Leggja til sumarfrí í íslenskum fótbolta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2024 10:45 Leikmannasamtök Íslands leggja til að gert verði fjögurra vikna hlé á keppni í meistaraflokkum karla og kvenna. Þá geti leikmenn einnig fengið 14 daga frí frá æfingum. Vísir/Diego Stjórn Leikmannasamtaka Íslands leggur til að á ársþingi KSÍ verði samþykkt að innleitt verði sumerhlé á keppnistímabili í Íslandsmóti mestaraflokka í knattspyrnu á Íslandi. 78. ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi og eins og oft áður verða mörg mál á dagskrá. Þar á meðal er tillaga Leikmannasamtaka Íslands um sumarhlé, sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og að deildunum verði þá skipt upp í vor- og haust tímabil. Í tillögu Leikmannasamtakana kemur einnig fram að í sumarhléinu eigi leikmenn að fá 14 daga samfleytt frí frá skipulögðum æfingum hjá sínum félagsliðum. Fordæmin séu til á Norðurlöndunum Í tillögunni er einnig bent á að fordæmi fyrir mið-tímabilshléi liggi fyrir á Norðurlöndunum. „Fordæmi fyrir mið-tímabilshléi liggja fyrir á Norðurlöndunum, þar sem sumarhléin eru sett í FIFA/UEFA/Ólympíu- lokakeppnisglugga,“ sgir í tillögunni. „Sem dæmi mun sumarið 2024 í Herrallsvenskan í Svíþjóð taka sumarhlé í deild milli 2. júní – 6. júlí, þegar mótið hefurspilað 12 umferðir fyrir sumarhlé. Til samanburðar mun Damallsvenskan í Svíþjóð taka sumarhlé frá 8.júlí – 22.ágúst, eftir 15 spilaðar umferðir, eða á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir í París. Sumarhléin 2024 í efstu deildum í Svíþjóð er í lengra lagi, þar sem í ár er bæði EM KK og Ólympíuleikar, þar sem A-landslið KVK taka þátt.“ Þá séu einnig fordæmi fyrir því að slík hlé hafi verið gerð á Íslandsmótinu í knattspyrnu áður. „Mótanefnd KSÍ hefur hagrætt móta fyrirkomulagi varðandi Íslandsmót í knattspyrnu áður, þegar landslið Íslands hafa tekið þátt ístórmótum, A-landslið KK (EM 2016 & HM 2018), A-landslið KVK (EM 2017 & 2022) og 19 ára landslið KK og KVK (EM 2023).“ „Til að gefa leikmönnum tíma til andlegrar og líkamlegrar endurheimtar“ Að lokum nefna Leikmannasamtökin ástæðu þess að tillagan er lögð fram. Þar segir að það sé gert til að gefa leikmönnum tíma í endurheimt, sem og að gefa þjálfurum, starfsfólki og sjálfboðaliðum möguleika á sumarfríi. „Tímabilshlé í knattspyrnu er gert til að gefa leikmönnum tíma til andlegrar og líkamlegrar endurheimtar, ásamt því að gefa þjálfurum, starfsfólki og sjálfboðaliðum félaga möguleika á sumarfríi. Lagt er til að sumarhlé á keppnisleikjum í Íslandsmóti í knattspyrnu varir að minnsta kosti fjórar vikur, til þess að geta gefið þjálfurum og leikmönnum tíma til 14 daga samliggjandi frís ásamt undirbúningstíma fyrir komandi haust tímabil.“ Tillöguna í heild sinni má lesa með því að smella hér. Íslenski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira
78. ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi og eins og oft áður verða mörg mál á dagskrá. Þar á meðal er tillaga Leikmannasamtaka Íslands um sumarhlé, sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og að deildunum verði þá skipt upp í vor- og haust tímabil. Í tillögu Leikmannasamtakana kemur einnig fram að í sumarhléinu eigi leikmenn að fá 14 daga samfleytt frí frá skipulögðum æfingum hjá sínum félagsliðum. Fordæmin séu til á Norðurlöndunum Í tillögunni er einnig bent á að fordæmi fyrir mið-tímabilshléi liggi fyrir á Norðurlöndunum. „Fordæmi fyrir mið-tímabilshléi liggja fyrir á Norðurlöndunum, þar sem sumarhléin eru sett í FIFA/UEFA/Ólympíu- lokakeppnisglugga,“ sgir í tillögunni. „Sem dæmi mun sumarið 2024 í Herrallsvenskan í Svíþjóð taka sumarhlé í deild milli 2. júní – 6. júlí, þegar mótið hefurspilað 12 umferðir fyrir sumarhlé. Til samanburðar mun Damallsvenskan í Svíþjóð taka sumarhlé frá 8.júlí – 22.ágúst, eftir 15 spilaðar umferðir, eða á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir í París. Sumarhléin 2024 í efstu deildum í Svíþjóð er í lengra lagi, þar sem í ár er bæði EM KK og Ólympíuleikar, þar sem A-landslið KVK taka þátt.“ Þá séu einnig fordæmi fyrir því að slík hlé hafi verið gerð á Íslandsmótinu í knattspyrnu áður. „Mótanefnd KSÍ hefur hagrætt móta fyrirkomulagi varðandi Íslandsmót í knattspyrnu áður, þegar landslið Íslands hafa tekið þátt ístórmótum, A-landslið KK (EM 2016 & HM 2018), A-landslið KVK (EM 2017 & 2022) og 19 ára landslið KK og KVK (EM 2023).“ „Til að gefa leikmönnum tíma til andlegrar og líkamlegrar endurheimtar“ Að lokum nefna Leikmannasamtökin ástæðu þess að tillagan er lögð fram. Þar segir að það sé gert til að gefa leikmönnum tíma í endurheimt, sem og að gefa þjálfurum, starfsfólki og sjálfboðaliðum möguleika á sumarfríi. „Tímabilshlé í knattspyrnu er gert til að gefa leikmönnum tíma til andlegrar og líkamlegrar endurheimtar, ásamt því að gefa þjálfurum, starfsfólki og sjálfboðaliðum félaga möguleika á sumarfríi. Lagt er til að sumarhlé á keppnisleikjum í Íslandsmóti í knattspyrnu varir að minnsta kosti fjórar vikur, til þess að geta gefið þjálfurum og leikmönnum tíma til 14 daga samliggjandi frís ásamt undirbúningstíma fyrir komandi haust tímabil.“ Tillöguna í heild sinni má lesa með því að smella hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira