Segist ekki hafa verið metinn að verðleikum og að tilkynningin hafi frelsað sig Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. janúar 2024 23:31 Xavi virðist frekar feginn yfir því að vera að hætta sem knattspyrnustjóri Barcelona. Diego Souto/Getty Images Xavi Hernandez, fráfarandi knattspyrnustjóri Barcelona, segir að honum líði eins og hann hafi verið frelsaður eftir að hann tilkynnti um að hann myndi hætta sem stjóri liðsins að yfirstandandi tímabili loknu. Xavi gerði Barcelona að spænsku meisturum á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari liðsins tímabilið 2022-2023. Gengi Börsunga á yfirstandandi tímabili hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska og liðið situr i fjórða sæti spænsku deildarinnar með 44 stig eftir 21 leik, ellefu stigum á eftir toppliði Girona. Börsungar máttu svo þola 5-3 tap gegn Villarreal á heimavelli síðastliðinn laugardag og eftir tapið greindi Xavi frá ákvörðun sinni að yfirgefa félagið í sumar. Xavi, sem lék stærstan hluta leikmannaferils síns hjá Barcelona, virðist þó vera heldur feginn að vera losna úr starfinu. Hann segist hafa verið búinn að taka ákvörðunina fyrir löngu. „Það sem við gerum er ekki metið að verðleikum og það er þess vegna sem ég tók ákvörðun um að þetta yrði mitt síðasta tímabil sem þjálfari,“ sagði Xavi. „Þeir láta þér líða eins og þú sért ekki verðugur, á hverjum einasta degi. Þetta hefur komið fyrir alla þjálfara. Ég ræddi við Pep Guardiola og hann var búinn að segja mér þetta og Ernesto Valverdi líka. Með Luis Enrique get ég séð þetta og ég horfði á hann þjást.“ „Ég er búinn að heyra að ég hafi tekið þessa ákvörðun af ýmsum ástæðum. En nei, ég tók þessa ákvörðun af því að mér finnst mín vinna og það sem við höfum gert ekki vera metið að verðleikum. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun fyrir löngu. Raunar tók ég þessa ákvörðun í upphafi tímabilsins,“ bætti Xavi við. „Mér fannst tilkynningin frelsa mig á persónulegum nótum, en ég er enn staðráðinn í að gera vel,“ sagði Xavi að lokum. "It seems you have your life at stake during every single moment"Xavi claims that he has never felt valued at Barcelona and that it has made his job 'unenjoyable' pic.twitter.com/dUiCJ1zOmF— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Sjá meira
Xavi gerði Barcelona að spænsku meisturum á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari liðsins tímabilið 2022-2023. Gengi Börsunga á yfirstandandi tímabili hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska og liðið situr i fjórða sæti spænsku deildarinnar með 44 stig eftir 21 leik, ellefu stigum á eftir toppliði Girona. Börsungar máttu svo þola 5-3 tap gegn Villarreal á heimavelli síðastliðinn laugardag og eftir tapið greindi Xavi frá ákvörðun sinni að yfirgefa félagið í sumar. Xavi, sem lék stærstan hluta leikmannaferils síns hjá Barcelona, virðist þó vera heldur feginn að vera losna úr starfinu. Hann segist hafa verið búinn að taka ákvörðunina fyrir löngu. „Það sem við gerum er ekki metið að verðleikum og það er þess vegna sem ég tók ákvörðun um að þetta yrði mitt síðasta tímabil sem þjálfari,“ sagði Xavi. „Þeir láta þér líða eins og þú sért ekki verðugur, á hverjum einasta degi. Þetta hefur komið fyrir alla þjálfara. Ég ræddi við Pep Guardiola og hann var búinn að segja mér þetta og Ernesto Valverdi líka. Með Luis Enrique get ég séð þetta og ég horfði á hann þjást.“ „Ég er búinn að heyra að ég hafi tekið þessa ákvörðun af ýmsum ástæðum. En nei, ég tók þessa ákvörðun af því að mér finnst mín vinna og það sem við höfum gert ekki vera metið að verðleikum. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun fyrir löngu. Raunar tók ég þessa ákvörðun í upphafi tímabilsins,“ bætti Xavi við. „Mér fannst tilkynningin frelsa mig á persónulegum nótum, en ég er enn staðráðinn í að gera vel,“ sagði Xavi að lokum. "It seems you have your life at stake during every single moment"Xavi claims that he has never felt valued at Barcelona and that it has made his job 'unenjoyable' pic.twitter.com/dUiCJ1zOmF— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Sjá meira