Ef hval rekur á fjörur manns: Hvar er staður hvalanna í hjörtum Íslendinga? Svava Þorsteinsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 13:31 Hvalir eiga sér djúpar rætur í þjóðarsál okkar Íslendinga. Í þrettán vikur hugsuðum við, þriðja árs nemar í vöruhönnun í Listaháskólanum um hvali, sem var rannsóknarefnið okkar, svo mikið að okkur var byrjað að dreyma þá á nóttunni líka. En eftir því sem við lærðum meira um hvali uppgötvuðum við líka hve lítið við mannfólkið vitum í raun um það sem fer fram undir yfirborði sjávar í samfélögum hvalanna. Mystík umlykur ennþá dýrin sem sögðu skilið við þurrt land fyrir hundruðum milljóna ára og urðu að hvölum sem drottna nú yfir hljóðum heimi hafsins. Eins ólík og við erum innan vöruhönnunarbekksins áttum við öll það sameiginlegt að við fylltumst djúpri lotningu gagnvart þeim. Við settum upp sýningu sem bar titilinn „Ef hval rekur á fjörur manns.“ Okkur langaði til að miðla áfram þessari lotningu gagnvart hvölum til annarra í gegnum hönnun. Titillinn vísar meðal annars í þau skipti sem hval hefur rekið óvænt á land hér á Íslandi áður fyrr, en þá gat verið um að ræða lífsbjörg fyrir heila byggð. Til þess má einmitt rekja að orðið hvalreki merkir einnig „óvænt stórhapp“ í íslensku tungumáli. Hvalurinn hefur birst okkur í íslenskum þjóðsögum bæði sem verndari eða bjargvættur og sem hættulegt sjávarskrímsli, alveg eins og náttúran getur oft virst ógnvænleg en einnig verið okkur gjöful. Okkur stafar engin hætta af hvölunum í dag. Þar að auki höfum við nú hvorki þörf né löngun til þess að borða kjöt þeirra. En það má velta því fyrir sér hvernig við getum heiðrað þau skipti sem hvalurinn hefur bjargað okkur. Er ekki það minnsta sem við getum gert að leyfa þeim að vera í friði? Höfundur er nemi í vöruhönnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Hvalir eiga sér djúpar rætur í þjóðarsál okkar Íslendinga. Í þrettán vikur hugsuðum við, þriðja árs nemar í vöruhönnun í Listaháskólanum um hvali, sem var rannsóknarefnið okkar, svo mikið að okkur var byrjað að dreyma þá á nóttunni líka. En eftir því sem við lærðum meira um hvali uppgötvuðum við líka hve lítið við mannfólkið vitum í raun um það sem fer fram undir yfirborði sjávar í samfélögum hvalanna. Mystík umlykur ennþá dýrin sem sögðu skilið við þurrt land fyrir hundruðum milljóna ára og urðu að hvölum sem drottna nú yfir hljóðum heimi hafsins. Eins ólík og við erum innan vöruhönnunarbekksins áttum við öll það sameiginlegt að við fylltumst djúpri lotningu gagnvart þeim. Við settum upp sýningu sem bar titilinn „Ef hval rekur á fjörur manns.“ Okkur langaði til að miðla áfram þessari lotningu gagnvart hvölum til annarra í gegnum hönnun. Titillinn vísar meðal annars í þau skipti sem hval hefur rekið óvænt á land hér á Íslandi áður fyrr, en þá gat verið um að ræða lífsbjörg fyrir heila byggð. Til þess má einmitt rekja að orðið hvalreki merkir einnig „óvænt stórhapp“ í íslensku tungumáli. Hvalurinn hefur birst okkur í íslenskum þjóðsögum bæði sem verndari eða bjargvættur og sem hættulegt sjávarskrímsli, alveg eins og náttúran getur oft virst ógnvænleg en einnig verið okkur gjöful. Okkur stafar engin hætta af hvölunum í dag. Þar að auki höfum við nú hvorki þörf né löngun til þess að borða kjöt þeirra. En það má velta því fyrir sér hvernig við getum heiðrað þau skipti sem hvalurinn hefur bjargað okkur. Er ekki það minnsta sem við getum gert að leyfa þeim að vera í friði? Höfundur er nemi í vöruhönnun.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun