Servíetta með fyrsta samningi Messi á leið á uppboð Smári Jökull Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 01:19 Lionel Messi leikur nú með Inter Miami í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Lionel Messi skrifaði undir sinn fyrsta samning við Barcelona árið 2000. Samningurinn var skrifaður á servíettu sem nú er á leið á uppboð. Lionel Messi var aðeins þrettán ára gamall þegar hann skrifaði undir sinn fyrsta samning við Barcelona. Skrifað var undir samninginn þann 14. desember árið 2000 en Messi var eftirsóttur og sótti Carles Rexach, þáverandi forseti Barcelona, hart að sækja Argentínumanninn. Ákvörðun sem hann sér varla eftir í dag. Messi hafði verið á reynslu hjá spænsku risunum í september sama ár og skrifað var undir samninginn. Hann heillaði þá sem fylgdust með en innan félagsins heyrðust raddir um að ekki væri rétt að skrifa undir samning við þetta ungan leikmann sem þar að auki kom alla leið frá Argentínu. Ætluðu að bjóða Messi til Real Madrid Rexach óttaðist að Barcelona myndi missa af Messi og hafði Horacio Gaggioli, umboðsmaður Messi, sagt Rexach að ef Barcelona myndi ekki drífa sig í að klára samninginn þá myndi hann bjóða Messi til annarra félaga og var Real Madrid þar á meðal. Rexach brást fljótt við og bauð Gaggioli til kvöldverðar í Barcelona. Hann hafði engan tíma til að prenta út samning en þurfti undirskrift umboðsmannsins engu að síður. Lausn Rexach var að grípa servíettu sem þeir félagar skrifuðu samninginn á. Á servíettunni var samkomulag reifað en viðstaddir voru tveir umboðsmenn Messi, Carles Rexach auk starfsmanns Barcelona. „Servíettan braut ísinn“ Umrædd servíetta er nú á leið á uppboð hjá uppboðshúsinu Bonhams í London. Uppboðið fer fram 18.- 27. mars og verður upphafsverðið 300.000 pund eða rúmlega 50 milljónir íslenskra króna. Ian Hehling, yfirmaður hjá Bonhams uppboðshúsinu segir að servíettan sé einn af þeim mest spennandi hlutum sem hann hefur komist í snertingu við. „Þetta er servíetta en hún markaði upphaf ferils Lionel Messi. Þetta breytti lífi Messi, framtíð FC Barcelona og var upphafið að nokkrum af mögnuðustu augnablikum knattspyrnunnar fyrir milljónir áhorfenda um allan heim,“ sagði Ehling í viðtali. The napkin upon which Lionel Messi s first Barcelona agreement was informally written will be sold at auction.Bonhams will run the auction with a starting price of £300,000 ($381k).More from @Millar_Colin and @polballus https://t.co/ez5acrfzxk— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 31, 2024 Umboðsmaðurinn Gaggioli kallaði atvikið á veitingastaðnum í Barcelona „stórkostlegt augnablik“. „Servíettan braut ísinn. Lögfræðingar mínir litu á hana. Á servíettunni var allt sem þurfti, nafnið mitt, nafnið hans og dagsetningin. Henni var þinglýst og þetta var löglegt skjal.“ „Hún verður hluti af lífi mínu um alla tíð. Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Lionel Messi var aðeins þrettán ára gamall þegar hann skrifaði undir sinn fyrsta samning við Barcelona. Skrifað var undir samninginn þann 14. desember árið 2000 en Messi var eftirsóttur og sótti Carles Rexach, þáverandi forseti Barcelona, hart að sækja Argentínumanninn. Ákvörðun sem hann sér varla eftir í dag. Messi hafði verið á reynslu hjá spænsku risunum í september sama ár og skrifað var undir samninginn. Hann heillaði þá sem fylgdust með en innan félagsins heyrðust raddir um að ekki væri rétt að skrifa undir samning við þetta ungan leikmann sem þar að auki kom alla leið frá Argentínu. Ætluðu að bjóða Messi til Real Madrid Rexach óttaðist að Barcelona myndi missa af Messi og hafði Horacio Gaggioli, umboðsmaður Messi, sagt Rexach að ef Barcelona myndi ekki drífa sig í að klára samninginn þá myndi hann bjóða Messi til annarra félaga og var Real Madrid þar á meðal. Rexach brást fljótt við og bauð Gaggioli til kvöldverðar í Barcelona. Hann hafði engan tíma til að prenta út samning en þurfti undirskrift umboðsmannsins engu að síður. Lausn Rexach var að grípa servíettu sem þeir félagar skrifuðu samninginn á. Á servíettunni var samkomulag reifað en viðstaddir voru tveir umboðsmenn Messi, Carles Rexach auk starfsmanns Barcelona. „Servíettan braut ísinn“ Umrædd servíetta er nú á leið á uppboð hjá uppboðshúsinu Bonhams í London. Uppboðið fer fram 18.- 27. mars og verður upphafsverðið 300.000 pund eða rúmlega 50 milljónir íslenskra króna. Ian Hehling, yfirmaður hjá Bonhams uppboðshúsinu segir að servíettan sé einn af þeim mest spennandi hlutum sem hann hefur komist í snertingu við. „Þetta er servíetta en hún markaði upphaf ferils Lionel Messi. Þetta breytti lífi Messi, framtíð FC Barcelona og var upphafið að nokkrum af mögnuðustu augnablikum knattspyrnunnar fyrir milljónir áhorfenda um allan heim,“ sagði Ehling í viðtali. The napkin upon which Lionel Messi s first Barcelona agreement was informally written will be sold at auction.Bonhams will run the auction with a starting price of £300,000 ($381k).More from @Millar_Colin and @polballus https://t.co/ez5acrfzxk— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 31, 2024 Umboðsmaðurinn Gaggioli kallaði atvikið á veitingastaðnum í Barcelona „stórkostlegt augnablik“. „Servíettan braut ísinn. Lögfræðingar mínir litu á hana. Á servíettunni var allt sem þurfti, nafnið mitt, nafnið hans og dagsetningin. Henni var þinglýst og þetta var löglegt skjal.“ „Hún verður hluti af lífi mínu um alla tíð.
Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira