Ungt fólk vill völd Geir Finnsson skrifar 22. febrúar 2024 07:31 Í hvert sinn sem þjóðin gengur í gegnum erfiðleika er það ungt fólk sem stendur í framlínunni. Þegar COVID-19 faraldurinn stóð yfir var það ungt fólk sem sinnti einna helst framlínustörfum og fórnuðu nemendur félagslífi sínu og öðrum ómissandi þáttum í lífi sínu sem fást aldrei aftur. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem reynt var á seiglu og dugnað ungs fólks á krefjandi tímum og verður líklegast ekki það síðasta. Nú þegar verðbólga og aðrir efnahagsörðugleikar hafa leikið þjóðina grátt hafa helstu aðgerðir hins opinbera fórnað tækifærum ungs fólks til þess að komast inn á húsnæðismarkað, í nafni stöðugleika. Þetta ástand endurspeglar þá víðtæku þróun að á meðan við göngum í gegnum erfiðleika þykir það oftar en ekki sjálfsagt að ungt fólk beri hlutfallslega mestan þungann af þeim í þágu heildarinnar. Að hægt sé að setja líf ungs fólks á pásu á meðan hinir ná vopnum sínum á ný. Stefna óskast Landssamband ungmennafélaga (LUF) stendur vörð um hagsmuni ungs fólks og hefur því lengi kallað eftir auknu réttlæti og sanngirni í þágu yngri kynslóða. Bæði LUF og alþjóðasamfélagið hafa endurtekið bent íslenskum stjórnvöldum á þá staðreynd að hér á landi er enga heildstæða stefnu í málefnum ungs fólks að finna, ólíkt flest öllum ríkjum heims. Þetta stefnuleysi gerir það að verkum að enga haldbæra áætlun er að finna þegar kemur að því að tryggja réttindi og velferð ungra Íslendinga.Heildstæð ungmennastefna, sem mótuð væri í nánu samráði við ungt fólk, myndi ekki leysa öll vandamál þessa hóps en hún myndi svo sannarlega leiða til þess að stjórnvöld hefðu skýran leiðarvísi til að takast betur á við menntun, fjármálalæsi, atvinnu, geðheilbrigði, húsnæðismál og almenn réttindi ungs fólks. Þá fyrst væri hægt að tala um aðgerðir, í þágu ungs fólks, sem endurspegla raunverulegar þarfir og bera árangur til lengri tíma.Um þessar mundir ætla íslensk stjórnvöld þó að endurskoða æskulýðslög, sem er fagnaðarefni. Á sama tíma er útlit fyrir að núverandi frumvarpsdrög geri ekki ráð fyrir því að tekið verði tillit til lýðræðislegs umboðs og radda ungmenna. LUF hefur bent á að eldra fólk í valdastöðu virðist hafa þá tilhneigingu að vanmeta rödd ungs fólks og ganga framhjá þeim í allri ákvarðanatöku sem varðar þeirra hagi.Völd óskastSkýr stefna um ungt fólk, samin í samráði við ungt fólk, er forsenda þess að ungt fólk geti setið til jafns við alla aðra hópa samfélagsins. Þangað til það verður að veruleika ríkir hér áfram valdaójafnvægi sem er engum til hagsbóta.Vegna þessa kallar LUF eftir því að eitthvað verði gert í málunum. Því til stuðnings efnir LUF til lýðræðishátíðar í tilefni 20 ára sambandsins, sem fer fram í tengslum við sambandsþing okkar, laugardaginn næstkomandi þann 24. febrúar í Hörpu. Þar býðst ungu fólki, úr öllum áttum, tækifæri til að mætast og ræða ekki aðeins áskoranir heldur einnig lausnir í sínum málum. Afrakstur þeirra vinnu verður síðan nýttur af LUF til að ryðja frekar veginn fyrir því að íslensk ungmenni hljóti á endanum þau völd sem óskað er eftir.Að lokumÞað er ekki sjálfsagt að ungt fólki beri samfélagslegar byrðar á herðum sér án þess að hafa nokkuð um það að segja. Við óskum eftir völdum því það er ekki óeðlileg krafa að ungt fólk fái að koma að borðinu í þeim ákvarðanatökum sem varða þeirra hagi. Það felst eingöngu ávinningur í því fyrir samfélagið að valdefla, fræða og tryggja réttindi þess hóps sem hefur mest í húfi er kemur að farsæld samfélagsins og þarf trekk í trekk að bera þungann af áskorunum þess.Þegar veigamiklar ákvarðanir eru teknar sem varða okkar hagsmuni þá er lágmark að rödd okkar verði gefinn gaumur. Ef stjórnvöld mörkuðu sér skýra stefnu í málefnum ungs fólks þá gætum við fyrst hugsað okkur sanngjarnari leikreglur sem kæmu öllum til góðs. Við eigum einfaldlega betra skilið.Höfundur er fráfarandi forseti LUF - Landssambands ungmennafélaga20. ára afmæli félagsins verður haldið með lýðræðisráðstefnu í Hörpu á laugardaginn.Skráning fer fram hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Félagasamtök Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í hvert sinn sem þjóðin gengur í gegnum erfiðleika er það ungt fólk sem stendur í framlínunni. Þegar COVID-19 faraldurinn stóð yfir var það ungt fólk sem sinnti einna helst framlínustörfum og fórnuðu nemendur félagslífi sínu og öðrum ómissandi þáttum í lífi sínu sem fást aldrei aftur. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem reynt var á seiglu og dugnað ungs fólks á krefjandi tímum og verður líklegast ekki það síðasta. Nú þegar verðbólga og aðrir efnahagsörðugleikar hafa leikið þjóðina grátt hafa helstu aðgerðir hins opinbera fórnað tækifærum ungs fólks til þess að komast inn á húsnæðismarkað, í nafni stöðugleika. Þetta ástand endurspeglar þá víðtæku þróun að á meðan við göngum í gegnum erfiðleika þykir það oftar en ekki sjálfsagt að ungt fólk beri hlutfallslega mestan þungann af þeim í þágu heildarinnar. Að hægt sé að setja líf ungs fólks á pásu á meðan hinir ná vopnum sínum á ný. Stefna óskast Landssamband ungmennafélaga (LUF) stendur vörð um hagsmuni ungs fólks og hefur því lengi kallað eftir auknu réttlæti og sanngirni í þágu yngri kynslóða. Bæði LUF og alþjóðasamfélagið hafa endurtekið bent íslenskum stjórnvöldum á þá staðreynd að hér á landi er enga heildstæða stefnu í málefnum ungs fólks að finna, ólíkt flest öllum ríkjum heims. Þetta stefnuleysi gerir það að verkum að enga haldbæra áætlun er að finna þegar kemur að því að tryggja réttindi og velferð ungra Íslendinga.Heildstæð ungmennastefna, sem mótuð væri í nánu samráði við ungt fólk, myndi ekki leysa öll vandamál þessa hóps en hún myndi svo sannarlega leiða til þess að stjórnvöld hefðu skýran leiðarvísi til að takast betur á við menntun, fjármálalæsi, atvinnu, geðheilbrigði, húsnæðismál og almenn réttindi ungs fólks. Þá fyrst væri hægt að tala um aðgerðir, í þágu ungs fólks, sem endurspegla raunverulegar þarfir og bera árangur til lengri tíma.Um þessar mundir ætla íslensk stjórnvöld þó að endurskoða æskulýðslög, sem er fagnaðarefni. Á sama tíma er útlit fyrir að núverandi frumvarpsdrög geri ekki ráð fyrir því að tekið verði tillit til lýðræðislegs umboðs og radda ungmenna. LUF hefur bent á að eldra fólk í valdastöðu virðist hafa þá tilhneigingu að vanmeta rödd ungs fólks og ganga framhjá þeim í allri ákvarðanatöku sem varðar þeirra hagi.Völd óskastSkýr stefna um ungt fólk, samin í samráði við ungt fólk, er forsenda þess að ungt fólk geti setið til jafns við alla aðra hópa samfélagsins. Þangað til það verður að veruleika ríkir hér áfram valdaójafnvægi sem er engum til hagsbóta.Vegna þessa kallar LUF eftir því að eitthvað verði gert í málunum. Því til stuðnings efnir LUF til lýðræðishátíðar í tilefni 20 ára sambandsins, sem fer fram í tengslum við sambandsþing okkar, laugardaginn næstkomandi þann 24. febrúar í Hörpu. Þar býðst ungu fólki, úr öllum áttum, tækifæri til að mætast og ræða ekki aðeins áskoranir heldur einnig lausnir í sínum málum. Afrakstur þeirra vinnu verður síðan nýttur af LUF til að ryðja frekar veginn fyrir því að íslensk ungmenni hljóti á endanum þau völd sem óskað er eftir.Að lokumÞað er ekki sjálfsagt að ungt fólki beri samfélagslegar byrðar á herðum sér án þess að hafa nokkuð um það að segja. Við óskum eftir völdum því það er ekki óeðlileg krafa að ungt fólk fái að koma að borðinu í þeim ákvarðanatökum sem varða þeirra hagi. Það felst eingöngu ávinningur í því fyrir samfélagið að valdefla, fræða og tryggja réttindi þess hóps sem hefur mest í húfi er kemur að farsæld samfélagsins og þarf trekk í trekk að bera þungann af áskorunum þess.Þegar veigamiklar ákvarðanir eru teknar sem varða okkar hagsmuni þá er lágmark að rödd okkar verði gefinn gaumur. Ef stjórnvöld mörkuðu sér skýra stefnu í málefnum ungs fólks þá gætum við fyrst hugsað okkur sanngjarnari leikreglur sem kæmu öllum til góðs. Við eigum einfaldlega betra skilið.Höfundur er fráfarandi forseti LUF - Landssambands ungmennafélaga20. ára afmæli félagsins verður haldið með lýðræðisráðstefnu í Hörpu á laugardaginn.Skráning fer fram hér.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun