Sögulegur sigur en svekktur að fá ekki mynd með Tiger Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 10:30 Hideki Matsuyama með verðlaunin eftir magnaðan sigur á The Genesis Invitational. Getty/Ben Jared Japaninn Hideki Matsuyama vann hreint út sagt magnaðan sigur á Genesis Invitational mótinu í golfi í gær en hann lék lokahringinn á aðeins 62 höggum. Matsuyama var sex höggum frá toppnum fyrir lokahring mótsins en hóf hann á því að ná í þrjá fugla í röð. Á seinni níu holunum fékk hann svo heila sex fugla og endaði á að vinna mótið með þriggja högga forskot á næstu menn, þá Will Zalatoris og Luke List. Sigurinn er sögulegur og kærkominn fyrir Matsuyama því hann er þar með orðinn sigursælasti Asíubúinn í sögu PGA-mótaraðarinnar, með níu sigra. Það er einum sigri meira en K. J. Choi frá Suður-Kóreu. Sigurinn tryggði Matsuyama auk þess litlar fjórar millljónir Bandaríkjadala í verðlaun, eða rúmar 550 milljónir króna. „Að ná níu titlum var eitt af stóru markmiðunum mínum, og að komast upp fyrir K. J. Choi. Eftir áttunda sigurinn hef ég verið að glíma við bakmeiðsli. Oft leið mér eins og að ég myndi aldrei vinna aftur. Ég átti í erfiðleikum með að enda í hópi tíu efstu og ég er mjög glaður með að hafa tekist að vinna í dag,“ sagði Matsuyama. The putt that sealed the deal @TheGenesisInv! A moment @HidekiOfficial_ will never forget. pic.twitter.com/Cy8Ce3YgLo— PGA TOUR (@PGATOUR) February 18, 2024 Tiger Woods hætti vegna inflúensu Stærsta golfstjarna sögunnar, Tiger Woods, neyddist til að draga sig út úr mótinu á öðrum degi vegna veikinda. Þetta var fyrsta PGA-mót hans síðan á Masters á síðasta ári en Tiger tók skýrt fram að inflúensan hefði stöðvað hann í þetta sinn, ekki meiðsli. Tiger er gestgjafi Genesis Invitational mótsins en veikindin komu í veg fyrir að hann gæti heiðrað Matsuyama eftir sigurinn. Almost perfect day for @HidekiOfficial_ pic.twitter.com/vy9KZDYF7g— PGA TOUR (@PGATOUR) February 19, 2024 „Ég er svolítið vonsvikinn yfir að hafa ekki getað tekið mynd með Tiger í dag,“ sagði Matsuyama sem fékk hins vegar hlýja kveðju frá Tiger á samfélagsmiðlum, þar sem sá síðarnefndi skrifaði: „Óska Hideki til hamingju með ótrúlegan sigur á Genesis Invitational. Ég horfði í allan dag og það var alveg einstakt að sjá 62 högga methring og sigur eftir að hafa verið sex höggum frá toppnum.“ Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Matsuyama var sex höggum frá toppnum fyrir lokahring mótsins en hóf hann á því að ná í þrjá fugla í röð. Á seinni níu holunum fékk hann svo heila sex fugla og endaði á að vinna mótið með þriggja högga forskot á næstu menn, þá Will Zalatoris og Luke List. Sigurinn er sögulegur og kærkominn fyrir Matsuyama því hann er þar með orðinn sigursælasti Asíubúinn í sögu PGA-mótaraðarinnar, með níu sigra. Það er einum sigri meira en K. J. Choi frá Suður-Kóreu. Sigurinn tryggði Matsuyama auk þess litlar fjórar millljónir Bandaríkjadala í verðlaun, eða rúmar 550 milljónir króna. „Að ná níu titlum var eitt af stóru markmiðunum mínum, og að komast upp fyrir K. J. Choi. Eftir áttunda sigurinn hef ég verið að glíma við bakmeiðsli. Oft leið mér eins og að ég myndi aldrei vinna aftur. Ég átti í erfiðleikum með að enda í hópi tíu efstu og ég er mjög glaður með að hafa tekist að vinna í dag,“ sagði Matsuyama. The putt that sealed the deal @TheGenesisInv! A moment @HidekiOfficial_ will never forget. pic.twitter.com/Cy8Ce3YgLo— PGA TOUR (@PGATOUR) February 18, 2024 Tiger Woods hætti vegna inflúensu Stærsta golfstjarna sögunnar, Tiger Woods, neyddist til að draga sig út úr mótinu á öðrum degi vegna veikinda. Þetta var fyrsta PGA-mót hans síðan á Masters á síðasta ári en Tiger tók skýrt fram að inflúensan hefði stöðvað hann í þetta sinn, ekki meiðsli. Tiger er gestgjafi Genesis Invitational mótsins en veikindin komu í veg fyrir að hann gæti heiðrað Matsuyama eftir sigurinn. Almost perfect day for @HidekiOfficial_ pic.twitter.com/vy9KZDYF7g— PGA TOUR (@PGATOUR) February 19, 2024 „Ég er svolítið vonsvikinn yfir að hafa ekki getað tekið mynd með Tiger í dag,“ sagði Matsuyama sem fékk hins vegar hlýja kveðju frá Tiger á samfélagsmiðlum, þar sem sá síðarnefndi skrifaði: „Óska Hideki til hamingju með ótrúlegan sigur á Genesis Invitational. Ég horfði í allan dag og það var alveg einstakt að sjá 62 högga methring og sigur eftir að hafa verið sex höggum frá toppnum.“
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira