Englendingar vilja tryggja sér nýju spútnikstjörnuna hjá Man. Utd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2024 13:45 Ungu strákarnir hjá Manchester United, Rasmus Hojlund, Alejandro Garnacho og Kobbie Mainoo, fagna hér marki á dögunum. Hojlund er Dani, Garnacho er Argentínumaður og Mainoo gæti spilað fyrir Gana. Getty/Clive Brunskill Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, er sagður vilja tryggja það að Manchester United strákurinn Kobbie Mainoo spili fyrir enska landsliðið í framtíðinni. Mainoo er bara átján ára gamall en fékk tækifærið inn á miðju Manchester United á miðju tímabili og hefur staðið sig mjög vel. Englendingar gætu þurft að gefa honum sem fyrst tækifæri með A-landsliðinu í keppnisleik því Gana hefur einnig mikinn áhuga á því að hann spili fyrir þeirra landslið. Kobbie Mainoo byrjaði sinn tíunda leik í röð þegar United vann 2-1 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina. England set to fast-track Man Utd s Mainoo amid Ghana interesthttps://t.co/7ArZ37n7S0— Football Reporting (@FootballReportg) February 13, 2024 Mainoo hefur vissulega spilað fyrir öll yngri landslið Englendinga en foreldrar hans eru báðir fæddir í Gana og hann gæti því valið það að spila fyrir landslið Gana. Samkvæmt heimildum ESPN þá hefur Southgate mikla trú á Mainoo og vill hraða því að taka hann inn í A-landsliðið til tryggja það að hann spili fyrir England í framtíðinni. Englendingar spila fjóra leiki fyrir EM í sumar, þar á meðal einn á móti Íslandi, en enginn þeirra er keppnisleikur. Southgate gæti því mögulega þurft að velja Mainoo í 23 manna EM-hópinn sinn til að tryggja það að Gana steli honum ekki. Þar eru aftur á móti miðjumenn eins og þeir Declan Rice, Jude Bellingham, Jordan Henderson, Kalvin Phillips og Conor Gallagher sem þýðir að samkeppnin er mikil. Ekki síst ef Trent Alexander-Arnold er einnig í hópnum sem miðjumaður en ekki sem bakvörður. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira
Mainoo er bara átján ára gamall en fékk tækifærið inn á miðju Manchester United á miðju tímabili og hefur staðið sig mjög vel. Englendingar gætu þurft að gefa honum sem fyrst tækifæri með A-landsliðinu í keppnisleik því Gana hefur einnig mikinn áhuga á því að hann spili fyrir þeirra landslið. Kobbie Mainoo byrjaði sinn tíunda leik í röð þegar United vann 2-1 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina. England set to fast-track Man Utd s Mainoo amid Ghana interesthttps://t.co/7ArZ37n7S0— Football Reporting (@FootballReportg) February 13, 2024 Mainoo hefur vissulega spilað fyrir öll yngri landslið Englendinga en foreldrar hans eru báðir fæddir í Gana og hann gæti því valið það að spila fyrir landslið Gana. Samkvæmt heimildum ESPN þá hefur Southgate mikla trú á Mainoo og vill hraða því að taka hann inn í A-landsliðið til tryggja það að hann spili fyrir England í framtíðinni. Englendingar spila fjóra leiki fyrir EM í sumar, þar á meðal einn á móti Íslandi, en enginn þeirra er keppnisleikur. Southgate gæti því mögulega þurft að velja Mainoo í 23 manna EM-hópinn sinn til að tryggja það að Gana steli honum ekki. Þar eru aftur á móti miðjumenn eins og þeir Declan Rice, Jude Bellingham, Jordan Henderson, Kalvin Phillips og Conor Gallagher sem þýðir að samkeppnin er mikil. Ekki síst ef Trent Alexander-Arnold er einnig í hópnum sem miðjumaður en ekki sem bakvörður.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira