Markmið Snorra lifir: Styðjum Danmörku, Svíþjóð og Noreg Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2024 10:30 Snorri Steinn Guðjónsson getur enn komið íslenska landsliðinu á Ólympíuleikana í París í sumar. vísir/vilhelm Þó að það sé kannski erfitt að hugsa til þess núna, eftir afhroðið sem Ísland galt í gær gegn Ungverjalandi, þá eru strákarnir okkar enn í bullandi baráttu um að ná markmiði sínu á EM í handbolta. Fyrir mót talaði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, sem og leikmenn, um að markmið Íslands væri að koma sér inn á Ólympíuleikana í París í sumar. Með hjálp Svartfjallalands í gær er það markmið enn raunhæft, það er að segja ef íslenska liðið vaknar til lífsins í milliriðlakeppninni. Af þeim tólf liðum sem eftir standa á EM er Ísland í baráttu við Austurríki, Holland og Portúgal um tvö laus sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í vor. Mögulega bætist Slóvenía við þessa baráttu og mögulega einnig Króatía þó það sé afar ósennilegt. Allar líkur eru sem sagt á því að Austurríki sé eina liðið í milliriðli okkar Íslendinga, sem Ísland berst við um sæti í undankeppni ÓL. Upphafsstaðan í milliriðli 1.vísir Íslendingar þurfa svo að halda með Norðurlandaþjóðunum í milliriðli 2 og vonast eftir að Danmörk, Noregur og Svíþjóð endi þar í efstu þremur sætunum. Það yrði að minnsta kosti mesta hjálpin í baráttunni um ÓL-farseðil. Í þessu ljósi eru góðar fréttir að Holland og Portúgal séu stigalaus fyrir leiki dagsins. Upphafsstaðan í milliriðli 2.vísir Eins og staðan er núna er mögulegt að það dugi Íslandi að enda í 5. sæti síns milliriðils, til að fá annað sætanna tveggja í undankeppni ÓL. Það ætti til dæmis að duga ef að Austurríki endar þá í 6. sætinu, og Norðurlandaþjóðirnar standa sig í milliriðli 2. Í allra versta falli þyrfti Ísland að ná 3. sæti á mótinu en það er afar ólíklegt. Síðasta HM skiptir sköpum Til að skýra málið enn frekar þá er staðan sem sagt þessi: Strákarnir okkar ætla sér í Ólympíuumspilið, og á EM eru í boði tveir miðar. Lið sem eru komin inn á leikana, eða komast í umspilið í gegnum síðasta HM, eru ekki keppinautar Íslands um þessa miða. Sem sagt, það er ljóst að Ísland er ekki í baráttu við Danmörk eða Frakkland um þessa miða, og ekki heldur við Svíþjóð, Þýskaland, Noreg eða Ungverjaland (lið sem enduðu í hópi átta efstu liða á HM í janúar og tryggðu sér sæti í umspili). Spánn tryggði sig einnig inn í forkeppni ÓL á síðasta HM en er úr leik á EM. Egyptar gætu hjálpað Íslandi Til að flækja þetta enn frekar, og auka vonir Íslands, þá eru yfirgnæfandi líkur á að eitthvert liðanna sex hér að ofan vinni EM og fái eina örugga farseðilinn beint á Ólympíuleikana, sem í boði er á EM (Ef Danir eða Frakkar vinna EM, eða spila til úrslita, þá fær næsta lið á eftir þeim þennan ÓL-farseðil). Við það fengi Króatía (9. sæti á HM) miða í Ólympíuumspilið út frá HM og myndi ekki keppa við Ísland um sæti í umspilinu. Og ef að Egyptaland (7. sæti á HM) vinnur svo Afríkumótið núna í janúar, sem er alveg líklegt, þá fengi Slóvenía (10. sæti á HM) öruggt sæti í umspilinu. Annars færi það til Egyptalands. Það er sem sagt afar líklegt að Ísland losni við að keppa við Króatíu um umspilssæti, og einnig líklegt að Ísland losni við Slóveníu. Aðeins eitt af þessum má enda ofar en Ísland Eftir standa þó sterk lið sem Ísland mun þurfa að berjast við um farseðlana tvo í umspilið. Lið sem Ísland þarf að enda fyrir ofan á þessu Evrópumóti. Fræðilega séð gæti 10. sæti dugað Íslandi til að komast í umspilið. En ekki ef tvö af þessum liðum enda ofar: Portúgal, Holland, Austurríki. Til að meta hvort liðið í 5. sæti milliriðils 1 eða 2 endar ofar á mótinu (í 9. eða 10. sæti), og eins varðandi liðin sem enda í 4. sæti síns milliriðils, er notast við stigasöfnun og svo markatölu. Liðin sem enda í 3. sæti milliriðlanna spila um 5. sæti mótsins. Portúgal, Holland og Austurríki eru sem sagt liðin sem að Ísland þarf pottþétt að slá við, og mögulega einnig Slóvenía (ef Egyptaland verður ekki Afríkumeistari). Aðeins eitt þeirra má enda ofar en Ísland. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi á morgun. Öflugt teymi Vísis er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Fyrir mót talaði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, sem og leikmenn, um að markmið Íslands væri að koma sér inn á Ólympíuleikana í París í sumar. Með hjálp Svartfjallalands í gær er það markmið enn raunhæft, það er að segja ef íslenska liðið vaknar til lífsins í milliriðlakeppninni. Af þeim tólf liðum sem eftir standa á EM er Ísland í baráttu við Austurríki, Holland og Portúgal um tvö laus sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í vor. Mögulega bætist Slóvenía við þessa baráttu og mögulega einnig Króatía þó það sé afar ósennilegt. Allar líkur eru sem sagt á því að Austurríki sé eina liðið í milliriðli okkar Íslendinga, sem Ísland berst við um sæti í undankeppni ÓL. Upphafsstaðan í milliriðli 1.vísir Íslendingar þurfa svo að halda með Norðurlandaþjóðunum í milliriðli 2 og vonast eftir að Danmörk, Noregur og Svíþjóð endi þar í efstu þremur sætunum. Það yrði að minnsta kosti mesta hjálpin í baráttunni um ÓL-farseðil. Í þessu ljósi eru góðar fréttir að Holland og Portúgal séu stigalaus fyrir leiki dagsins. Upphafsstaðan í milliriðli 2.vísir Eins og staðan er núna er mögulegt að það dugi Íslandi að enda í 5. sæti síns milliriðils, til að fá annað sætanna tveggja í undankeppni ÓL. Það ætti til dæmis að duga ef að Austurríki endar þá í 6. sætinu, og Norðurlandaþjóðirnar standa sig í milliriðli 2. Í allra versta falli þyrfti Ísland að ná 3. sæti á mótinu en það er afar ólíklegt. Síðasta HM skiptir sköpum Til að skýra málið enn frekar þá er staðan sem sagt þessi: Strákarnir okkar ætla sér í Ólympíuumspilið, og á EM eru í boði tveir miðar. Lið sem eru komin inn á leikana, eða komast í umspilið í gegnum síðasta HM, eru ekki keppinautar Íslands um þessa miða. Sem sagt, það er ljóst að Ísland er ekki í baráttu við Danmörk eða Frakkland um þessa miða, og ekki heldur við Svíþjóð, Þýskaland, Noreg eða Ungverjaland (lið sem enduðu í hópi átta efstu liða á HM í janúar og tryggðu sér sæti í umspili). Spánn tryggði sig einnig inn í forkeppni ÓL á síðasta HM en er úr leik á EM. Egyptar gætu hjálpað Íslandi Til að flækja þetta enn frekar, og auka vonir Íslands, þá eru yfirgnæfandi líkur á að eitthvert liðanna sex hér að ofan vinni EM og fái eina örugga farseðilinn beint á Ólympíuleikana, sem í boði er á EM (Ef Danir eða Frakkar vinna EM, eða spila til úrslita, þá fær næsta lið á eftir þeim þennan ÓL-farseðil). Við það fengi Króatía (9. sæti á HM) miða í Ólympíuumspilið út frá HM og myndi ekki keppa við Ísland um sæti í umspilinu. Og ef að Egyptaland (7. sæti á HM) vinnur svo Afríkumótið núna í janúar, sem er alveg líklegt, þá fengi Slóvenía (10. sæti á HM) öruggt sæti í umspilinu. Annars færi það til Egyptalands. Það er sem sagt afar líklegt að Ísland losni við að keppa við Króatíu um umspilssæti, og einnig líklegt að Ísland losni við Slóveníu. Aðeins eitt af þessum má enda ofar en Ísland Eftir standa þó sterk lið sem Ísland mun þurfa að berjast við um farseðlana tvo í umspilið. Lið sem Ísland þarf að enda fyrir ofan á þessu Evrópumóti. Fræðilega séð gæti 10. sæti dugað Íslandi til að komast í umspilið. En ekki ef tvö af þessum liðum enda ofar: Portúgal, Holland, Austurríki. Til að meta hvort liðið í 5. sæti milliriðils 1 eða 2 endar ofar á mótinu (í 9. eða 10. sæti), og eins varðandi liðin sem enda í 4. sæti síns milliriðils, er notast við stigasöfnun og svo markatölu. Liðin sem enda í 3. sæti milliriðlanna spila um 5. sæti mótsins. Portúgal, Holland og Austurríki eru sem sagt liðin sem að Ísland þarf pottþétt að slá við, og mögulega einnig Slóvenía (ef Egyptaland verður ekki Afríkumeistari). Aðeins eitt þeirra má enda ofar en Ísland. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi á morgun. Öflugt teymi Vísis er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira