Útlendingur, um útlending, frá útlendingi, til útlendings Sabine Leskopf skrifar 19. febrúar 2024 08:31 Mikil umræða hefur verið um stefnu Samfylkingarinnar í því sem kallað er útlendingamálin, um breytingar eða mótun á stefnu flokksins. Ég er innflytjandi, eini kjörni fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn sem er af erlendum uppruna og hef komið að þessari stefnumótun flokksins í öll þau 10 ár sem ég hef verið virk í honum og ég hef verið virk í málefnum innflytjenda í 20 ár. Tekið samtöl við jafnaðarfólk í flokknum, unnið í kosningum að ná til innflytjenda og og leitt stefnumótun og aðgerðir í þessum málaflokki hjá borginni. Ég hef líka talað allan þennan tíma við innflytjendur, nokkuð sem mér finnst lítið fyrir fara í umræðunni, en með störfum mínum í Alþjóðahúsi sáluga og sem formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna kynntist ég mörgum öðrum innflytjendum sem deildu sögum sínum með mér. Það gleymist oft að innflytjendur eru ekki bara útlendingar, heldur burðarstólpar vaxtar og velmegunar á Íslandi. En innflytjendur færa okkur svo miklu meira – list og matarmenningu, nýja þekkingu og einfaldlega litríkara líf. Og saga þeirra er svo miklu eldri en margir vilja vera láta núna, sem dæmi má nefna alla tónlistarmennina sem flúðu hingað á fjórða áratug síðustu aldar og voru svo undirstaða tónlistarlífs í landinu. Án þeirra og annarra listmanna væri Ísland miklu fátækara menningarlega. Samtal og samstaða Samfylkingin er lýðræðisflokkur og ég bæði fagna og krefst þess að við leggjum meiri áherslu á að ræða þessi mál betur, það eru og verða örugglega áfram alls konar mismunandi skoðanir en það sem við erum sammála um eins og fram hefur komið í eiginlega öllum viðtölum og færslum er: Íslenskt samfélag myndi einfaldlega hrynja án innflytjenda – það gildir fyrir ummönnunarstörfin, heilbrigðiskerfið, ferðaþjónustuna, en líka nýsköpun og háskólakerfið. Ísland er orðið fjölbreytt samfélag og við þurfum að standa miklu betur að inngildingu allra. Ef við jaðarsetjum fólk þá tapa öll á endanum. Við erum hluti af alþjóðlegu samfélagi, því fylgja skuldbindingar varðandi umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk, en líka tækifæri, bæði fyrir þá 70.000 innflytjendur sem kjósa að eiga heima hér og þá 50.000 Íslendinga sem kjósa að eiga heima í útlöndum. Umgjörð, ákvarðanataka og ferlar í kringum móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólk er hins vegar verulega ábótavant. Um allt annað sem við þurfum að ræða er ég tilbúin að leggja mitt af mörkum. Og kannski væri einfaldlega best að greina virkilega á milli – tala um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd annars vegar og íbúa af erlendum uppruna hins vegar. Það er fólkið sem á heima hér, sama með hvaða hætti það kom hingað einhvern tíma – sem maki, sem flóttamaður, sem starfsmaður í ferðaþjónustu, sem sérfræðingur eða einfaldlega vegna þess að Ísland heillaði. Og þar er nóg af verkefnum: styðja við börn með annað móðurmál í skólakerfinu, gera fólkinu kleift að læra íslensku, vinna gegn launamun, fræða fólk um fjölbreytileikann og mannréttindi, bjóða viðeigandi þjónustu og tryggja gott samfélag þar sem allir fái að njóta sín til fulls og þeim er mætt af virðingu. Ekki svo flókið. Höfundurinn er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Samfylkingin Innflytjendamál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um stefnu Samfylkingarinnar í því sem kallað er útlendingamálin, um breytingar eða mótun á stefnu flokksins. Ég er innflytjandi, eini kjörni fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn sem er af erlendum uppruna og hef komið að þessari stefnumótun flokksins í öll þau 10 ár sem ég hef verið virk í honum og ég hef verið virk í málefnum innflytjenda í 20 ár. Tekið samtöl við jafnaðarfólk í flokknum, unnið í kosningum að ná til innflytjenda og og leitt stefnumótun og aðgerðir í þessum málaflokki hjá borginni. Ég hef líka talað allan þennan tíma við innflytjendur, nokkuð sem mér finnst lítið fyrir fara í umræðunni, en með störfum mínum í Alþjóðahúsi sáluga og sem formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna kynntist ég mörgum öðrum innflytjendum sem deildu sögum sínum með mér. Það gleymist oft að innflytjendur eru ekki bara útlendingar, heldur burðarstólpar vaxtar og velmegunar á Íslandi. En innflytjendur færa okkur svo miklu meira – list og matarmenningu, nýja þekkingu og einfaldlega litríkara líf. Og saga þeirra er svo miklu eldri en margir vilja vera láta núna, sem dæmi má nefna alla tónlistarmennina sem flúðu hingað á fjórða áratug síðustu aldar og voru svo undirstaða tónlistarlífs í landinu. Án þeirra og annarra listmanna væri Ísland miklu fátækara menningarlega. Samtal og samstaða Samfylkingin er lýðræðisflokkur og ég bæði fagna og krefst þess að við leggjum meiri áherslu á að ræða þessi mál betur, það eru og verða örugglega áfram alls konar mismunandi skoðanir en það sem við erum sammála um eins og fram hefur komið í eiginlega öllum viðtölum og færslum er: Íslenskt samfélag myndi einfaldlega hrynja án innflytjenda – það gildir fyrir ummönnunarstörfin, heilbrigðiskerfið, ferðaþjónustuna, en líka nýsköpun og háskólakerfið. Ísland er orðið fjölbreytt samfélag og við þurfum að standa miklu betur að inngildingu allra. Ef við jaðarsetjum fólk þá tapa öll á endanum. Við erum hluti af alþjóðlegu samfélagi, því fylgja skuldbindingar varðandi umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk, en líka tækifæri, bæði fyrir þá 70.000 innflytjendur sem kjósa að eiga heima hér og þá 50.000 Íslendinga sem kjósa að eiga heima í útlöndum. Umgjörð, ákvarðanataka og ferlar í kringum móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólk er hins vegar verulega ábótavant. Um allt annað sem við þurfum að ræða er ég tilbúin að leggja mitt af mörkum. Og kannski væri einfaldlega best að greina virkilega á milli – tala um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd annars vegar og íbúa af erlendum uppruna hins vegar. Það er fólkið sem á heima hér, sama með hvaða hætti það kom hingað einhvern tíma – sem maki, sem flóttamaður, sem starfsmaður í ferðaþjónustu, sem sérfræðingur eða einfaldlega vegna þess að Ísland heillaði. Og þar er nóg af verkefnum: styðja við börn með annað móðurmál í skólakerfinu, gera fólkinu kleift að læra íslensku, vinna gegn launamun, fræða fólk um fjölbreytileikann og mannréttindi, bjóða viðeigandi þjónustu og tryggja gott samfélag þar sem allir fái að njóta sín til fulls og þeim er mætt af virðingu. Ekki svo flókið. Höfundurinn er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun