FIFA verðlaun: Man City og enskar landsliðskonur áberandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2024 20:46 Erling Braut Håland var í liði ársins hjá FIFA ásamt fimm samherjum sínum. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA tilkynnti í kvöld lið, þjálfara og markvörð ársins 2023 í karla- og kvennaflokki við hátíðlega athöfn í Lundúnum. Í karlaflokki voru leikmenn Manchester City áberandi en alls spila sex af 11 leikmönnum ársins með Englands- og Evrópumeisturunum. Real Madríd kom þar á eftir með þrjá leikmenn. Liðið var eftirfarandi: Markvörður: Thibaut Courtois (Real Madríd) Varnarmenn: John Stones, Kyle Walker (Man City) og Rúben Dias (allir Man City) Miðjumenn: Bernardo Silva, Kevin de Bruyne (báðir Man City) og Jude Bellingham (Real Madríd) Framherjar: Erling Braut Håland (Man City), Kylian Mbappé (París Saint-Germain), Lionel Messi (Inter Miami) og Vinícius Júnior (Real Madríd) Introducing the 2023 FIFA FIFPRO Men's #World11, voted for exclusively by players.#TheBest | @FIFAWorldCup | @FIFAcom pic.twitter.com/nZjisXo8OQ— FIFPRO (@FIFPRO) January 15, 2024 Í kvennaflokki voru enskar landsliðskonur einkar áberandi en alls voru sjö slíkar í liði ársins. Liðið var eftirfarandi: Markvörður: Mary Earps (Manchester United) Varnarmenn: Olga Carmona (Real Madríd), Lucy Bronze (Barcelona) og Alex Greenwood (Man City) Miðjumenn: Keira Walsh og Aitana Bonmatí (báðar Barcelona), Alessia Russo (Arsenal), Ella Toone (Manchester United) og Lauren James (Chelsea) Framherjar: Alex Morgan (San Diego Wave) og Sam Kerr (Chelsea) This is the 2023 FIFA FIFPRO Women's #World11, as chosen by players worldwide.@FIFAWWC | @FIFAcom | #TheBest pic.twitter.com/DYq0F2NAzJ— FIFPRO (@FIFPRO) January 15, 2024 Leikmenn ársins Þjálfarar ársins Pep Guardiola vann í karlaflokki enda stóð Man City, lið hans, uppi sem Englands-, Evrópu og bikarmeistari á síðustu leiktíð. Þá vann liðið HM félagsliða undir lok árs 2023. Simone Inzaghi, þjálfari Inter Milan, og Luciano Spalletti, fyrrverandi þjálfari Napólí og núverandi landsliðsþjálfari Ítalíu, voru einnig tilnefndir. Pep Guardiola has been named #TheBest FIFA Men's Coach 2023! Click here for more information. https://t.co/WfSFQ8wGkn pic.twitter.com/pyWP17m3T1— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) January 15, 2024 Í kvennaflokki vann Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins. Undir hennar stjórn fór England alla leið í úrslit HM kvenna síðasta sumar en þar laut liðið í gras gegn Spáni. #TheBest FIFA Women's Coach Award goes to Sarina Wiegman! Click here for more information. https://t.co/Ce6PxCfLJs pic.twitter.com/ySHLiEbK8z— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) January 15, 2024 Markverðir ársins Það vekur athygli að þrátt fyrir að vera í liði ársins þá var Courtois, markvörður Belgíu og Real Madríd, ekki kjörinn markvörður ársins. Þau verðlaun hlaut Ederson, markvörður Man City og Brasilíu. Ederson: #TheBest FIFA Men's Goalkeeper 2023! Click here for more information. https://t.co/4sDC7zoRpH pic.twitter.com/eN63ugcuMt— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) January 15, 2024 Í kvennaflokki vann Mary Earps, markvörður Man United og Englands, ásamt því að vera í liði ársins. Earps vann sömu verðlaun í fyrra en var hins vegar ekki í liði ársins. Hún gerði gott betur í ár. Mary Earps is named #TheBest FIFA Women's Goalkeeper 2023! Click here for more information. https://t.co/JVREyGXBUb pic.twitter.com/SCeRbe5m0j— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) January 15, 2024 Mark ársins Hin frægu Puskas-verðlaun hlýtur flottasta mark hvers árs. Að þessu sinni kemur það úr B-deildinni í Brasilíu. Markið skoraði Guilherme Madruga, leikmaður Botafogo, gegn Novorizontino. Markið má sjá hér að neðan. Guilherme Madruga Botafogo FC-SP v Novorizontino June 2023Footage courtesy of Campeonato Brasileiro Série B & Brax Sports Assets pic.twitter.com/UMt6fS772T— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 14, 2023 Háttvísisverðlaunin Karlalandslið Brasilíu hlaut háttvísisverðlaun FIFA þetta árið. The FIFA Fair Play Award goes to the Brazil Senior Men's National Team Players! Click here for more information. https://t.co/Gg0RI8MWaP pic.twitter.com/m6NuMBfkD3— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) January 15, 2024 Fótbolti FIFA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Í karlaflokki voru leikmenn Manchester City áberandi en alls spila sex af 11 leikmönnum ársins með Englands- og Evrópumeisturunum. Real Madríd kom þar á eftir með þrjá leikmenn. Liðið var eftirfarandi: Markvörður: Thibaut Courtois (Real Madríd) Varnarmenn: John Stones, Kyle Walker (Man City) og Rúben Dias (allir Man City) Miðjumenn: Bernardo Silva, Kevin de Bruyne (báðir Man City) og Jude Bellingham (Real Madríd) Framherjar: Erling Braut Håland (Man City), Kylian Mbappé (París Saint-Germain), Lionel Messi (Inter Miami) og Vinícius Júnior (Real Madríd) Introducing the 2023 FIFA FIFPRO Men's #World11, voted for exclusively by players.#TheBest | @FIFAWorldCup | @FIFAcom pic.twitter.com/nZjisXo8OQ— FIFPRO (@FIFPRO) January 15, 2024 Í kvennaflokki voru enskar landsliðskonur einkar áberandi en alls voru sjö slíkar í liði ársins. Liðið var eftirfarandi: Markvörður: Mary Earps (Manchester United) Varnarmenn: Olga Carmona (Real Madríd), Lucy Bronze (Barcelona) og Alex Greenwood (Man City) Miðjumenn: Keira Walsh og Aitana Bonmatí (báðar Barcelona), Alessia Russo (Arsenal), Ella Toone (Manchester United) og Lauren James (Chelsea) Framherjar: Alex Morgan (San Diego Wave) og Sam Kerr (Chelsea) This is the 2023 FIFA FIFPRO Women's #World11, as chosen by players worldwide.@FIFAWWC | @FIFAcom | #TheBest pic.twitter.com/DYq0F2NAzJ— FIFPRO (@FIFPRO) January 15, 2024 Leikmenn ársins Þjálfarar ársins Pep Guardiola vann í karlaflokki enda stóð Man City, lið hans, uppi sem Englands-, Evrópu og bikarmeistari á síðustu leiktíð. Þá vann liðið HM félagsliða undir lok árs 2023. Simone Inzaghi, þjálfari Inter Milan, og Luciano Spalletti, fyrrverandi þjálfari Napólí og núverandi landsliðsþjálfari Ítalíu, voru einnig tilnefndir. Pep Guardiola has been named #TheBest FIFA Men's Coach 2023! Click here for more information. https://t.co/WfSFQ8wGkn pic.twitter.com/pyWP17m3T1— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) January 15, 2024 Í kvennaflokki vann Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins. Undir hennar stjórn fór England alla leið í úrslit HM kvenna síðasta sumar en þar laut liðið í gras gegn Spáni. #TheBest FIFA Women's Coach Award goes to Sarina Wiegman! Click here for more information. https://t.co/Ce6PxCfLJs pic.twitter.com/ySHLiEbK8z— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) January 15, 2024 Markverðir ársins Það vekur athygli að þrátt fyrir að vera í liði ársins þá var Courtois, markvörður Belgíu og Real Madríd, ekki kjörinn markvörður ársins. Þau verðlaun hlaut Ederson, markvörður Man City og Brasilíu. Ederson: #TheBest FIFA Men's Goalkeeper 2023! Click here for more information. https://t.co/4sDC7zoRpH pic.twitter.com/eN63ugcuMt— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) January 15, 2024 Í kvennaflokki vann Mary Earps, markvörður Man United og Englands, ásamt því að vera í liði ársins. Earps vann sömu verðlaun í fyrra en var hins vegar ekki í liði ársins. Hún gerði gott betur í ár. Mary Earps is named #TheBest FIFA Women's Goalkeeper 2023! Click here for more information. https://t.co/JVREyGXBUb pic.twitter.com/SCeRbe5m0j— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) January 15, 2024 Mark ársins Hin frægu Puskas-verðlaun hlýtur flottasta mark hvers árs. Að þessu sinni kemur það úr B-deildinni í Brasilíu. Markið skoraði Guilherme Madruga, leikmaður Botafogo, gegn Novorizontino. Markið má sjá hér að neðan. Guilherme Madruga Botafogo FC-SP v Novorizontino June 2023Footage courtesy of Campeonato Brasileiro Série B & Brax Sports Assets pic.twitter.com/UMt6fS772T— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 14, 2023 Háttvísisverðlaunin Karlalandslið Brasilíu hlaut háttvísisverðlaun FIFA þetta árið. The FIFA Fair Play Award goes to the Brazil Senior Men's National Team Players! Click here for more information. https://t.co/Gg0RI8MWaP pic.twitter.com/m6NuMBfkD3— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) January 15, 2024
Fótbolti FIFA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira