermetrar af 2000 Fram kemur í áliti nefndarinnar að húsfélögin hafi valið staðsetningu leiktækjanna eftir skoðun á lóðinni. Ákvörðunin hafi byggt á því að engin staðsetning væri fullkomin heldur hafi skásta staðsetningin verið lögð fram. Sú staðsetning hafi þó reynst umdeild meðal íbúa og sé í grennd við ákveðnar íbúðir á jarðhæð eins stigagangs. Orsök óánægju séu nálægð leiktækjanna, áhrif þeirra á breytt útsýni og ásýnd margra íbúða út um stofuglugga. Afstaða eigenda sé breytileg eftir því hvar eign þeirra sé með tilliti til mögulegs leiksvæðis. Kosningin hafi verið jöfn um leiktækin og með tilliti til erinda sem borist hafi húsfélögum gegn uppsetningu þeirra sé ekki hægt að staðhæfa um að fá eigendur sé að ræða. Kærunefnd fellst hinsvegar á kröfu íbúa um að það nægi samþykki einfalds meirihluta eigenda miðað við hlutfallstölur á húsfundi. Fyrirhugað leiksvæði sé aðeins um 40 fermetrar af 2000 fermetra sameiginlegri lóð. Því telur nefndin of íþyngjandi að krafist sé samþykki 2/3 íbúa. Þá telur nefndin það jafnframt hafa þýðingu að um sé að ræða tillögu um framkvæmd sem sérstaklega sé tekið fram í skilalýsingu hússins að sé möguleg, þó hún hafi ekki verið innifalin við byggingu þess.
Húsnæðismál Hús og heimili Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira