Haaland sló met sem enginn vill eiga Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 10:30 Erling Haaland fór illa með nokkur færi í leiknum í gær. Vísir/Getty Manchester City og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í gær og missti lið City þar með af tækifærinu til að koma sér aðeins tveimur stigum frá toppliði Liverpool. Norðmaðurinn Erling Haaland sló met í leiknum sem hann hefði eflaust viljað sleppa. Lengi vel leit út fyrir að Chelsea myndi leggja Manchester City að velli á Ethihad-leikvanginum í gær en Spánverjinn Rodri jafnaði metin á 83. mínútu leiksins. Lið City fékk fjölmörg færi til að skora fleiri mörk í leiknum en urðu að sætta sig við að koma boltanum aðeins einu sinni í netið. Enginn fékk fleiri færi en markahrókurinn Erling Braut Haaland. Norðmaðurinn fór í nokkur skipti illa að ráði sínu og boltinn vildi hreinlega ekki fara í netið. „Ég er ekki rétti aðilinn til að gefa framherjum ráð“ Þegar tölfræðin var skoðuð eftir leikinn kom í ljós að Haaland hafði slegið met. Líklega langar hann lítið að eiga þetta met en hann er nú sá leikmaður með hæsta XG (Expected Goals) í einum leik án þess að skora. XG er tölfræði sem sýnir hversu mörg mörk leikmenn ættu að skora miðað við þau færi sem þeir fá í leik. Haaland átti níu skot á markið í leiknum og misnotaði þrjú færi sem samkvæmt tölfræðinni teljast góð. Hann endaði með XG upp á 1,71 sem er það mesta hjá einum leikmanni á tímabilnu án þess að skora. Haaland had nine shots and an xG total of 1.71 against Chelsea Most FPL managers right now pic.twitter.com/0DohVrmYuO— LiveScore (@livescore) February 17, 2024 Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola vildi þó ekki kenna Haaland um stigin sem fóru í súginn í leiknum í gærkvöldi. „Það er gott að eiga níu skot á markið og næst mun hann skora,“ en Haaland hefur skorað 16 deildamörk á tímabilinu. „Ég var leikmaður í ellefu ár og skoraði ellefu mörk. Þvílík tölfræði! Eitt mark á tímabili. Ég er ekki rétti aðilinn til að gefa framherjum ráð,“ sagði Guardiola á léttum nótum. „Við erum að búa til færin, við fengum færi og hann mun skora næst. Ég áfellist hann ekki, þetta eru manneskjur.“ Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Sjá meira
Lengi vel leit út fyrir að Chelsea myndi leggja Manchester City að velli á Ethihad-leikvanginum í gær en Spánverjinn Rodri jafnaði metin á 83. mínútu leiksins. Lið City fékk fjölmörg færi til að skora fleiri mörk í leiknum en urðu að sætta sig við að koma boltanum aðeins einu sinni í netið. Enginn fékk fleiri færi en markahrókurinn Erling Braut Haaland. Norðmaðurinn fór í nokkur skipti illa að ráði sínu og boltinn vildi hreinlega ekki fara í netið. „Ég er ekki rétti aðilinn til að gefa framherjum ráð“ Þegar tölfræðin var skoðuð eftir leikinn kom í ljós að Haaland hafði slegið met. Líklega langar hann lítið að eiga þetta met en hann er nú sá leikmaður með hæsta XG (Expected Goals) í einum leik án þess að skora. XG er tölfræði sem sýnir hversu mörg mörk leikmenn ættu að skora miðað við þau færi sem þeir fá í leik. Haaland átti níu skot á markið í leiknum og misnotaði þrjú færi sem samkvæmt tölfræðinni teljast góð. Hann endaði með XG upp á 1,71 sem er það mesta hjá einum leikmanni á tímabilnu án þess að skora. Haaland had nine shots and an xG total of 1.71 against Chelsea Most FPL managers right now pic.twitter.com/0DohVrmYuO— LiveScore (@livescore) February 17, 2024 Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola vildi þó ekki kenna Haaland um stigin sem fóru í súginn í leiknum í gærkvöldi. „Það er gott að eiga níu skot á markið og næst mun hann skora,“ en Haaland hefur skorað 16 deildamörk á tímabilinu. „Ég var leikmaður í ellefu ár og skoraði ellefu mörk. Þvílík tölfræði! Eitt mark á tímabili. Ég er ekki rétti aðilinn til að gefa framherjum ráð,“ sagði Guardiola á léttum nótum. „Við erum að búa til færin, við fengum færi og hann mun skora næst. Ég áfellist hann ekki, þetta eru manneskjur.“
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Sjá meira