Opinberir starfsmenn þamba Nespresso fyrir milljónir Jakob Bjarnar skrifar 12. janúar 2024 11:32 Opinberir starfsmenn þamba Nespresso fyrir milljónir á ári. getty Samkvæmt Opnum reikningum kostar kaffineysla hið opinbera sitt. Starfsmenn ríkisins spara í engu við sig í mat og drykk og alls ekki þegar gæðakaffi er annars vegar. Vísi barst ábending um að athyglisvert gæti verið að skoða kostnað opinberra stofnana þegar kaffineysla er annars vegar. Á Opnum reikningum má finna upplýsingar sem að þessu snúa en viðskipti stofnana við fyrirtækið Perroy, sem hefur einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Nespresso á Íslandi, segir sína söguna. Spara ekki við sig Nespresso-ið Ef lögð eru saman viðskiptin við Perroy á fyrstu tíu mánuðum ársins 2023 kemur á daginn að í heilbrigðisráðuneytinu er Nespresso þambað fyrir sem nemur um tveimur og hálfri milljón á þessu tímabili, starfsmenn Landsspítala lepja kaffi fyrir þrjár milljónir króna, hjá Vinnueftirliti ríkisins sötra starfsmenn kaffi fyrir 2,2 milljónir en hjá Vinnumálastofnun eru starfsmenn duglegri í kaffinu því yfir tíu mánaða tímabil svolgra þeir í sig Nespresso fyrir 2,4 milljónir. Þetta eru dæmi tekin að handahófi en lista yfir kostnað vegna Nespresso má finna hér neðar. Eins og áður sagði er þetta samantekinn kostnaður yfir fyrstu tíu mánuði ársins 2023. Upplýsingarnar ná ekki lengra. Kostnaður við kaffidrykkju getur verið með ýmsu móti. Eftir því sem Vísir kemst næst er kostnaður við uppáhellt kaffi minnstur eða 10 til 12 krónur á bolla. Vilji menn vera aðeins flottari á því kostar bollinn úr sjálfvirkum vélum sem malar kaffibaunirnar 30 til 40 krónur, en þetta fer eftir tegundum. Dýrast er þó Nespresso-kaffið en verð á hylki er 80 til 90 krónur. Gömul baunavél hjá Félagi atvinnurekenda Baunateljarar telja hér eflaust að verið sé að bruðla með opinbert fé. Vísir bar þetta undir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem veltir þessum málum fyrir sér. Hann segir þetta koma á óvart. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta gígantíska og dýra kaffiþamb opinberra starfsmanna koma á óvart. Greinilegt að víða má spara.vísir/vilhelm „Það er greinilega alveg hægt að spara. Ríkisstofnanir eru margar að kvarta undan aðhaldskröfu, þarna er auðfundinn sparnaður,“ segir Ólafur. Spurður hvernig kaffineyslu hjá Félagi atvinnurekenda sé háttað segir hann ekki eins háan standardinn á kaffidrykkjunni þar á bæ og hjá opinbera geiranum. Ólafur hlær við þeirri spurningu: „Við eigum gamla baunavél og kaupum baunirnar okkar í Bónusi. Þær eru frá Te og kaffi. Þegar stærri fundir eru, erum við með uppáhelling, notum BKI-kaffi keypt í Bónusi.“ Rekstur hins opinbera Fíkn Neytendur Tengdar fréttir Mikil sóun í einnota kaffihylkjum Talið er að stærstur hluti einnota kaffihylkja eins og fer í Nespresso-vélar endi í ruslinu frekar en endurvinnslu. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir mikla sóun felast í notkun kaffihylkja af þessu tagi og að Íslendingar hugsi ekki um auðlindir sem fóru í kaffi sem þeir hella niður í stríðum straumum. 9. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Vísi barst ábending um að athyglisvert gæti verið að skoða kostnað opinberra stofnana þegar kaffineysla er annars vegar. Á Opnum reikningum má finna upplýsingar sem að þessu snúa en viðskipti stofnana við fyrirtækið Perroy, sem hefur einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Nespresso á Íslandi, segir sína söguna. Spara ekki við sig Nespresso-ið Ef lögð eru saman viðskiptin við Perroy á fyrstu tíu mánuðum ársins 2023 kemur á daginn að í heilbrigðisráðuneytinu er Nespresso þambað fyrir sem nemur um tveimur og hálfri milljón á þessu tímabili, starfsmenn Landsspítala lepja kaffi fyrir þrjár milljónir króna, hjá Vinnueftirliti ríkisins sötra starfsmenn kaffi fyrir 2,2 milljónir en hjá Vinnumálastofnun eru starfsmenn duglegri í kaffinu því yfir tíu mánaða tímabil svolgra þeir í sig Nespresso fyrir 2,4 milljónir. Þetta eru dæmi tekin að handahófi en lista yfir kostnað vegna Nespresso má finna hér neðar. Eins og áður sagði er þetta samantekinn kostnaður yfir fyrstu tíu mánuði ársins 2023. Upplýsingarnar ná ekki lengra. Kostnaður við kaffidrykkju getur verið með ýmsu móti. Eftir því sem Vísir kemst næst er kostnaður við uppáhellt kaffi minnstur eða 10 til 12 krónur á bolla. Vilji menn vera aðeins flottari á því kostar bollinn úr sjálfvirkum vélum sem malar kaffibaunirnar 30 til 40 krónur, en þetta fer eftir tegundum. Dýrast er þó Nespresso-kaffið en verð á hylki er 80 til 90 krónur. Gömul baunavél hjá Félagi atvinnurekenda Baunateljarar telja hér eflaust að verið sé að bruðla með opinbert fé. Vísir bar þetta undir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem veltir þessum málum fyrir sér. Hann segir þetta koma á óvart. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta gígantíska og dýra kaffiþamb opinberra starfsmanna koma á óvart. Greinilegt að víða má spara.vísir/vilhelm „Það er greinilega alveg hægt að spara. Ríkisstofnanir eru margar að kvarta undan aðhaldskröfu, þarna er auðfundinn sparnaður,“ segir Ólafur. Spurður hvernig kaffineyslu hjá Félagi atvinnurekenda sé háttað segir hann ekki eins háan standardinn á kaffidrykkjunni þar á bæ og hjá opinbera geiranum. Ólafur hlær við þeirri spurningu: „Við eigum gamla baunavél og kaupum baunirnar okkar í Bónusi. Þær eru frá Te og kaffi. Þegar stærri fundir eru, erum við með uppáhelling, notum BKI-kaffi keypt í Bónusi.“
Rekstur hins opinbera Fíkn Neytendur Tengdar fréttir Mikil sóun í einnota kaffihylkjum Talið er að stærstur hluti einnota kaffihylkja eins og fer í Nespresso-vélar endi í ruslinu frekar en endurvinnslu. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir mikla sóun felast í notkun kaffihylkja af þessu tagi og að Íslendingar hugsi ekki um auðlindir sem fóru í kaffi sem þeir hella niður í stríðum straumum. 9. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Mikil sóun í einnota kaffihylkjum Talið er að stærstur hluti einnota kaffihylkja eins og fer í Nespresso-vélar endi í ruslinu frekar en endurvinnslu. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir mikla sóun felast í notkun kaffihylkja af þessu tagi og að Íslendingar hugsi ekki um auðlindir sem fóru í kaffi sem þeir hella niður í stríðum straumum. 9. ágúst 2017 10:00