Hjarta úr steini Sverrir Björnsson skrifar 29. janúar 2024 09:30 Jæja, þá fer þessum blessuðum janúar loksins að ljúka. Mánuður erfiðleika en það er einmitt á erfiðum tímum sem samhygð og samhugur okkar vex. Við stóðum öll sem eitt með strákunum okkar í þeirra slag og vorum bara þremur mörkum frá því að vera í skýjunum. Takk strákar, við stöndum alltaf við bakið á ykkur, hvernig sem fer. Mikill samhugur hefur ríkt með fólki á flótta, heimilislausum Grindvíkingum sem hafa þurft að flýja sprungu skorinn heimabæ sinn og fólkinu í Palestínu sem flýr sundur sprengd heimili sín. Því miður varð manntjón í Grindavík og fjölskylda á um sárt að binda, styðjum þau. Það var líka sárt að heyra af umferðarslysunum í janúar, svo mikil sóun, svo mikill harmur. Eitt líf er óendanlega mikils virði, við erum öll jafngild og eigum sama rétt til lífsins. Það átti líka við þau 26.103 barna, kvenna og manna sem Ísraelsmenn hafa drepið í útrýmingar stríði sínu gegn fólkinu á Gasa. Auðvitað eigum við að setja sérstök lög til að sameina fjölskyldur Palestínu búa hér og taka við fleiri. Bjarga sem flestum frá þeirra sáru neyð líkt og gert var með Úkraínumenn. Verum stór í hjartanu og sýnum það í verki þó það kosti okkur eitthvað. Miðað við umræðuna virðist mikill einhugur. Meira að segja hinn gallharði hægrimaður "Villi" eins og Grindvíkingar kalla Vilhjálm Árnason er orðinn Sósíalisti. Hann vill meiri samhjálp í samfélaginu og að allir leggi í púkkið til að hjálpa þeim sem standa höllum fæti. Batnandi mönnum er best að lifa og við erum öll sammála honum. Við ættum að forðast að leggja sérstaka Grindavíkur skatta á almenning það getur jaðarsett Grindvíkinga þegar fram í sækir. Sumir tala nú um að launþegar landsins taki reikninginn fyrir tjónið í næstu kjarasamningum en það sama fólk minnist ekki orði á að sækja hjálparfé í ótrúlegan arð af auðlindum okkar, auðnum af sjávarútvegi og stóriðiju sem stöðugt hleðst upp hjá örfáum einstaklingum og stórfyrirtækjum. Lögfræðingurinn Kristín Ólafsdóttir nefndi í Kastljósi einfalda og sanngjarna leið til að fjármagna aðstoð við Grindvíkinga. Ísland tekur lán fyrir kostnaðinum og greiðir það niður á 20 árum, enda um einstakar aðstæður að ræða. Samhugur með þeim sem þjást er mikill með þjóðinni en formaður Sjálfstæðisflokksins er með hjarta úr steini. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra stöðvaði í gær aðstoð Íslands við fólk í neyð í Palestínu með einu pennastriki. Þar með tók hann mat og lyf frá börnum í hættu vegna þess að árásaraðilinn, Ísraelsríki ásakar 12 af 13.000 starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna um að hafa átt þátt í voðaverkunum 7. október. Ásakanirnar eru ósannaðar, málið er einfaldlega í rannsókn og þó rétt reynist þarf ekki að bregðast svona grimmilega við. Utanríkisstefna Íslands er því miður bara dauft bergmál af utanríkisstefnu Bandaríkjamanna og Breta og því lítil ástæða til að við höldum úti rándýrum utanríkisráðherra. Hvernig er hægt að að gera þetta? Ég trúi því ekki að þjóðin vilji taka mat úr munni barna í mikilli hættu. Hvað segir Framsóknarflokkurinn? Er hann bara sáttur í sínum ævaforna afstöðu feluleik? Hvað segir hin svokallaða Vinstrihreyfingin, Grænt framboð? Af þeim bænum heyrist ekkert en svo kemur líklega sama gamla jarmið; neeeeeeeeefnd. Æi maður sparkar víst ekki í dauðann hund. Höfundur er hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Jæja, þá fer þessum blessuðum janúar loksins að ljúka. Mánuður erfiðleika en það er einmitt á erfiðum tímum sem samhygð og samhugur okkar vex. Við stóðum öll sem eitt með strákunum okkar í þeirra slag og vorum bara þremur mörkum frá því að vera í skýjunum. Takk strákar, við stöndum alltaf við bakið á ykkur, hvernig sem fer. Mikill samhugur hefur ríkt með fólki á flótta, heimilislausum Grindvíkingum sem hafa þurft að flýja sprungu skorinn heimabæ sinn og fólkinu í Palestínu sem flýr sundur sprengd heimili sín. Því miður varð manntjón í Grindavík og fjölskylda á um sárt að binda, styðjum þau. Það var líka sárt að heyra af umferðarslysunum í janúar, svo mikil sóun, svo mikill harmur. Eitt líf er óendanlega mikils virði, við erum öll jafngild og eigum sama rétt til lífsins. Það átti líka við þau 26.103 barna, kvenna og manna sem Ísraelsmenn hafa drepið í útrýmingar stríði sínu gegn fólkinu á Gasa. Auðvitað eigum við að setja sérstök lög til að sameina fjölskyldur Palestínu búa hér og taka við fleiri. Bjarga sem flestum frá þeirra sáru neyð líkt og gert var með Úkraínumenn. Verum stór í hjartanu og sýnum það í verki þó það kosti okkur eitthvað. Miðað við umræðuna virðist mikill einhugur. Meira að segja hinn gallharði hægrimaður "Villi" eins og Grindvíkingar kalla Vilhjálm Árnason er orðinn Sósíalisti. Hann vill meiri samhjálp í samfélaginu og að allir leggi í púkkið til að hjálpa þeim sem standa höllum fæti. Batnandi mönnum er best að lifa og við erum öll sammála honum. Við ættum að forðast að leggja sérstaka Grindavíkur skatta á almenning það getur jaðarsett Grindvíkinga þegar fram í sækir. Sumir tala nú um að launþegar landsins taki reikninginn fyrir tjónið í næstu kjarasamningum en það sama fólk minnist ekki orði á að sækja hjálparfé í ótrúlegan arð af auðlindum okkar, auðnum af sjávarútvegi og stóriðiju sem stöðugt hleðst upp hjá örfáum einstaklingum og stórfyrirtækjum. Lögfræðingurinn Kristín Ólafsdóttir nefndi í Kastljósi einfalda og sanngjarna leið til að fjármagna aðstoð við Grindvíkinga. Ísland tekur lán fyrir kostnaðinum og greiðir það niður á 20 árum, enda um einstakar aðstæður að ræða. Samhugur með þeim sem þjást er mikill með þjóðinni en formaður Sjálfstæðisflokksins er með hjarta úr steini. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra stöðvaði í gær aðstoð Íslands við fólk í neyð í Palestínu með einu pennastriki. Þar með tók hann mat og lyf frá börnum í hættu vegna þess að árásaraðilinn, Ísraelsríki ásakar 12 af 13.000 starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna um að hafa átt þátt í voðaverkunum 7. október. Ásakanirnar eru ósannaðar, málið er einfaldlega í rannsókn og þó rétt reynist þarf ekki að bregðast svona grimmilega við. Utanríkisstefna Íslands er því miður bara dauft bergmál af utanríkisstefnu Bandaríkjamanna og Breta og því lítil ástæða til að við höldum úti rándýrum utanríkisráðherra. Hvernig er hægt að að gera þetta? Ég trúi því ekki að þjóðin vilji taka mat úr munni barna í mikilli hættu. Hvað segir Framsóknarflokkurinn? Er hann bara sáttur í sínum ævaforna afstöðu feluleik? Hvað segir hin svokallaða Vinstrihreyfingin, Grænt framboð? Af þeim bænum heyrist ekkert en svo kemur líklega sama gamla jarmið; neeeeeeeeefnd. Æi maður sparkar víst ekki í dauðann hund. Höfundur er hönnuður.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun