Sjálfbær landnýting, reglu- og lagasetninga „fyllerí“ ríkisvaldsins Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 20. febrúar 2024 14:31 Á Samráðsgátt stjórnvalda er nú opið fyrir umsagnir um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sem birt var í Samráðsgátt stjórnvalda þann 17. janúar 2024 og opið er fyrir skil á umsögnum til og með 22. febrúar n.k. og vil ég hvetja sem flesta til að senda inn umsögn um þessi drög sem um ræðir. Manni verður stundum orðavant þegar ríkið er að setja fram drög um reglugerðir og svo var nú en eftir umhugsun og yfirferð með góðu fólki þá varð til umsögn Dalabyggðar, í raun endurtekin, því nánast engar breytingar efnislegar urðu við meðferð málsins frá síðasta „glugga“ í Samráðsgáttinni þar til núna. Í inngangi okkar að umsögn nú stendur að Dalabyggð sé sveitarfélag þar sem meirihluti íbúa búa í dreifbýli, megin atvinnuvegur er landbúnaður og afleidd störf þeirri atvinnugrein tengd. Því teljum við að Dalabyggð og íbúar okkar eigi mikilla hagsmuna að gæta hvað varðar framlögð drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu og sendum því hér aftur umsögn vegna málsins sem að okkar mati hefur tekið sorglega litlum breytingum frá fyrri stigum þrátt fyrir fjölmargar ábendingar um ómöguleika og órökstudd ákvæði í téðum reglugerðardrögum og meðfylgjandi viðaukum. Eftirfarandi atriðum viljum við vekja sérstaka athygli á; Skilgreining Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) á sjálfbærri landnýtingu er: „The use of land resources, including soils, water, animals and plants, for the production of goods to meet changing human needs, while simultaneously ensuring the long-term productive potential of these resources and the maintenance of their environmental functions.“ Samt tekst höfundum „Skýringa með beitarkafla reglugerðar um sjálfbæra landnýtingu“ að flétta vistgetu lands inn í skilgreiningu sjálfbærs lands. Dalabyggð gerir athugasemd við að virkni vistkerfa og endurheimt vistkerfa er ekki það sama og vistgeta og því sé verið að villa um fyrir þeim sem virkilega vilja leggja sig fram um sjálfbæra landnýtingu. Ítrekuð er athugasemd Dalabyggðar varðandi innihald og uppsetningu þ.e. erfitt er að átta sig á hvað eru tilmæli, hvað eru reglur og hvað leiðbeiningar, og þ.a.l. að átta sig á hver raunveruleg áhrif reglugerðarinnar verða á einstakar atvinnugreinar og samfélagið í heild. Þá verður að teljast sérstakt hversu miklu mun víðtækari viðaukar og skýringar þessarar reglugerðardraga eru heldur en reglugerðin sjálf. Vefsjá fylgir reglugerðardrögunum og skv. þeim skal hún vera grunnur að flokkun og afmörkun ákveðinna svæða og þarf því að vera bæði nákvæm og rétt. Þekjan fyrir frávik frá viðmiðum er sett upp sem tilgátukort en skv. heimildum kortavefsjár er gert ráð fyrir að töluverð grunnvinna fari fram á viðkomandi svæði. Við veltum fyrir okkur hver eigi að bera kostnaðinn af þessari grunnvinnu. Ljóst má vera að áhrif reglugerðar sem þessarar mun hafa áhrif á fjárhag sveitarfélagsins, jafnt sveitarsjóð sem almennra íbúa. Verði reglugerðardrögin samþykkt í þeirri mynd sem þau eru lögð fram hér verður landbúnaði verulega þröngur stakkur sniðinn og við blasir að einhverjir munu þurfa að minnka bústofn sinn og draga saman rekstur. Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna framkvæmda hjá sveitarfélaginu aukist vegna krafna um aukið eftirlit og umsagnir, svo sem í tengslum við 8. gr. Viðmið vegna framkvæmda og 11. gr. þar sem talað er um eftirlit sveitarstjórnar með ástandi lands. Veltum við fyrir okkur hvaðan sú skylda kemur að sveitarstjórnir eigi að vera eftirlitsaðilar lands. Jafnframt gerir Dalabyggð athugasemd við að enn liggi ekki fyrir mat á áhrifum fyrirhugaðrar reglugerðar á fjárhag sveitarfélaga landsins sbr. 129. gr. sveitarstjórnarlaga og ekki sé tekið tillit til ákvæðis í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 þar sem segir að í allri stefnumörkun og áætlanagerð hins opinbera skuli meta og skoða áhrif á þróun einstakra byggða og búsetu. Í 5. gr. er m.a. talað um: stuðli að viðhaldi eða eflingu/ stuðli að vernd, viðhaldi og uppbyggingu/ stuðli að vernd, viðhaldi og auknu/ stuðli að vernd og viðhaldi/ stuðli að vernd, viðhaldi og auknum. Að gera að meginreglu eitthvað sem eigi að vernda, viðhalda, auka og byggja upp allt í einu er í besta falli villandi. Í viðauka I er lagt til að land með undir 20% af æðplöntuþekju ætti ekki að nýta til beitar. Enginn rökstuðningur er fyrir þessu vali og eins er óljóst hvernig framkvæma á þessa flokkun. Jafnframt er lagt til að takmarka eins og kostur er að nýta til beitar land ofan 600m h.y.s. eða í yfir 30° halla þar sem fullyrt er í reglugerðardrögunum að á slíku svæði séu óhagstæð vaxtarskilyrði og viðkvæmar aðstæður. Hér er ekki aðeins verið að setja skorður á nýtingu afrétta heldur einnig heimalönd bænda, jafnvel einstaka bletti, klettasyllur og annað sem enginn möguleiki er á að afmarka svo vel sé frá beitarlandi. Því teljum við að þarna sé ákveðin framkvæmdarlegur ómöguleiki á ferðinni. Ef takmarka á beitarnýtingu landeiganda/beitarrétthafa ætti að sýna fram á að núverandi landnotkun leiði til hnignunar lands og/eða hafi gert svo sl. ár. Í viðmiðum vegna akuryrkju í 7. gr. segir m.a. að forðast eigi jarðvinnslu og ekki skuli dreifa búfjáráburði á tímabilinu 1. nóvember – 1. mars. Hérna nær forræðishyggja opinberrar stofnunar að skína í gegn þegar forsendur eru taldar þær að bændur kunni ekki að ganga um land sitt. Í 7. gr. um viðmið vegna akuryrkju er rætt um að forðast skuli að aðgerðir í landbúnaði valdi breytingum á sýrustigi umfram ákjósanleg mörk til ræktunar. Hér vantar betri skilgreiningar. Má til dæmis ekki hækka sýrustig jarðvegs sem hefur lágt sýrustig í dag? Eru ákjósanleg mörk miðuð við ræktun á grænmeti, korni eða grastegundum? Í viðauka II sem fjallar um sjálfbæra landnýtingu við akuryrkju segir m.a. að ákveðin atriði séu óæskileg, að hefja ætti og ljúka skuli. Er hér verið að tala um tilmæli, reglur eða leiðbeiningar? Í viðauka IV er komið inná að reglulegt viðhald innviða sé meðal þeirra atriða sem koma í veg fyrir alvarlegar skemmdir á jarðvegi og gróðri sem og mannvirkjum. Hvaðan verða upplýsingar á þörf á viðhaldi sóttar? Mun gróðurþekja ráða áherslum á viðhald innviða? Dalabyggð gerir athugasemd við það mikla vald sem stöðugt er fært í hendur einstakra ríkisstofnana, í þessu tilfelli Land og skógur. Stofnunin er algerlega einráð í þessu tilfelli. Hún semur reglugerðardrögin án nokkurs samráðs við sveitarfélög og hagsmunaaðila og sér jafnframt um framkvæmd og eftirlit. Í svo mikilvægu máli sem landnýting er, viljum við einnig fá staðfestingu á því að lög, reglugerðir og viðmið sem vísað er til í reglugerðardrögum þessum séu örugglega í gildi og eins að samræmi milli þeirra sé með þeim hætti að ekki komi til árekstra eða ómöguleika í framkvæmd. Troðið er á umráða- og eignarétti landeigenda ef óbreytt reglugerðardrög verða samþykkt. Það er svo sannarlega þannig að við í Dalabyggð erum fylgjandi landvernd og sjálfbærri nýtingu lands en gerum skýra kröfu um að áhrif reglugerðarinnar verið metin, bæði fjárhagsleg og eins m.t.t. byggðafestu. Það er mat okkar í Dalabyggð að bændur verða alltaf bestu vörslumenn landsins. Við fáum ekki betur séð en hérna sé verið að gefa verkefninu „Bændur græða landið“ langt nef og er það miður. Með því verkefni hafa náðst miklar jarðvegs- og landbætur á svæðum sem annars væru mun verr farin og fáir ef einhverjir aðrir myndu sjá hag sinn í að sinna. Mikilvægt er að yfirvöld haldi áfram á þeirri braut að viðhalda og byggja upp frekara traust og samvinnu við bændastéttina. Þau reglugerðardrög sem hér eru lögð fram eru því miður ekki til þess fallin að mati okkar í Dalabyggð og hvetjum við til þess að matvælaráðuneytið hugsi sinn gang og dragi þessi áform sín til baka. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Björn Bjarki Þorsteinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Á Samráðsgátt stjórnvalda er nú opið fyrir umsagnir um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sem birt var í Samráðsgátt stjórnvalda þann 17. janúar 2024 og opið er fyrir skil á umsögnum til og með 22. febrúar n.k. og vil ég hvetja sem flesta til að senda inn umsögn um þessi drög sem um ræðir. Manni verður stundum orðavant þegar ríkið er að setja fram drög um reglugerðir og svo var nú en eftir umhugsun og yfirferð með góðu fólki þá varð til umsögn Dalabyggðar, í raun endurtekin, því nánast engar breytingar efnislegar urðu við meðferð málsins frá síðasta „glugga“ í Samráðsgáttinni þar til núna. Í inngangi okkar að umsögn nú stendur að Dalabyggð sé sveitarfélag þar sem meirihluti íbúa búa í dreifbýli, megin atvinnuvegur er landbúnaður og afleidd störf þeirri atvinnugrein tengd. Því teljum við að Dalabyggð og íbúar okkar eigi mikilla hagsmuna að gæta hvað varðar framlögð drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu og sendum því hér aftur umsögn vegna málsins sem að okkar mati hefur tekið sorglega litlum breytingum frá fyrri stigum þrátt fyrir fjölmargar ábendingar um ómöguleika og órökstudd ákvæði í téðum reglugerðardrögum og meðfylgjandi viðaukum. Eftirfarandi atriðum viljum við vekja sérstaka athygli á; Skilgreining Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) á sjálfbærri landnýtingu er: „The use of land resources, including soils, water, animals and plants, for the production of goods to meet changing human needs, while simultaneously ensuring the long-term productive potential of these resources and the maintenance of their environmental functions.“ Samt tekst höfundum „Skýringa með beitarkafla reglugerðar um sjálfbæra landnýtingu“ að flétta vistgetu lands inn í skilgreiningu sjálfbærs lands. Dalabyggð gerir athugasemd við að virkni vistkerfa og endurheimt vistkerfa er ekki það sama og vistgeta og því sé verið að villa um fyrir þeim sem virkilega vilja leggja sig fram um sjálfbæra landnýtingu. Ítrekuð er athugasemd Dalabyggðar varðandi innihald og uppsetningu þ.e. erfitt er að átta sig á hvað eru tilmæli, hvað eru reglur og hvað leiðbeiningar, og þ.a.l. að átta sig á hver raunveruleg áhrif reglugerðarinnar verða á einstakar atvinnugreinar og samfélagið í heild. Þá verður að teljast sérstakt hversu miklu mun víðtækari viðaukar og skýringar þessarar reglugerðardraga eru heldur en reglugerðin sjálf. Vefsjá fylgir reglugerðardrögunum og skv. þeim skal hún vera grunnur að flokkun og afmörkun ákveðinna svæða og þarf því að vera bæði nákvæm og rétt. Þekjan fyrir frávik frá viðmiðum er sett upp sem tilgátukort en skv. heimildum kortavefsjár er gert ráð fyrir að töluverð grunnvinna fari fram á viðkomandi svæði. Við veltum fyrir okkur hver eigi að bera kostnaðinn af þessari grunnvinnu. Ljóst má vera að áhrif reglugerðar sem þessarar mun hafa áhrif á fjárhag sveitarfélagsins, jafnt sveitarsjóð sem almennra íbúa. Verði reglugerðardrögin samþykkt í þeirri mynd sem þau eru lögð fram hér verður landbúnaði verulega þröngur stakkur sniðinn og við blasir að einhverjir munu þurfa að minnka bústofn sinn og draga saman rekstur. Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna framkvæmda hjá sveitarfélaginu aukist vegna krafna um aukið eftirlit og umsagnir, svo sem í tengslum við 8. gr. Viðmið vegna framkvæmda og 11. gr. þar sem talað er um eftirlit sveitarstjórnar með ástandi lands. Veltum við fyrir okkur hvaðan sú skylda kemur að sveitarstjórnir eigi að vera eftirlitsaðilar lands. Jafnframt gerir Dalabyggð athugasemd við að enn liggi ekki fyrir mat á áhrifum fyrirhugaðrar reglugerðar á fjárhag sveitarfélaga landsins sbr. 129. gr. sveitarstjórnarlaga og ekki sé tekið tillit til ákvæðis í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 þar sem segir að í allri stefnumörkun og áætlanagerð hins opinbera skuli meta og skoða áhrif á þróun einstakra byggða og búsetu. Í 5. gr. er m.a. talað um: stuðli að viðhaldi eða eflingu/ stuðli að vernd, viðhaldi og uppbyggingu/ stuðli að vernd, viðhaldi og auknu/ stuðli að vernd og viðhaldi/ stuðli að vernd, viðhaldi og auknum. Að gera að meginreglu eitthvað sem eigi að vernda, viðhalda, auka og byggja upp allt í einu er í besta falli villandi. Í viðauka I er lagt til að land með undir 20% af æðplöntuþekju ætti ekki að nýta til beitar. Enginn rökstuðningur er fyrir þessu vali og eins er óljóst hvernig framkvæma á þessa flokkun. Jafnframt er lagt til að takmarka eins og kostur er að nýta til beitar land ofan 600m h.y.s. eða í yfir 30° halla þar sem fullyrt er í reglugerðardrögunum að á slíku svæði séu óhagstæð vaxtarskilyrði og viðkvæmar aðstæður. Hér er ekki aðeins verið að setja skorður á nýtingu afrétta heldur einnig heimalönd bænda, jafnvel einstaka bletti, klettasyllur og annað sem enginn möguleiki er á að afmarka svo vel sé frá beitarlandi. Því teljum við að þarna sé ákveðin framkvæmdarlegur ómöguleiki á ferðinni. Ef takmarka á beitarnýtingu landeiganda/beitarrétthafa ætti að sýna fram á að núverandi landnotkun leiði til hnignunar lands og/eða hafi gert svo sl. ár. Í viðmiðum vegna akuryrkju í 7. gr. segir m.a. að forðast eigi jarðvinnslu og ekki skuli dreifa búfjáráburði á tímabilinu 1. nóvember – 1. mars. Hérna nær forræðishyggja opinberrar stofnunar að skína í gegn þegar forsendur eru taldar þær að bændur kunni ekki að ganga um land sitt. Í 7. gr. um viðmið vegna akuryrkju er rætt um að forðast skuli að aðgerðir í landbúnaði valdi breytingum á sýrustigi umfram ákjósanleg mörk til ræktunar. Hér vantar betri skilgreiningar. Má til dæmis ekki hækka sýrustig jarðvegs sem hefur lágt sýrustig í dag? Eru ákjósanleg mörk miðuð við ræktun á grænmeti, korni eða grastegundum? Í viðauka II sem fjallar um sjálfbæra landnýtingu við akuryrkju segir m.a. að ákveðin atriði séu óæskileg, að hefja ætti og ljúka skuli. Er hér verið að tala um tilmæli, reglur eða leiðbeiningar? Í viðauka IV er komið inná að reglulegt viðhald innviða sé meðal þeirra atriða sem koma í veg fyrir alvarlegar skemmdir á jarðvegi og gróðri sem og mannvirkjum. Hvaðan verða upplýsingar á þörf á viðhaldi sóttar? Mun gróðurþekja ráða áherslum á viðhald innviða? Dalabyggð gerir athugasemd við það mikla vald sem stöðugt er fært í hendur einstakra ríkisstofnana, í þessu tilfelli Land og skógur. Stofnunin er algerlega einráð í þessu tilfelli. Hún semur reglugerðardrögin án nokkurs samráðs við sveitarfélög og hagsmunaaðila og sér jafnframt um framkvæmd og eftirlit. Í svo mikilvægu máli sem landnýting er, viljum við einnig fá staðfestingu á því að lög, reglugerðir og viðmið sem vísað er til í reglugerðardrögum þessum séu örugglega í gildi og eins að samræmi milli þeirra sé með þeim hætti að ekki komi til árekstra eða ómöguleika í framkvæmd. Troðið er á umráða- og eignarétti landeigenda ef óbreytt reglugerðardrög verða samþykkt. Það er svo sannarlega þannig að við í Dalabyggð erum fylgjandi landvernd og sjálfbærri nýtingu lands en gerum skýra kröfu um að áhrif reglugerðarinnar verið metin, bæði fjárhagsleg og eins m.t.t. byggðafestu. Það er mat okkar í Dalabyggð að bændur verða alltaf bestu vörslumenn landsins. Við fáum ekki betur séð en hérna sé verið að gefa verkefninu „Bændur græða landið“ langt nef og er það miður. Með því verkefni hafa náðst miklar jarðvegs- og landbætur á svæðum sem annars væru mun verr farin og fáir ef einhverjir aðrir myndu sjá hag sinn í að sinna. Mikilvægt er að yfirvöld haldi áfram á þeirri braut að viðhalda og byggja upp frekara traust og samvinnu við bændastéttina. Þau reglugerðardrög sem hér eru lögð fram eru því miður ekki til þess fallin að mati okkar í Dalabyggð og hvetjum við til þess að matvælaráðuneytið hugsi sinn gang og dragi þessi áform sín til baka. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun