„Það höndla ekkert allir að vera alltaf undir svona pressu“ Snorri Már Vagnsson skrifar 27. janúar 2024 13:30 David Jan Guðmundsson spilar fyrir Ármann í Ljósleiðaradeildinni undir nafninu PolishWonder. David Jan Guðmundsson, betur þekktur sem PolishWonder, spilar fyrir Ármann í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike. David er fæddur árið 1993 og vinnur á dekkjaverkstæði. David kynntist Counter-Strike fyrst þegar hann var 13 ára, en hann spilaði CS 1.6, sem er útgáfa leiksins sem kom út árið 2003. David segir að leikurinn hafi hjálpað sér á erfiðum tímum. „Það var svo sem auðvelt að kúpla sig út í CS bara, en í dag er þetta orðið miklu betra umhverfi fyrir krakka til að byrja í tölvuleikjum,“ segir David. Þegar hann byrjaði í Counter-Strike: Source, sem kom út árið 2004, segir David að hann hafi byrjað að spila í liðum og taka leikinn alvarlega. Bróðir Davids, Ólafur Barði Guðmundsson, spilaði í liðum með David og bræðurnir spila enn í dag saman í liði Ármanns í Ljósleiðaradeildinni. Ólafur spilar undir nafninu Ofvirkur. David hefur orð á því að hafa kennt bróður sínum allt þegar að kemur Vappanum. Vappinn er nákvæmasti riffillinn í Counter-Strike og spilar Ólafur mikið með hann. Eftir tímabundna pásu í leiknum sneri David til hans að nýju árið 2015. CS:GO hafði þá verið úti í þrjú ár og David þurfti því að ná öðrum spilurum í leiknum. Áhugann segir David þó hafa orðið meiri eftir pásuna. Í kjölfarið fór David að spila fyrir lið Kórdrengja í fyrstu deildinni hérlendis og rústaði lið hans þeirri keppni og komust því upp um deild. David lýsir fyrsta tímabilinu sínu í Úrvalsdeildinni sem „erfiðu,“ en liðið hafnaði í næstneðsta sæti deildarinnar. Í kjölfarið komst David inn í lið Ármanns, en segir að það hafi hálfpartinn alltaf verið draumurinn. „Það höndla ekkert allir að vera alltaf undir svona pressu“ David lýsir liði Ármanns sem afar keppnishörðu. Mikið passionog æsingur í mönnum. Mórallinn sé þó alltaf góður þó strákarnir séu með kröfur til hvors annars. „Það höndla ekkert allir að vera alltaf undir svona pressu,“ segir David léttur, en liðsandinn sé þó góður hjá Ármanni. Aðspurður út í fyrstu leiki sína í deildinni segir David að hann hafi verið afar stressaður í fyrstu leikjunum. Leikirnir hjá Kórdrengjum voru erfiðir, en David lýsir því að um leið og hann hafi lært að róa hausinn sé hann duglegur að gera það, finni hann fyrir stressi fyrir leik. Aðspurður að hans helsta stuðningsfólki nefnir David föður sinn fyrst. „Pabbi er alltaf í Twitch-Chat að horfa á. Svo horfir hann líka á aðra leiki í deildinni, ekki bara mína,“ segir David. David segir þó stuðning koma úr öllum áttum fyrir rafíþróttinni, en unnusta hans sýnir honum sömuleiðis mikinn skilning á rafíþróttunum. David segir rafíþróttir almennt vera mun betur liðnar meðal almennings heldur en þegar hann var að byrja. „Þetta eru ekki lengur bara krakkar að rotna inni hjá sér, núna eru íþróttafélögin farin að hafa þetta miklu aðgengilegra, skemmtilegra og heilsusamlegra fyrir börnin.“ Að lokum nefnir David að Zolo, leikmaður Sögu sé hetjan hans í senunni. Ármann eru í fjórða sæti Ljósleiðaradeildarinnar, jafnir Sögu að stigum. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
David er fæddur árið 1993 og vinnur á dekkjaverkstæði. David kynntist Counter-Strike fyrst þegar hann var 13 ára, en hann spilaði CS 1.6, sem er útgáfa leiksins sem kom út árið 2003. David segir að leikurinn hafi hjálpað sér á erfiðum tímum. „Það var svo sem auðvelt að kúpla sig út í CS bara, en í dag er þetta orðið miklu betra umhverfi fyrir krakka til að byrja í tölvuleikjum,“ segir David. Þegar hann byrjaði í Counter-Strike: Source, sem kom út árið 2004, segir David að hann hafi byrjað að spila í liðum og taka leikinn alvarlega. Bróðir Davids, Ólafur Barði Guðmundsson, spilaði í liðum með David og bræðurnir spila enn í dag saman í liði Ármanns í Ljósleiðaradeildinni. Ólafur spilar undir nafninu Ofvirkur. David hefur orð á því að hafa kennt bróður sínum allt þegar að kemur Vappanum. Vappinn er nákvæmasti riffillinn í Counter-Strike og spilar Ólafur mikið með hann. Eftir tímabundna pásu í leiknum sneri David til hans að nýju árið 2015. CS:GO hafði þá verið úti í þrjú ár og David þurfti því að ná öðrum spilurum í leiknum. Áhugann segir David þó hafa orðið meiri eftir pásuna. Í kjölfarið fór David að spila fyrir lið Kórdrengja í fyrstu deildinni hérlendis og rústaði lið hans þeirri keppni og komust því upp um deild. David lýsir fyrsta tímabilinu sínu í Úrvalsdeildinni sem „erfiðu,“ en liðið hafnaði í næstneðsta sæti deildarinnar. Í kjölfarið komst David inn í lið Ármanns, en segir að það hafi hálfpartinn alltaf verið draumurinn. „Það höndla ekkert allir að vera alltaf undir svona pressu“ David lýsir liði Ármanns sem afar keppnishörðu. Mikið passionog æsingur í mönnum. Mórallinn sé þó alltaf góður þó strákarnir séu með kröfur til hvors annars. „Það höndla ekkert allir að vera alltaf undir svona pressu,“ segir David léttur, en liðsandinn sé þó góður hjá Ármanni. Aðspurður út í fyrstu leiki sína í deildinni segir David að hann hafi verið afar stressaður í fyrstu leikjunum. Leikirnir hjá Kórdrengjum voru erfiðir, en David lýsir því að um leið og hann hafi lært að róa hausinn sé hann duglegur að gera það, finni hann fyrir stressi fyrir leik. Aðspurður að hans helsta stuðningsfólki nefnir David föður sinn fyrst. „Pabbi er alltaf í Twitch-Chat að horfa á. Svo horfir hann líka á aðra leiki í deildinni, ekki bara mína,“ segir David. David segir þó stuðning koma úr öllum áttum fyrir rafíþróttinni, en unnusta hans sýnir honum sömuleiðis mikinn skilning á rafíþróttunum. David segir rafíþróttir almennt vera mun betur liðnar meðal almennings heldur en þegar hann var að byrja. „Þetta eru ekki lengur bara krakkar að rotna inni hjá sér, núna eru íþróttafélögin farin að hafa þetta miklu aðgengilegra, skemmtilegra og heilsusamlegra fyrir börnin.“ Að lokum nefnir David að Zolo, leikmaður Sögu sé hetjan hans í senunni. Ármann eru í fjórða sæti Ljósleiðaradeildarinnar, jafnir Sögu að stigum.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira