Þrír kiðlingar fæddir – Vorstemming í sveitinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2024 22:01 Stefanía Margrét, fjögurra ára heldur hér á einu kiðinu og mamman, Sigurbjörg Bára er með henni á myndinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrír kiðlingar voru að koma í heiminn á bæ á Skeiðunum en einn þeirra fæddist á gos daginn í Grindavík og fékk að sjálfsögðu nafnið Gosa því hún er huðna. Þá eru hinir tveir kiðlingarnir með nöfn handboltastráka í íslenska landsliðinu. Hér erum við að tala um bæinn Vorsabæ II í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þar eru 20 geitur en búið er hins vegar fyrst og fremst hrossaræktarbú. Geitin Jólastjarna byrjaði á því að koma með eitt kið á laugardaginn og svo kom mamma hennar, Fransí með tvö kið sunnudaginn 14. janúar. „Þetta eru mjög falleg kið og miklir gleðigjafar. Þetta minnir okkur svo sannarlega á vorið enda alltaf vor á Skeiðunum“, segir Sigurbjörg Bára Björnsdóttir, geitabóndi á bænum með foreldrum sínum. „Þeir heita í höfuðið á Sigvalda og Bjarka í handboltaliðinu, þessi heitir Sigvaldi, þetta er hafur kið og þetta er huðna og hún heitir Björk i höfuðið á Bjarka,“ bætir Sigurbjörg við. Og svo var það dóttir hennar, Jólastjarna í næstu stíu, sem bar kiðlingi á gosdaginn í Grindavík og hann hefur að sjálfsögðu fengið nafnið Gosa enda huðna. Og dóttir Sigurbjargar, Stefanía Margrét, fjögurru ára er mjög spennt fyrir kiðunum. „Já, hún hefur mjög gaman af öllum dýrum og hún kyssir þau eins og ekkert sé“, segir Sigurbjörg. En hvað er það við geiturnar sem er svona áhugavert og skemmtilegt? „Þær eru bara svo miklir karakterar og þær eru svo rólegar og persónulegar, alltaf svo skemmtilegar,“ segir hún. Mamma Sigurbjargar, Stefanía Sigurðardóttir segir óvenjulegt að geitur beri svona snemma í árinu og hún segir að þær séu mjög ólíkar íslensku sauðkindinni í umgengni og skapgerð. „Þær eru eiginlega líkari hundum í eðlinu, vilja leika sér og eru miklir karakterar. Ég mæli eindregið með því að bændur fái sér geitur því þær lífga svo upp á tilveruna. Og núna er sérstaklega gaman að fá þessi þrjú kið, sem eru miklir gleðigjafar í öllu því sem gengur á,“ segir Stefanía. Stefanía í Vorsabæ II og fjölskylda eru með um 20 geitur á bænum. Hún hvetur bændur til að fá sér geitur því þær séu svo skemmtilegar og lífgi upp á tilveruna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er vitað hverjir eru pabbar kiðlinganna? „Nei, Það er ekki vitað, það eru tveir, sem koma til greina,“ segir Stefanía hlægjandi. Og Stefaníu Margréti, fjögurra ára finnst mjög gaman að dansa við kiðlingana og þá syngur hún stundum með. Stefanía Margrét dansar og syngur fyrir kiðin þegar þannig liggur á henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Hér erum við að tala um bæinn Vorsabæ II í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þar eru 20 geitur en búið er hins vegar fyrst og fremst hrossaræktarbú. Geitin Jólastjarna byrjaði á því að koma með eitt kið á laugardaginn og svo kom mamma hennar, Fransí með tvö kið sunnudaginn 14. janúar. „Þetta eru mjög falleg kið og miklir gleðigjafar. Þetta minnir okkur svo sannarlega á vorið enda alltaf vor á Skeiðunum“, segir Sigurbjörg Bára Björnsdóttir, geitabóndi á bænum með foreldrum sínum. „Þeir heita í höfuðið á Sigvalda og Bjarka í handboltaliðinu, þessi heitir Sigvaldi, þetta er hafur kið og þetta er huðna og hún heitir Björk i höfuðið á Bjarka,“ bætir Sigurbjörg við. Og svo var það dóttir hennar, Jólastjarna í næstu stíu, sem bar kiðlingi á gosdaginn í Grindavík og hann hefur að sjálfsögðu fengið nafnið Gosa enda huðna. Og dóttir Sigurbjargar, Stefanía Margrét, fjögurru ára er mjög spennt fyrir kiðunum. „Já, hún hefur mjög gaman af öllum dýrum og hún kyssir þau eins og ekkert sé“, segir Sigurbjörg. En hvað er það við geiturnar sem er svona áhugavert og skemmtilegt? „Þær eru bara svo miklir karakterar og þær eru svo rólegar og persónulegar, alltaf svo skemmtilegar,“ segir hún. Mamma Sigurbjargar, Stefanía Sigurðardóttir segir óvenjulegt að geitur beri svona snemma í árinu og hún segir að þær séu mjög ólíkar íslensku sauðkindinni í umgengni og skapgerð. „Þær eru eiginlega líkari hundum í eðlinu, vilja leika sér og eru miklir karakterar. Ég mæli eindregið með því að bændur fái sér geitur því þær lífga svo upp á tilveruna. Og núna er sérstaklega gaman að fá þessi þrjú kið, sem eru miklir gleðigjafar í öllu því sem gengur á,“ segir Stefanía. Stefanía í Vorsabæ II og fjölskylda eru með um 20 geitur á bænum. Hún hvetur bændur til að fá sér geitur því þær séu svo skemmtilegar og lífgi upp á tilveruna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er vitað hverjir eru pabbar kiðlinganna? „Nei, Það er ekki vitað, það eru tveir, sem koma til greina,“ segir Stefanía hlægjandi. Og Stefaníu Margréti, fjögurra ára finnst mjög gaman að dansa við kiðlingana og þá syngur hún stundum með. Stefanía Margrét dansar og syngur fyrir kiðin þegar þannig liggur á henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira