Grindvíkingar vænti þess að verða borgaðir út Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. janúar 2024 11:17 Páll Valur Björnsson, íbúi í Grindavík, segir Grindvíkinga vænta þess að verða borgaðir út. Vísir/Einar Páll Valur Björnsson, kennari í Fisktækniskólanum og íbúi í Grindavík, segir að væntingar Grindvíkinga til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst kynna í dag séu þær að íbúar verði borgaðir út og eignir þeirra keyptar. Ríkisstjórn Íslands hyggst kynna aðgerðir vegna stöðunnar í Grindavík á blaðamannafundi síðar í dag. Páll Valur segir væntingar íbúa til þess sem kynnt verður miklar. „Ég held að væntingar okkar Grindvíkinga allra snúi að því að fá þau svör frá þessum fundi að við verðum borguð út,“ segir Páll Valur í samtali við fréttastofu. Hann segir skiptar skoðanir um málið en samhugur hafi verið meðal íbúa á íbúafundi í síðustu viku. „Það kom náttúrulega fram á íbúafundinum í síðustu viku að það var náttúrulega bara gegnumgangandi að fólk vill komast út og að það verði bara borgað út.“ Hafi komið stjórnvöldum á óvart Hefur að þínu viti verið haft eitthvað samráð beint við fólk í bænum, veistu hvernig þessu hefur verið háttað varðandi þennan aðgerðarpakka? „Nei, við heyrðum nú alveg hvernig þeir voru að tala á síðasta fundi. Það kom þeim greinilega á óvart þessi mikla samstaða og þessi eindrægni sem við vorum að koma fram með á fundinum og þeirra samskipti virðast öll hafa verið við bæjarstjórn Grindavíkur og það kom þeim svolítið á óvart greinilega að heyra í fólki, því það virtist ekki vera það sama og bæjarstjórn var að tala um.“ Páll Valur segist ekki kunna nánari skýringu á því. Ríkisvaldið hafi virst koma af fjöllum á fundi með íbúum. „Og þeir hafa alltaf verið að bíða og bíða og bíða með aðgerðir til að sjá hvort þetta myndi ekki bara hætta.“ Vongóður um að martröðinni muni ljúka „En það er alveg ljóst í mínum huga og margra annarra, sem ég hef heyrt í, að fólk vill bara fá borgað út, á fullu verði eignirnar sínar, til þess að geta hafið annað líf, þannig að þessari martröð fari að ljúka. Því það er ekki hægt að líkja þessu við neitt annað en martröð.“ Ertu vongóður um að af þessu verði? „Já, ég ætla bara að leyfa mér að vona það að þau sýni þann skilning og hafi vit til þess að gera þetta,“ segir Páll. Hann segir þolinmæðina á þrotum hjá íbúum. „Mínar væntingar til þessa fundar og ég bara vona í hjarta mínu, því ég held að þetta sé nú allt hið mætasta fólk sem er að stjórna, að það bara svari þessu kalli okkar og borgi okkur út. Hvernig sem það fer að því. Þetta er náttúrulega ekkert einföld aðgerð, maður gerir sér alveg grein fyrir því að þetta getur haft mikil efnahagsleg áhrif, en þetta snýst um fólk. Þetta snýst um heilt bæjarfélag sem er í sárum. Ég hef heyrt í mörgum uppöldnum Grindvíkingum sem geta ekki hugsað sér að fara þarna heim aftur og upplifa þessa skelfingu sem við höfum þurft að upplifa í haust og vetur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hyggst kynna aðgerðir vegna stöðunnar í Grindavík á blaðamannafundi síðar í dag. Páll Valur segir væntingar íbúa til þess sem kynnt verður miklar. „Ég held að væntingar okkar Grindvíkinga allra snúi að því að fá þau svör frá þessum fundi að við verðum borguð út,“ segir Páll Valur í samtali við fréttastofu. Hann segir skiptar skoðanir um málið en samhugur hafi verið meðal íbúa á íbúafundi í síðustu viku. „Það kom náttúrulega fram á íbúafundinum í síðustu viku að það var náttúrulega bara gegnumgangandi að fólk vill komast út og að það verði bara borgað út.“ Hafi komið stjórnvöldum á óvart Hefur að þínu viti verið haft eitthvað samráð beint við fólk í bænum, veistu hvernig þessu hefur verið háttað varðandi þennan aðgerðarpakka? „Nei, við heyrðum nú alveg hvernig þeir voru að tala á síðasta fundi. Það kom þeim greinilega á óvart þessi mikla samstaða og þessi eindrægni sem við vorum að koma fram með á fundinum og þeirra samskipti virðast öll hafa verið við bæjarstjórn Grindavíkur og það kom þeim svolítið á óvart greinilega að heyra í fólki, því það virtist ekki vera það sama og bæjarstjórn var að tala um.“ Páll Valur segist ekki kunna nánari skýringu á því. Ríkisvaldið hafi virst koma af fjöllum á fundi með íbúum. „Og þeir hafa alltaf verið að bíða og bíða og bíða með aðgerðir til að sjá hvort þetta myndi ekki bara hætta.“ Vongóður um að martröðinni muni ljúka „En það er alveg ljóst í mínum huga og margra annarra, sem ég hef heyrt í, að fólk vill bara fá borgað út, á fullu verði eignirnar sínar, til þess að geta hafið annað líf, þannig að þessari martröð fari að ljúka. Því það er ekki hægt að líkja þessu við neitt annað en martröð.“ Ertu vongóður um að af þessu verði? „Já, ég ætla bara að leyfa mér að vona það að þau sýni þann skilning og hafi vit til þess að gera þetta,“ segir Páll. Hann segir þolinmæðina á þrotum hjá íbúum. „Mínar væntingar til þessa fundar og ég bara vona í hjarta mínu, því ég held að þetta sé nú allt hið mætasta fólk sem er að stjórna, að það bara svari þessu kalli okkar og borgi okkur út. Hvernig sem það fer að því. Þetta er náttúrulega ekkert einföld aðgerð, maður gerir sér alveg grein fyrir því að þetta getur haft mikil efnahagsleg áhrif, en þetta snýst um fólk. Þetta snýst um heilt bæjarfélag sem er í sárum. Ég hef heyrt í mörgum uppöldnum Grindvíkingum sem geta ekki hugsað sér að fara þarna heim aftur og upplifa þessa skelfingu sem við höfum þurft að upplifa í haust og vetur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira