„Ég er mest feginn að hafa keyrt yfir sprunguna en ekki labbað yfir hana“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. janúar 2024 21:01 Benedikt og barnabarn hans voru í bílnum þegar dekkið pompaði ofan í holuna. Dekkið á vinnubíl Benedikts G. Jónssonar, pípulagningameistara, pompaði niður í holu þegar jörð gaf sig í Grindavík í dag. Benedikt var fljótur að aka upp úr holunni og sakaði engan í atvikinu. Benedikt rekur fyrirtækið Benna pípara og er búinn að vera í Grindavík undanfarna daga eins og fjöldi annarra pípara við að yfirfara hús í bænum. Hann segir jörðina hafa gefið sig óvænt þegar hann ók inn á bílastæði í bænum. „Þetta var núna rétt um hádegið sem við fórum að húsi sem heitir Vigtin. Þetta er á milli slökkvistöðvarinnar og verkstæðisins Grindarinnar. Við vorum að fara þar inn til að ganga frá. Ég keyrði inn götuna og ætlaði reyndar að skilja bílinn eftir á götunni og labba upp að húsinu en ákvað að keyra inn planið af því ég vissi að það var búið að fylla upp í sprunguna sem kom 10. nóvember og menn höfðu verið að leggja bílum þarna áður,“ segir Benedikt. „Ég keyrði inn á planið og þá húrraði bíllinn niður. Ég keyrði hann upp úr strax og stoppaði þannig að sprungan var undir miðjum bílnum,“ segir hann. Það hafi farið um hann ónotatilfinning. „Afastrákurinn minn var með mér og ég rak hann út úr bílnum af því ég hélt að bíllinn færi niður. En það var nú ekki svo slæmt. Svo ákvað ég bara að taka sénsinn að leggja á stýrið og bakka út. Ég hugsaði að hann færi ekki mikið neðar,“ segir hann. Feginn að hafa ekki labbað yfir sprunguna Benedikt segir að í kjölfarið hafi svæðið verið girt af og menn komið til að mæla dýpt holunnar. „Ég sá ekki ofan í botn á þessari sprungu. Þetta er held ég aðalsprungan sem liggur þvert í gegnum bæinn,“ segir hann. Holan var mæld en Benedikt segir hana hafa verið ansi djúpa. Aðsent Þetta var ansi djúpt er það ekki? „Þetta var eins og skæna af sandi sem ég keyri yfir og svo stækkaði holrúmið niður eins og tregt á hvolfi,“ segir hann. „Ég er mest feginn að hafa keyrt yfir sprunguna en ekki labbað yfir hana,“ segir Benedikt. Hann tekur fram að allir sem eru þarna að störfum séu í öryggisbeltum og með hjálma. „Ekki það að það geri mikið ef maður fer lengst ofan í þetta,“ segir hann og bætir við „en það er hugsað til að auðvelda að ná manni upp.“ Svæðið sé þó ekki metið hættulegt. Þú ert ekki orðinn smeykur við að fara þarna um eftir þetta? „Ég get sagt þér að ég passa extra vel upp á hvert ég labba af því núna er ég búinn að sjá þetta sjálfur,“ segir Benedikt. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Benedikt rekur fyrirtækið Benna pípara og er búinn að vera í Grindavík undanfarna daga eins og fjöldi annarra pípara við að yfirfara hús í bænum. Hann segir jörðina hafa gefið sig óvænt þegar hann ók inn á bílastæði í bænum. „Þetta var núna rétt um hádegið sem við fórum að húsi sem heitir Vigtin. Þetta er á milli slökkvistöðvarinnar og verkstæðisins Grindarinnar. Við vorum að fara þar inn til að ganga frá. Ég keyrði inn götuna og ætlaði reyndar að skilja bílinn eftir á götunni og labba upp að húsinu en ákvað að keyra inn planið af því ég vissi að það var búið að fylla upp í sprunguna sem kom 10. nóvember og menn höfðu verið að leggja bílum þarna áður,“ segir Benedikt. „Ég keyrði inn á planið og þá húrraði bíllinn niður. Ég keyrði hann upp úr strax og stoppaði þannig að sprungan var undir miðjum bílnum,“ segir hann. Það hafi farið um hann ónotatilfinning. „Afastrákurinn minn var með mér og ég rak hann út úr bílnum af því ég hélt að bíllinn færi niður. En það var nú ekki svo slæmt. Svo ákvað ég bara að taka sénsinn að leggja á stýrið og bakka út. Ég hugsaði að hann færi ekki mikið neðar,“ segir hann. Feginn að hafa ekki labbað yfir sprunguna Benedikt segir að í kjölfarið hafi svæðið verið girt af og menn komið til að mæla dýpt holunnar. „Ég sá ekki ofan í botn á þessari sprungu. Þetta er held ég aðalsprungan sem liggur þvert í gegnum bæinn,“ segir hann. Holan var mæld en Benedikt segir hana hafa verið ansi djúpa. Aðsent Þetta var ansi djúpt er það ekki? „Þetta var eins og skæna af sandi sem ég keyri yfir og svo stækkaði holrúmið niður eins og tregt á hvolfi,“ segir hann. „Ég er mest feginn að hafa keyrt yfir sprunguna en ekki labbað yfir hana,“ segir Benedikt. Hann tekur fram að allir sem eru þarna að störfum séu í öryggisbeltum og með hjálma. „Ekki það að það geri mikið ef maður fer lengst ofan í þetta,“ segir hann og bætir við „en það er hugsað til að auðvelda að ná manni upp.“ Svæðið sé þó ekki metið hættulegt. Þú ert ekki orðinn smeykur við að fara þarna um eftir þetta? „Ég get sagt þér að ég passa extra vel upp á hvert ég labba af því núna er ég búinn að sjá þetta sjálfur,“ segir Benedikt.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira