Einkunnir Strákanna okkar á móti Svartfjallalandi: Ómar Ingi og Björgvin til bjargar en hornaþrot Íþróttadeild Vísis skrifar 14. janúar 2024 19:28 Björgvin Páll Gústavsson var hetja íslenska liðsins gegn því svartfellska í dag. vísir/vilhelm Annan leikinn í röð slapp íslenska karlalandsliðið í handbolta með skrekkinn þegar það vann Svartfjallaland, 30-31, í C-riðli Evrópumótsins í dag. Björgvin Páll Gústavsson var hetja íslenska liðsins en hann varði tvö skot frá Vuko Borozan í lokasókn Svartfjallalands. Björgvin átti stórgóða innkomu og reyndasti leikmaður íslenska liðsins kom því til bjargar á ögurstundu í dag. Ómar Ingi Magnússon svaraði fyrir slaka frammistöðu gegn Serbíu og átti mjög góðan leik. Gísli Þorgeir Kristjánsson steig svo heldur betur upp undir lokin og skoraði síðustu tvö mörk Íslands. Hornamennirnir íslensku vilja eflaust gleyma leiknum sem fyrst en þeir fóru illa með fjölmörg dauðafæri. Þeir Bjarki Már Elísson, Stiven Tobar Valencia, Sigvaldi Guðjónsson og Óðinn Þór Ríkharðsson klikkuðu samtals á tíu skotum í leiknum. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Svartfjallalandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 3 (7 varin skot - 27:54 mín.) Byrjaði leikinn virkilega vel eins og gegn Serbíu en datt niður eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Varði sjö skot og skilaði ágætis frammistöðu. Sat á bekknum í seinni hálfleik. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 2 (3 mörk - 48:14 mín.) Ekki besti dagur Bjarka. Virkaði kærulaus, bæði í vörn og sókn, og klikkaði á þremur dauðafærum. Getur miklu betur en hann sýndi í dag. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 3 (3 mörk - 45:02 mín.) Frábær í vörninni, sérstaklega í fyrri hálfleik, og vann boltann nokkrum sinnum. Skoraði þrjú mörk úr sex skotum og hefði ef til vill mátt skjóta meira fyrir utan til að teyma Svartfellingana framar í vörninni. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (3 mörk - 19:48 mín.) Gekk illa að spóla sig framhjá varnarmönnum Svartfjallalands og boltinn hefði á köflum mátt ganga hraðar í gegnum Gísla. En sá steig upp þegar mest á reyndi. Var ískaldur á lokakaflanum og skoraði tvö síðustu mörk Íslands í leiknum. Á samt mikið inni. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 5 (7/3 mörk - 49:05 mín.) Velkominn til leiks Ómar Ingi! Eftir afleitan dag gegn Serbum var Íþróttamaður ársins 2021 og 2022 bestur Íslendinga í leiknum í dag. Skoraði sjö mörk og það sjöunda og síðasta, sem hann skoraði úr algjörlega ómögulegu færi, verður lengi í minnum haft. Ágætur í vörninni en stundum full lengi að losa sig við boltann í sókninni. Gaf átta stoðsendingar og þær hefðu orðið miklu fleiri ef samherjar hans hefðu nýtt færin sín sómasamlega. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 1 (1 mark - 11:13 mín.) Byrjaði inn á en fann sig engan veginn. Fékk fjögur dauðafæri snemma leiks en klikkaði á þremur þeirra. Hefði getað létt Íslendingum lífið mikið með því að skora úr skotunum sínum. Hauskúpuframmistaða hjá þessum frábæra leikmanni. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (6 mörk - 47:04 mín.) Eftir stutta viðveru í síðasta leik svaraði Elliði fyrir sig með flottri frammistöðu í dag. Klikkaði á þremur færum en skoraði samt sex mörk og var næstmarkahæstur á eftir Ómari. Getur spilað betur í vörninni og klikkaði nokkrum sinnum illa undir lokin. En Eyjamaðurinn stimplaði sig vel inn í mótið í dag. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 42:59 mín.) Spilaði aðallega í vörn en skilaði tveimur góðum mörkum. Hefur spilað betur í vörninni en var frábær þegar á reyndi í lokasókn Svartfellinga. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 4 (9 varin skot - 27:39 mín.) Bjargaði andliti Íslendinga í dag. Björgvin kom inn á í hálfleik og byrjaði af miklum krafti, datt aðeins niður en sýndi svo mikla einbeitingu og færni þegar hann varði tvö skot frá Vuko Borozan í lokasókninni. Forsetaframmistaða hjá okkar elsta og reyndasta manni! Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamaður - 2 (3 mörk - 47:52 mín.) Skoraði góð mörk með frábærum afgreiðslum en klikkaði á þremur færum. Getur gert og á að gera miklu betur. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 12:57 mín.) Duglegur að opna fyrir samherja sína og átti ótrúlega stoðsendingu á Elvar í fyrri hálfleik. Kom lítið við sögu í þeim seinni og náði ekki að setja mark sitt almennilega á leikinn. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (1 mark - 10:51 mín.) Eftir frábæra innkomu gegn Serbum fann Viggó ekki taktinn í dag. Virkaði hálf ragur. Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður - 3 (1 mark - 12:37 mín.) Spilaði seinni hluta fyrri hálfleiks og skoraði þá sitt fyrsta stórmótsmark. Klikkaði á öðru skotinu sínu. En Stiven getur nýst íslenska liðinu vel og mun eflaust gera það á mótinu. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 3 (3 stopp - 10:21 mín.) Spilaði litla sókn en greip ekki eina línusendingu. Upp og niður í vörninni en var vel á verði í lokasókn Svartfjallalands og varðist henni frábærlega. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 3 (6:24 mín) Fékk tækifæri í sókninni í fyrri hálfleik. Skoraði ekki en setti nokkrar tröllahindrarnir sem opnuðu fyrir samherja hans. Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður - spilaði ekki Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 3 Er enn ósigraður sem þjálfari íslenska landsliðsins sem er með örlögin í sínum höndum fyrir lokaumferðina í riðlakeppninni. En frammistaða Íslendinga á mótinu til þessa hlýtur að valda Snorra heilabrotum. Getur ekki borið sök á afleitri færanýtingu í leiknum í dag en ber sína ábyrgð á því hversu höktandi sóknarleikurinn er og hnoðið mikið. Boltinn gengur ekki nógu hratt og það vantaði skot fyrir utan. Hraðaupphlaupin gengu ekki jafn vel og gegn Serbum og vörnin var ekki nógu góð. Snorri hreyfði íslenska liðið hins vegar talsvert og nýtti hópinn vel. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson var hetja íslenska liðsins en hann varði tvö skot frá Vuko Borozan í lokasókn Svartfjallalands. Björgvin átti stórgóða innkomu og reyndasti leikmaður íslenska liðsins kom því til bjargar á ögurstundu í dag. Ómar Ingi Magnússon svaraði fyrir slaka frammistöðu gegn Serbíu og átti mjög góðan leik. Gísli Þorgeir Kristjánsson steig svo heldur betur upp undir lokin og skoraði síðustu tvö mörk Íslands. Hornamennirnir íslensku vilja eflaust gleyma leiknum sem fyrst en þeir fóru illa með fjölmörg dauðafæri. Þeir Bjarki Már Elísson, Stiven Tobar Valencia, Sigvaldi Guðjónsson og Óðinn Þór Ríkharðsson klikkuðu samtals á tíu skotum í leiknum. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Svartfjallalandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 3 (7 varin skot - 27:54 mín.) Byrjaði leikinn virkilega vel eins og gegn Serbíu en datt niður eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Varði sjö skot og skilaði ágætis frammistöðu. Sat á bekknum í seinni hálfleik. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 2 (3 mörk - 48:14 mín.) Ekki besti dagur Bjarka. Virkaði kærulaus, bæði í vörn og sókn, og klikkaði á þremur dauðafærum. Getur miklu betur en hann sýndi í dag. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 3 (3 mörk - 45:02 mín.) Frábær í vörninni, sérstaklega í fyrri hálfleik, og vann boltann nokkrum sinnum. Skoraði þrjú mörk úr sex skotum og hefði ef til vill mátt skjóta meira fyrir utan til að teyma Svartfellingana framar í vörninni. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (3 mörk - 19:48 mín.) Gekk illa að spóla sig framhjá varnarmönnum Svartfjallalands og boltinn hefði á köflum mátt ganga hraðar í gegnum Gísla. En sá steig upp þegar mest á reyndi. Var ískaldur á lokakaflanum og skoraði tvö síðustu mörk Íslands í leiknum. Á samt mikið inni. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 5 (7/3 mörk - 49:05 mín.) Velkominn til leiks Ómar Ingi! Eftir afleitan dag gegn Serbum var Íþróttamaður ársins 2021 og 2022 bestur Íslendinga í leiknum í dag. Skoraði sjö mörk og það sjöunda og síðasta, sem hann skoraði úr algjörlega ómögulegu færi, verður lengi í minnum haft. Ágætur í vörninni en stundum full lengi að losa sig við boltann í sókninni. Gaf átta stoðsendingar og þær hefðu orðið miklu fleiri ef samherjar hans hefðu nýtt færin sín sómasamlega. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 1 (1 mark - 11:13 mín.) Byrjaði inn á en fann sig engan veginn. Fékk fjögur dauðafæri snemma leiks en klikkaði á þremur þeirra. Hefði getað létt Íslendingum lífið mikið með því að skora úr skotunum sínum. Hauskúpuframmistaða hjá þessum frábæra leikmanni. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (6 mörk - 47:04 mín.) Eftir stutta viðveru í síðasta leik svaraði Elliði fyrir sig með flottri frammistöðu í dag. Klikkaði á þremur færum en skoraði samt sex mörk og var næstmarkahæstur á eftir Ómari. Getur spilað betur í vörninni og klikkaði nokkrum sinnum illa undir lokin. En Eyjamaðurinn stimplaði sig vel inn í mótið í dag. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 42:59 mín.) Spilaði aðallega í vörn en skilaði tveimur góðum mörkum. Hefur spilað betur í vörninni en var frábær þegar á reyndi í lokasókn Svartfellinga. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 4 (9 varin skot - 27:39 mín.) Bjargaði andliti Íslendinga í dag. Björgvin kom inn á í hálfleik og byrjaði af miklum krafti, datt aðeins niður en sýndi svo mikla einbeitingu og færni þegar hann varði tvö skot frá Vuko Borozan í lokasókninni. Forsetaframmistaða hjá okkar elsta og reyndasta manni! Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamaður - 2 (3 mörk - 47:52 mín.) Skoraði góð mörk með frábærum afgreiðslum en klikkaði á þremur færum. Getur gert og á að gera miklu betur. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 12:57 mín.) Duglegur að opna fyrir samherja sína og átti ótrúlega stoðsendingu á Elvar í fyrri hálfleik. Kom lítið við sögu í þeim seinni og náði ekki að setja mark sitt almennilega á leikinn. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (1 mark - 10:51 mín.) Eftir frábæra innkomu gegn Serbum fann Viggó ekki taktinn í dag. Virkaði hálf ragur. Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður - 3 (1 mark - 12:37 mín.) Spilaði seinni hluta fyrri hálfleiks og skoraði þá sitt fyrsta stórmótsmark. Klikkaði á öðru skotinu sínu. En Stiven getur nýst íslenska liðinu vel og mun eflaust gera það á mótinu. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 3 (3 stopp - 10:21 mín.) Spilaði litla sókn en greip ekki eina línusendingu. Upp og niður í vörninni en var vel á verði í lokasókn Svartfjallalands og varðist henni frábærlega. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 3 (6:24 mín) Fékk tækifæri í sókninni í fyrri hálfleik. Skoraði ekki en setti nokkrar tröllahindrarnir sem opnuðu fyrir samherja hans. Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður - spilaði ekki Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 3 Er enn ósigraður sem þjálfari íslenska landsliðsins sem er með örlögin í sínum höndum fyrir lokaumferðina í riðlakeppninni. En frammistaða Íslendinga á mótinu til þessa hlýtur að valda Snorra heilabrotum. Getur ekki borið sök á afleitri færanýtingu í leiknum í dag en ber sína ábyrgð á því hversu höktandi sóknarleikurinn er og hnoðið mikið. Boltinn gengur ekki nógu hratt og það vantaði skot fyrir utan. Hraðaupphlaupin gengu ekki jafn vel og gegn Serbum og vörnin var ekki nógu góð. Snorri hreyfði íslenska liðið hins vegar talsvert og nýtti hópinn vel.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira