„Vildi koma heim meðan ég hef eitthvað fram að bjóða“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. janúar 2024 23:30 Aron ræddi við Vísi og Stöð 2 í dag. Vísir/Stöð 2 „Mér líst bara mjög vel á þetta. Hrikalega spenntur að vera kominn heim, var að hitta strákana í dag, geggjaður hópur sem tók vel á móti mér og er bara spenntur að byrja,“ sagði Aron Sigurðarson, nýjasti leikmaður KR í viðtali við Stöð 2 og Vísi eftir að vistaskiptin voru staðfest. Aron kemur til KR frá AC Horsens í Danmörku en vistaskiptin voru staðfest í dag. Aron hefur spilað erlendis frá árinu 2016 þegar hann samdi við Tromsö í Noregi. Þaðan fór hann til Start áður en hann samdi við Union SG í Belgíu og svo AC Horsens í Danmörku árið 2021. „Það er búinn að vera pínu aðdragandi að þessu. Ég og fjölskylda mín vorum búin að tala um það að koma heim í einhvern tíma, okkur leist mjög vel á KR og allt sem að þeir lögðu upp fyrir okkur,“ sagði Aron um aðdraganda félagaskiptanna. „Spennandi hlutir að gerast hérna heima, deildin að verða sterkari og sterkari. Vildi koma heim meðan ég hef eitthvað fram að bjóða, maður er ekkert að verða yngri. Vildi koma heim og hjálpa KR að komast á þann stað sem þeir eiga að vera á.“ Af hverju KR? „Lýst mjög vel á þetta verkefni, þeir voru fyrsti fundurinn minn og mér leist hrikalega vel á þetta. Þekkti Gregg (Ryder, þjálfara KR) aðeins frá því að hann var að vinna í Danmörku. Öll samtöl og allt sem þeir lögðu upp fyrir mig leist mér vel á.“ „Góður, og efnilegur, hópur sem við getum vonandi bætt aðeins í og verið samkeppnishæfir í sumar.“ Aron mætti á sína fyrstu æfingu hjá KR í dag og liðið spilar svo fyrsta leik í Reykjavíkurmóti á morgun, föstudag. „Alvöru íslenskt veður, rok og rigning. Bara stemning, geggjað að hitta strákana og byrja æfa.“ „Býst ekki við því (að spila á morgun). Held ég megi ekki spila fyrr en í febrúar í Lengjubikarnum þannig að ég styð strákana bara á morgun.“ „Hef ekki spilað fótbolta í mánuð en þetta er fljótt að koma. Maður heldur sér við og hef góðan tíma til að koma mér í form áður en ég byrja að spila í febrúar.“ Velkominn Aron!Nánari upplýsingar: https://t.co/RnsZvRiALi pic.twitter.com/OBVkWkRoTq— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) January 11, 2024 Aron hefur lengi vel spilað á vængnum en færst inn á miðjuna með aldrinum. Hefur hann rætt við Gregg um hvar hann muni spila? „Við ræddum saman um það. Ég get leyst flestar stöður fram á við og á miðjunni þannig að það er undir honum komið að setja mig í stöðu. Ég vil spila, alveg sama hvar það er. Um tíma sinn í atvinnumennsku „Ævintýri að vera úti. Er búinn að vera í tíu ár núna og þegar maður kemur heim hugsar maður um vinina og tengslanetið sem maður hefur eignast. Hugsa til atvinnumennsku minnar með brosi.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Aron í heild sinni. Þar fyrir neðan er viðtal við Gregg Ryder. Viðtalið er á ensku og er ótextað. Klippa: Aron Sig: Vildi koma heim meðan ég hef eitthvað fram á að bjóða „Mjög spennandi kaup fyrir félagið. Þegar maður fær leikmann erlendis frá sem er enn á toppi ferilsins, hann hefur enn gríðarlega mikið fram að færa. Hef þjálfað gegn honum undanfarin 2-3 ár í Danmörku og gæti spilað í efstu deild þar. Hann var einn besti leikmaðurinn í B-deildinni svo við erum að fá leikmann sem getur fært okkur gríðarlega mikið,“ sagði Gregg aðspurður um Aron og hvað hann gefur KR-liðinu. „Við viljum ekki fá leikmann inn sem kemur til að taka því rólega. Hann mun ekki gera það, er góður karakter og leiðtogi.“ „Hann var beittur, í góðu standi og leiðir með fordæmi. Hann er nákvæmlega sá karakter sem við þurfum. Horfum mikið í það að fá réttu leikmennina, réttu karakterana í liðið. Og hann er það, hann er toppmaður.“ Klippa: Gregg Ryder um Aron Sig: Gæti spilað í efstu deild í Danmörku Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Aron kemur til KR frá AC Horsens í Danmörku en vistaskiptin voru staðfest í dag. Aron hefur spilað erlendis frá árinu 2016 þegar hann samdi við Tromsö í Noregi. Þaðan fór hann til Start áður en hann samdi við Union SG í Belgíu og svo AC Horsens í Danmörku árið 2021. „Það er búinn að vera pínu aðdragandi að þessu. Ég og fjölskylda mín vorum búin að tala um það að koma heim í einhvern tíma, okkur leist mjög vel á KR og allt sem að þeir lögðu upp fyrir okkur,“ sagði Aron um aðdraganda félagaskiptanna. „Spennandi hlutir að gerast hérna heima, deildin að verða sterkari og sterkari. Vildi koma heim meðan ég hef eitthvað fram að bjóða, maður er ekkert að verða yngri. Vildi koma heim og hjálpa KR að komast á þann stað sem þeir eiga að vera á.“ Af hverju KR? „Lýst mjög vel á þetta verkefni, þeir voru fyrsti fundurinn minn og mér leist hrikalega vel á þetta. Þekkti Gregg (Ryder, þjálfara KR) aðeins frá því að hann var að vinna í Danmörku. Öll samtöl og allt sem þeir lögðu upp fyrir mig leist mér vel á.“ „Góður, og efnilegur, hópur sem við getum vonandi bætt aðeins í og verið samkeppnishæfir í sumar.“ Aron mætti á sína fyrstu æfingu hjá KR í dag og liðið spilar svo fyrsta leik í Reykjavíkurmóti á morgun, föstudag. „Alvöru íslenskt veður, rok og rigning. Bara stemning, geggjað að hitta strákana og byrja æfa.“ „Býst ekki við því (að spila á morgun). Held ég megi ekki spila fyrr en í febrúar í Lengjubikarnum þannig að ég styð strákana bara á morgun.“ „Hef ekki spilað fótbolta í mánuð en þetta er fljótt að koma. Maður heldur sér við og hef góðan tíma til að koma mér í form áður en ég byrja að spila í febrúar.“ Velkominn Aron!Nánari upplýsingar: https://t.co/RnsZvRiALi pic.twitter.com/OBVkWkRoTq— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) January 11, 2024 Aron hefur lengi vel spilað á vængnum en færst inn á miðjuna með aldrinum. Hefur hann rætt við Gregg um hvar hann muni spila? „Við ræddum saman um það. Ég get leyst flestar stöður fram á við og á miðjunni þannig að það er undir honum komið að setja mig í stöðu. Ég vil spila, alveg sama hvar það er. Um tíma sinn í atvinnumennsku „Ævintýri að vera úti. Er búinn að vera í tíu ár núna og þegar maður kemur heim hugsar maður um vinina og tengslanetið sem maður hefur eignast. Hugsa til atvinnumennsku minnar með brosi.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Aron í heild sinni. Þar fyrir neðan er viðtal við Gregg Ryder. Viðtalið er á ensku og er ótextað. Klippa: Aron Sig: Vildi koma heim meðan ég hef eitthvað fram á að bjóða „Mjög spennandi kaup fyrir félagið. Þegar maður fær leikmann erlendis frá sem er enn á toppi ferilsins, hann hefur enn gríðarlega mikið fram að færa. Hef þjálfað gegn honum undanfarin 2-3 ár í Danmörku og gæti spilað í efstu deild þar. Hann var einn besti leikmaðurinn í B-deildinni svo við erum að fá leikmann sem getur fært okkur gríðarlega mikið,“ sagði Gregg aðspurður um Aron og hvað hann gefur KR-liðinu. „Við viljum ekki fá leikmann inn sem kemur til að taka því rólega. Hann mun ekki gera það, er góður karakter og leiðtogi.“ „Hann var beittur, í góðu standi og leiðir með fordæmi. Hann er nákvæmlega sá karakter sem við þurfum. Horfum mikið í það að fá réttu leikmennina, réttu karakterana í liðið. Og hann er það, hann er toppmaður.“ Klippa: Gregg Ryder um Aron Sig: Gæti spilað í efstu deild í Danmörku
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira