Elskar bjór og mætti alltaf með fimm aukakíló Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 11:01 Eden Hazard fékk kveðjuathöfn á landsleik Belga síðasta haust, eftir að hafa lagt skóna á hilluna. Getty/Joris Verwijst Fyrrverandi knattspyrnustjarnan Eden Hazard viðurkennir að hafa ítrekað mætt of þungur og ekki í formi til æfinga hjá Real Madrid eftir sumarfrí. Hazard segir eina ástæðuna hafa verið ást sína á bjór og hann hafi einfaldlega þurft að fórna svo miklu tíu mánuði ársins, að hann hafi viljað njóta þess til fulls að vera í sumarfríi með fjölskyldu sinni. Hazard, sem kom til Real frá Chelsea fyrir 100 milljónir punda árið 2019, ræddi þessi mál í hlaðvarpsþætti John Obi Mikel, sem var samherji hans hjá Chelsea. „Þetta var alveg satt,“ sagði Hazard um fréttirnar af því að hann mætti of þungur til æfinga á undirbúningstímabilin með Real. „Á hverju sumri bætti ég á mig 4-5 kílóum því mér fannst maður fórna svo miklu í tíu mánuði ársins. Þá þarf maður að halda líkamanum í allra besta formi og fólk sparkar samt í þig, svo að fríið manns verður að vera frí,“ sagði Hazard. Eden Hazard:"As a Belgian guy, we love beers because my country has the best in the world. I didn't tell you I used to drink every day; that's not true. But sometimes after a good game, 1 or 2 is nice, and the feelings better when you play a good game." #CFC pic.twitter.com/UU4ow8vLUO— Chelsea Dodgers (@TheBlueDodger) February 19, 2024 „Ekki biðja mig um að gera neitt. Ég nýt þess að vera með fjölskyldunni, fara á ströndina, svo ekki láta mig þurfa að hlaupa þessar 3-4 vikur. Ég get sparkað í bolta með krökkunum á ströndinni, ekkert mál, en ekki biðja mig um að hlaupa,“ sagði Hazard. „Ef þú skoðar ferilinn minn þá var maður alltaf meðvitaður um það fyrsta mánuð tímabilsins að þetta væri rétt að byrja, og svo frá september og október þá var ég á flugi, því ég þurfti tíma fyrir líkamann og hugann. Svo já, það er satt, ég kom úr fríinu með fimm kíló aukalega. Ég vissi það. Ég elska allt við að vera með fjölskyldunni og vinum. Ef þú biður mig um að borða eitthvað þá borða ég það. Jafnvel þó að mig langi ekki í það þá borða ég það. Sem Belgi þá elska ég bjór því landið mitt er með bestu bjóra í heimi. Ég er ekki að segja að ég drekki á hverjum degi, því þannig er það ekki, en það er gott að fá sér 1-2 eftir góðan leik,“ sagði Hazard. Hazard, sem er 33 ára, tilkynnti í október á síðasta ári að hann hefði lagt skóna á hilluna, þremur mánuðum eftir að samningur hans við Real Madrid rann út. Hann lék aðeins 54 deildarleiki fyrir Real á fjórum árum, og skoraði fjögur mörk, eftir að hafa gert 85 mörk í 245 deildarleikjum fyrir Chelsea. Þá skoraði hann 33 mörk í 126 A-landsleikjum fyrir Belgíu. Fótbolti Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira
Hazard segir eina ástæðuna hafa verið ást sína á bjór og hann hafi einfaldlega þurft að fórna svo miklu tíu mánuði ársins, að hann hafi viljað njóta þess til fulls að vera í sumarfríi með fjölskyldu sinni. Hazard, sem kom til Real frá Chelsea fyrir 100 milljónir punda árið 2019, ræddi þessi mál í hlaðvarpsþætti John Obi Mikel, sem var samherji hans hjá Chelsea. „Þetta var alveg satt,“ sagði Hazard um fréttirnar af því að hann mætti of þungur til æfinga á undirbúningstímabilin með Real. „Á hverju sumri bætti ég á mig 4-5 kílóum því mér fannst maður fórna svo miklu í tíu mánuði ársins. Þá þarf maður að halda líkamanum í allra besta formi og fólk sparkar samt í þig, svo að fríið manns verður að vera frí,“ sagði Hazard. Eden Hazard:"As a Belgian guy, we love beers because my country has the best in the world. I didn't tell you I used to drink every day; that's not true. But sometimes after a good game, 1 or 2 is nice, and the feelings better when you play a good game." #CFC pic.twitter.com/UU4ow8vLUO— Chelsea Dodgers (@TheBlueDodger) February 19, 2024 „Ekki biðja mig um að gera neitt. Ég nýt þess að vera með fjölskyldunni, fara á ströndina, svo ekki láta mig þurfa að hlaupa þessar 3-4 vikur. Ég get sparkað í bolta með krökkunum á ströndinni, ekkert mál, en ekki biðja mig um að hlaupa,“ sagði Hazard. „Ef þú skoðar ferilinn minn þá var maður alltaf meðvitaður um það fyrsta mánuð tímabilsins að þetta væri rétt að byrja, og svo frá september og október þá var ég á flugi, því ég þurfti tíma fyrir líkamann og hugann. Svo já, það er satt, ég kom úr fríinu með fimm kíló aukalega. Ég vissi það. Ég elska allt við að vera með fjölskyldunni og vinum. Ef þú biður mig um að borða eitthvað þá borða ég það. Jafnvel þó að mig langi ekki í það þá borða ég það. Sem Belgi þá elska ég bjór því landið mitt er með bestu bjóra í heimi. Ég er ekki að segja að ég drekki á hverjum degi, því þannig er það ekki, en það er gott að fá sér 1-2 eftir góðan leik,“ sagði Hazard. Hazard, sem er 33 ára, tilkynnti í október á síðasta ári að hann hefði lagt skóna á hilluna, þremur mánuðum eftir að samningur hans við Real Madrid rann út. Hann lék aðeins 54 deildarleiki fyrir Real á fjórum árum, og skoraði fjögur mörk, eftir að hafa gert 85 mörk í 245 deildarleikjum fyrir Chelsea. Þá skoraði hann 33 mörk í 126 A-landsleikjum fyrir Belgíu.
Fótbolti Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira