Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2024 06:29 Bandaríkjamenn og Bretar gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen í nótt. AP/Paul Ellis Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. Talsmaður Mið-Austurlandadeildar bandaríska flughersins sagði í yfirlýsingu að herinn hafi beint spjótum sínum að sextíu skotmörkum á sextán stöðum í Jemen, þar á meðal skotvopnageymslum, framleiðslustöðum, loftvarnarkerfum og eldflaugakerfum. Að sögn Joe Biden Bandaríkjaforseta var meðal markmiða árásanna að sýna það að hvorki Bandaríkin né bandamenn þeirra myndu láta linnulausar árásir Húta á Rauðahafinu yfir sig ganga án mótspyrnu. Þá bætti hann því við að árásirnar hafi verið síðasta úrræði sem gripið hafi verið til, eftir að ítrekaðar tilraunir hafi verið gerðar til að leysa málin með diplómatískum hætti. Talsmaður Húta sagði nú í morgunsárið að þeir muni ekki hætta árásum á skip, með tengsl við Ísrael, á Rauðahafi. „Við ítrekum að það er ekkert tilefni fyrir þessum árásum á Jemen þar sem engin hætta steðjar að alþjóðlegum flutningaskipum í Rauða- og Arabísku höfunum. Við munum áfram beina spjótum okkar að ísraelskum skipum og þeim sem stefna á hafnir á hernumdu Palestínu,“ segir talsmaður Húta, Mohammed Abdulsalam. Fordæmalausar árásir „Þessar árásir eru beint svar við fordæmislausum árásum Húta á skip, frá öllum heimsins hornum, á Rauðahafi - þar á meðal með notkun skotflauga, sem eru sérstaklega hannaðar gegn skipum, sem á sér ekkert fordæmi,“ sagði Biden í yfirlýsingu. Hann bætti því við að árásir Húta hafi lagt líf og limi Bandaríkjamanna, bæði hermanna og almennra sjómanna, í hættu. Þar að auki hafi árásirnar sett alþjóðleg viðskipti úr skorðum. „Ég mun ekki hika við að grípa til frekari aðgerða til þess að verja land okkar og þjóð, og frjálsa alþjóðlega verslun ef það reynist nauðsynlegt,“ bætti forsetinn við. Rússar krefjast fundar í öryggisráði Rússar hafa í morgunsárið farið fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman í dag vegna árása á Húta. Samkvæmt fréttum frá Tass í Rússlandi hefur fundur verið settur á dagskrá klukkan 10 að staðartíma í New York, eða klukkan 15 að íslenskum tíma. Á miðvikudag krafðist öryggisráðið, í ályktun sem var samþykkt, að Hútar hættu árásum sínum á skip í Rauðahafinu án tafar. Rússland og Kína, sem eru fastaríki í ráðinu, sátu hjá í atkvæðagreiðslu ásamt Alsír og Mósambík. Hin ellefu ríkin greiddu atkvæði með ályktuninni. Undanfarnar vikur hafa Hútar gert linnulausar árásir á skip sem sigla um Rauðahafið með vörur. Þeir hafa haldið því fram að árásirnar beinist aðeins gegn ísraelskum skipum eða þeim sem eru á leið til Ísrael en skotmörk þeirra hafa oft lítil eða engin tengsl við Ísrael. Hútar hafa lýst yfir stuðningi við Palestínumenn í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs og gerðu þeir í gær sína 27. árás á fragtskip í Rauðahafi síðan í nóvember. Hútar hafa lýst því yfir að markmið árásanna sé að þrýsta á Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. Jemen Bandaríkin Bretland Skipaflutningar Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gera loftárás á Húta í Jemen í nótt Bretland og Bandaríkin undirbúa nú loftárásir á hendur Húta í Jemen og sagt er að þær verði gerðar í nótt. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ráðfærði sig við ríkisstjórn sína varðandi árásirnar fyrr í dag. 12. janúar 2024 00:01 Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43 Drápu háttsettan leiðtoga Hesbollah Ísraelar felldu í morgun einn af yfirmönnum Hesbollah-samtakanna í loftárás í suðurhluta Líbanon. Wissam Tawill stýrði úrvala hópi vígamanna og er æðsti leiðtogi Hesbollah sem felldur er af Ísraelum frá því átökin hófust fyrir botni Miðjarðarhafsins í október. 8. janúar 2024 15:41 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Talsmaður Mið-Austurlandadeildar bandaríska flughersins sagði í yfirlýsingu að herinn hafi beint spjótum sínum að sextíu skotmörkum á sextán stöðum í Jemen, þar á meðal skotvopnageymslum, framleiðslustöðum, loftvarnarkerfum og eldflaugakerfum. Að sögn Joe Biden Bandaríkjaforseta var meðal markmiða árásanna að sýna það að hvorki Bandaríkin né bandamenn þeirra myndu láta linnulausar árásir Húta á Rauðahafinu yfir sig ganga án mótspyrnu. Þá bætti hann því við að árásirnar hafi verið síðasta úrræði sem gripið hafi verið til, eftir að ítrekaðar tilraunir hafi verið gerðar til að leysa málin með diplómatískum hætti. Talsmaður Húta sagði nú í morgunsárið að þeir muni ekki hætta árásum á skip, með tengsl við Ísrael, á Rauðahafi. „Við ítrekum að það er ekkert tilefni fyrir þessum árásum á Jemen þar sem engin hætta steðjar að alþjóðlegum flutningaskipum í Rauða- og Arabísku höfunum. Við munum áfram beina spjótum okkar að ísraelskum skipum og þeim sem stefna á hafnir á hernumdu Palestínu,“ segir talsmaður Húta, Mohammed Abdulsalam. Fordæmalausar árásir „Þessar árásir eru beint svar við fordæmislausum árásum Húta á skip, frá öllum heimsins hornum, á Rauðahafi - þar á meðal með notkun skotflauga, sem eru sérstaklega hannaðar gegn skipum, sem á sér ekkert fordæmi,“ sagði Biden í yfirlýsingu. Hann bætti því við að árásir Húta hafi lagt líf og limi Bandaríkjamanna, bæði hermanna og almennra sjómanna, í hættu. Þar að auki hafi árásirnar sett alþjóðleg viðskipti úr skorðum. „Ég mun ekki hika við að grípa til frekari aðgerða til þess að verja land okkar og þjóð, og frjálsa alþjóðlega verslun ef það reynist nauðsynlegt,“ bætti forsetinn við. Rússar krefjast fundar í öryggisráði Rússar hafa í morgunsárið farið fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman í dag vegna árása á Húta. Samkvæmt fréttum frá Tass í Rússlandi hefur fundur verið settur á dagskrá klukkan 10 að staðartíma í New York, eða klukkan 15 að íslenskum tíma. Á miðvikudag krafðist öryggisráðið, í ályktun sem var samþykkt, að Hútar hættu árásum sínum á skip í Rauðahafinu án tafar. Rússland og Kína, sem eru fastaríki í ráðinu, sátu hjá í atkvæðagreiðslu ásamt Alsír og Mósambík. Hin ellefu ríkin greiddu atkvæði með ályktuninni. Undanfarnar vikur hafa Hútar gert linnulausar árásir á skip sem sigla um Rauðahafið með vörur. Þeir hafa haldið því fram að árásirnar beinist aðeins gegn ísraelskum skipum eða þeim sem eru á leið til Ísrael en skotmörk þeirra hafa oft lítil eða engin tengsl við Ísrael. Hútar hafa lýst yfir stuðningi við Palestínumenn í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs og gerðu þeir í gær sína 27. árás á fragtskip í Rauðahafi síðan í nóvember. Hútar hafa lýst því yfir að markmið árásanna sé að þrýsta á Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa.
Jemen Bandaríkin Bretland Skipaflutningar Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gera loftárás á Húta í Jemen í nótt Bretland og Bandaríkin undirbúa nú loftárásir á hendur Húta í Jemen og sagt er að þær verði gerðar í nótt. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ráðfærði sig við ríkisstjórn sína varðandi árásirnar fyrr í dag. 12. janúar 2024 00:01 Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43 Drápu háttsettan leiðtoga Hesbollah Ísraelar felldu í morgun einn af yfirmönnum Hesbollah-samtakanna í loftárás í suðurhluta Líbanon. Wissam Tawill stýrði úrvala hópi vígamanna og er æðsti leiðtogi Hesbollah sem felldur er af Ísraelum frá því átökin hófust fyrir botni Miðjarðarhafsins í október. 8. janúar 2024 15:41 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Gera loftárás á Húta í Jemen í nótt Bretland og Bandaríkin undirbúa nú loftárásir á hendur Húta í Jemen og sagt er að þær verði gerðar í nótt. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ráðfærði sig við ríkisstjórn sína varðandi árásirnar fyrr í dag. 12. janúar 2024 00:01
Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43
Drápu háttsettan leiðtoga Hesbollah Ísraelar felldu í morgun einn af yfirmönnum Hesbollah-samtakanna í loftárás í suðurhluta Líbanon. Wissam Tawill stýrði úrvala hópi vígamanna og er æðsti leiðtogi Hesbollah sem felldur er af Ísraelum frá því átökin hófust fyrir botni Miðjarðarhafsins í október. 8. janúar 2024 15:41