Hent úr keppni eftir að hafa skráð vitlaust skor Smári Jökull Jónsson skrifar 17. febrúar 2024 11:00 Spieth undirbýr teighödd á öðrum hring Genesis-mótsins í Kaliforníu í nótt. Vísir/Getty Tiger Woods hætti keppni á Genesis-mótinu á PGA-mótaröðinni í nótt vegna veikinda. Hann er þó ekki eina stórstjarnan sem nær ekki að klára mótið í Kaliforníu þessa helgina. Genesis-mótið á PGA-mótaröðinni er leikið á Riviera-sveitaklúbbnum um helgina og er Patrick Cantlay í forystu eftir fyrstu tvo hringina. Tiger Woods hætti keppni á miðjum öðrum hringnum vegna veikinda og þurfti að fá vökva í æð þegar hann kom aftur í félagshúsið. Woods er þó ekki sá eini sem lenti í vandræðum í Kaliforníu í gær. Jordan Spieth var í ágætri stöðu eftir fyrstu tvo hringina og skilaði inn skorkorti sínu að hringnum loknum. Í ljós kom hins vegar að Spieth hafði skráð vitlaust skor á kortið en þetta er í fyrsta sinn í 263 keppnum á PGA-mótaröðinni sem hann gerir þessi mistök. Samkvæmt reglum eru þeir kylfingar sem skrá vitlaust skor vísað úr keppni og fær Spieth því ekki að gera atlögu að sigri á mótinu um helgina. Spieth gekkst við mistökunum í innleggi á X í nótt og sagðist taka fulla ábyrgð. Today, I signed for an incorrect scorecard and stepped out of the scoring area, after thinking I went through all procedures to make sure it was correct. Rules are rules, and I take full responsibility. I love this tournament and golf course as much as any on @PGATOUR so it hurts — Jordan Spieth (@JordanSpieth) February 17, 2024 „Í dag skrifaði ég skorkort sem var vitlaust útfyllt og fór svo af mótssvæðinu, haldandi að ég hefði farið í gegnum hlutina vel og séð til þess að allt væri rétt gert. Reglur eru reglur og ég tek fulla ábyrgð,“ skrifaði Spieth og sagði sárt að geta ekki gert atlögu að sigri á mótinu um helgina. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Genesis-mótið á PGA-mótaröðinni er leikið á Riviera-sveitaklúbbnum um helgina og er Patrick Cantlay í forystu eftir fyrstu tvo hringina. Tiger Woods hætti keppni á miðjum öðrum hringnum vegna veikinda og þurfti að fá vökva í æð þegar hann kom aftur í félagshúsið. Woods er þó ekki sá eini sem lenti í vandræðum í Kaliforníu í gær. Jordan Spieth var í ágætri stöðu eftir fyrstu tvo hringina og skilaði inn skorkorti sínu að hringnum loknum. Í ljós kom hins vegar að Spieth hafði skráð vitlaust skor á kortið en þetta er í fyrsta sinn í 263 keppnum á PGA-mótaröðinni sem hann gerir þessi mistök. Samkvæmt reglum eru þeir kylfingar sem skrá vitlaust skor vísað úr keppni og fær Spieth því ekki að gera atlögu að sigri á mótinu um helgina. Spieth gekkst við mistökunum í innleggi á X í nótt og sagðist taka fulla ábyrgð. Today, I signed for an incorrect scorecard and stepped out of the scoring area, after thinking I went through all procedures to make sure it was correct. Rules are rules, and I take full responsibility. I love this tournament and golf course as much as any on @PGATOUR so it hurts — Jordan Spieth (@JordanSpieth) February 17, 2024 „Í dag skrifaði ég skorkort sem var vitlaust útfyllt og fór svo af mótssvæðinu, haldandi að ég hefði farið í gegnum hlutina vel og séð til þess að allt væri rétt gert. Reglur eru reglur og ég tek fulla ábyrgð,“ skrifaði Spieth og sagði sárt að geta ekki gert atlögu að sigri á mótinu um helgina.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira