Ange hrósaði leikmönnum sínum í hástert Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2024 20:25 Sáttur með sína menn. Catherine Ivill/Getty Images „Ég er hæstánægður, við spiluðum virkilega vel. Auðvitað byrjuðum við ekki vel, fengum á okkur mark, og vitum í hvaða stöðu Manchester United er hvað varðar að þurfa að ná í úrslit,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, eftir 2-2 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. Manchester United og Tottenham Hotspur mættust í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. Heimamenn í Man United komust yfir snemma leiks og voru 2-1 yfir í hálfleik. Gestirnir frá Lundúnum jöfnuðu metin strax í upphafi síðari hálfleiks og voru óheppnir að vinna ekki leikinn. „Strákarnir svöruðu frábærlega eftir að við lentum undir. Við spiluðum virkilega góðan fótbolta og jafnvel fyrir það vorum við að skapa fín tækifæri. Við stjórnuðum leiknum í síðari hálfleik, ég gæti ekki verið hamingjusamari.“ „Við áttum virkilega erfiða viku utan vallar, menn veikir og fleira. Þessi hópur leikmanna hefur staðið sig frábærlega.“ Rodrigo Bentancur skoraði jöfnunarmark Spurs í síðari hálfleik en hann, líkt og þónokkrir leikmenn liðsins, hefði í raun átt að sleppa leiknum. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá ætti hann enn að vera frá keppni. En hann kom að mér og sagði að hann vildi hjálpa til. Það sýnir karakterinn sem hann býr yfir, hann var frábær í dag.“ Ange Postecoglou was full of praise for his @SpursOfficial squad following issues with injuries and illness in the week pic.twitter.com/x7w1X0Nbpo— Premier League (@premierleague) January 14, 2024 „Strákarnir eru að gefa mér allt sem þeir eiga, hvort það séu strákarnir sem eru að spila út úr stöðu sem og þeir sem hafa ekki spilað í dágóða stund vegna meiðsla. Það eru margar ástæður fyrir að við ættum ekki að standa okkur á þessu getustigi, meira að segja ég hefði samþykkt það,“ sagði Ange að endingu. Tottenham er í 5. sæti með 40 stig að loknum 21 leik á meðan Man United er í 7. sæti með 32 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Sjá meira
Manchester United og Tottenham Hotspur mættust í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. Heimamenn í Man United komust yfir snemma leiks og voru 2-1 yfir í hálfleik. Gestirnir frá Lundúnum jöfnuðu metin strax í upphafi síðari hálfleiks og voru óheppnir að vinna ekki leikinn. „Strákarnir svöruðu frábærlega eftir að við lentum undir. Við spiluðum virkilega góðan fótbolta og jafnvel fyrir það vorum við að skapa fín tækifæri. Við stjórnuðum leiknum í síðari hálfleik, ég gæti ekki verið hamingjusamari.“ „Við áttum virkilega erfiða viku utan vallar, menn veikir og fleira. Þessi hópur leikmanna hefur staðið sig frábærlega.“ Rodrigo Bentancur skoraði jöfnunarmark Spurs í síðari hálfleik en hann, líkt og þónokkrir leikmenn liðsins, hefði í raun átt að sleppa leiknum. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá ætti hann enn að vera frá keppni. En hann kom að mér og sagði að hann vildi hjálpa til. Það sýnir karakterinn sem hann býr yfir, hann var frábær í dag.“ Ange Postecoglou was full of praise for his @SpursOfficial squad following issues with injuries and illness in the week pic.twitter.com/x7w1X0Nbpo— Premier League (@premierleague) January 14, 2024 „Strákarnir eru að gefa mér allt sem þeir eiga, hvort það séu strákarnir sem eru að spila út úr stöðu sem og þeir sem hafa ekki spilað í dágóða stund vegna meiðsla. Það eru margar ástæður fyrir að við ættum ekki að standa okkur á þessu getustigi, meira að segja ég hefði samþykkt það,“ sagði Ange að endingu. Tottenham er í 5. sæti með 40 stig að loknum 21 leik á meðan Man United er í 7. sæti með 32 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Sjá meira